Orkupakkamálið snýst ekki um orku Þór Rögnvaldsson skrifar 2. september 2019 07:30 Tíundi áratugurinn var að mörgu leyti góður áratugur. Í þann tíma ríkti bjartsýni í heiminum og var ástæðan fyrst og fremst sú að þá höfðu múrar fallið. Fyrst féll Berlínarmúrinn og síðan lauk kalda stríðinu sem sundrað hafði heiminum allt frá stríðslokum. Í bjartsýnum heimi jókst samvinna á milli þjóða og einstaklinga. Menn höfðu ekki verið jafn mikið sama sinnis síðan, tja – ég veit bara ekki hvað segja skal: síðan aldrei fyrr í manna minnum! Heimurinn var sem sagt að sameinast og einangrunarhyggjan að víkja. Á þessum dögum sló „stóra hjartað“ í brjóstum manna sem vildu veg hugsjónarinnar sem mestan; þ.e. þeirrar hugsjónar sem kennir að öll séum við manneskjur og að þess vegna sé engin manneskja annarri æðri – óháð kyni og kynþætti; þjóðerni, menningu, trúarbrögðum og tungumáli. Síðan kom bakslag. Borgarastyrjöld hófst í Sýrlandi – og lauk með því að meiri hluti landsmanna fór á vergang og flúði land. Þetta fólk – sem og aðrir afrískir flóttamenn – flæddi síðan yfir Evrópu í leit að hæli og heimili. Og nú kom fljótlega annað hljóð í strokkinn. Nú bættist stöðugt í hóp þeirra sem fóru að líta á aðkomufólk þetta óvildaraugum. Hugsjónin um mennsku allra manna fór smátt og smátt hallloka fyrir því viðhorfi sem hafnaði samvinnu og hampaði einangrunarhyggju. Og því var rökrétt að nú efldust þær pólitísku hreyfingar sem lengi hafði kraumað í undir sléttu og felldu yfirborðinu: þær hreyfingar „litla hjartans“ sem kenna að hver sé sjálfum sér næstur. Þetta eru „hugsjónir“ poppúlismans sem um fram allt vill reisa múra og stefna að sem mestri einangrun. Og nú hefur þessi ófögnuður – poppúlisminn – líka fest rætur hér á landi. Og nú fara fulltrúar hreyfingarinnar hamförum – belgja sig upp af heilagri vandlætingu – út af málefni sem skiptir okkur Íslendinga litlu sem engu máli. Þriðji orkupakkinn lýtur að frjálsu flæði á orkuvörum – og þar af leiðandi líka rafmagni – þvert yfir landamæri þeirra ríkja sem gengið hafa Evrópusamvinnunni á hönd. Hér er um eðlilega löggjöf að ræða sem staðfestir þá staðreynd að markmiðið með Evrópusamstarfi þjóðanna sé, já – að stuðla að samstarfi! Í annan stað er ástæðan fyrir því að pakkinn skiptir okkur Íslendinga nánast engu máli sú staðreynd að við búum á eylandi lengst úti á ballarhafi – og að allar bollaleggingar um sæstreng eru ekki nema fleipur einar. Umræðan um þriðja orkupakkann snýst því ekki um orkumál. Umræðan um þriðja orkupakkann snýst um það hvort við Íslendingar eigum að kjósa samvinnu – eða einangrunarhyggju; hvort við eigum að kjósa viðhorf „stóra hjartans“ sem breiðir út arma sína – eða viðhorf „litla hjartans“ sem krýpur inn í eigin skel og bægir helst öllum „öðrum“ frá sér. Á hitt ber loks að líta að það væri stórhættulegt fyrir okkur Íslendinga að hafna þriðja orkupakkanum vegna þess að þannig værum við að vega að EES-aðild okkar og EES-samningurinn er langtum mikilvægasti og hagstæðasti milliríkjasamningur sem við höfum gert – og hér liggur hundurinn grafinn – vegna þess að þetta vita poppúlistarnir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þór Rögnvaldsson Þriðji orkupakkinn Mest lesið Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Tíundi áratugurinn var að mörgu leyti góður áratugur. Í þann tíma ríkti bjartsýni í heiminum og var ástæðan fyrst og fremst sú að þá höfðu múrar fallið. Fyrst féll Berlínarmúrinn og síðan lauk kalda stríðinu sem sundrað hafði heiminum allt frá stríðslokum. Í bjartsýnum heimi jókst samvinna á milli þjóða og einstaklinga. Menn höfðu ekki verið jafn mikið sama sinnis síðan, tja – ég veit bara ekki hvað segja skal: síðan aldrei fyrr í manna minnum! Heimurinn var sem sagt að sameinast og einangrunarhyggjan að víkja. Á þessum dögum sló „stóra hjartað“ í brjóstum manna sem vildu veg hugsjónarinnar sem mestan; þ.e. þeirrar hugsjónar sem kennir að öll séum við manneskjur og að þess vegna sé engin manneskja annarri æðri – óháð kyni og kynþætti; þjóðerni, menningu, trúarbrögðum og tungumáli. Síðan kom bakslag. Borgarastyrjöld hófst í Sýrlandi – og lauk með því að meiri hluti landsmanna fór á vergang og flúði land. Þetta fólk – sem og aðrir afrískir flóttamenn – flæddi síðan yfir Evrópu í leit að hæli og heimili. Og nú kom fljótlega annað hljóð í strokkinn. Nú bættist stöðugt í hóp þeirra sem fóru að líta á aðkomufólk þetta óvildaraugum. Hugsjónin um mennsku allra manna fór smátt og smátt hallloka fyrir því viðhorfi sem hafnaði samvinnu og hampaði einangrunarhyggju. Og því var rökrétt að nú efldust þær pólitísku hreyfingar sem lengi hafði kraumað í undir sléttu og felldu yfirborðinu: þær hreyfingar „litla hjartans“ sem kenna að hver sé sjálfum sér næstur. Þetta eru „hugsjónir“ poppúlismans sem um fram allt vill reisa múra og stefna að sem mestri einangrun. Og nú hefur þessi ófögnuður – poppúlisminn – líka fest rætur hér á landi. Og nú fara fulltrúar hreyfingarinnar hamförum – belgja sig upp af heilagri vandlætingu – út af málefni sem skiptir okkur Íslendinga litlu sem engu máli. Þriðji orkupakkinn lýtur að frjálsu flæði á orkuvörum – og þar af leiðandi líka rafmagni – þvert yfir landamæri þeirra ríkja sem gengið hafa Evrópusamvinnunni á hönd. Hér er um eðlilega löggjöf að ræða sem staðfestir þá staðreynd að markmiðið með Evrópusamstarfi þjóðanna sé, já – að stuðla að samstarfi! Í annan stað er ástæðan fyrir því að pakkinn skiptir okkur Íslendinga nánast engu máli sú staðreynd að við búum á eylandi lengst úti á ballarhafi – og að allar bollaleggingar um sæstreng eru ekki nema fleipur einar. Umræðan um þriðja orkupakkann snýst því ekki um orkumál. Umræðan um þriðja orkupakkann snýst um það hvort við Íslendingar eigum að kjósa samvinnu – eða einangrunarhyggju; hvort við eigum að kjósa viðhorf „stóra hjartans“ sem breiðir út arma sína – eða viðhorf „litla hjartans“ sem krýpur inn í eigin skel og bægir helst öllum „öðrum“ frá sér. Á hitt ber loks að líta að það væri stórhættulegt fyrir okkur Íslendinga að hafna þriðja orkupakkanum vegna þess að þannig værum við að vega að EES-aðild okkar og EES-samningurinn er langtum mikilvægasti og hagstæðasti milliríkjasamningur sem við höfum gert – og hér liggur hundurinn grafinn – vegna þess að þetta vita poppúlistarnir.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun