Ólöglegir vextir og óraunhæfar væntingar Már Wolfgang Mixa skrifar 19. september 2019 08:00 Tveir stærstu lífeyrissjóðir landsins ákváðu í sumar að hætta notkun á áður auglýstum viðmiðum verðtryggðra íbúðalána með breytilegum vöxtum. Mikið var deilt um þá ákvörðun, meðal annars vegna þess að nýlegir kjarasamningar áttu að stuðla að lækkun vaxta. Eitt hefur ekki farið hátt í þeirri umræðu en það er að í 34. grein laga um fasteignalán til neytenda kemur fram að lánveitendur megi einungis miða breytilega vexti við skýr viðmið, sem í tilfelli ofangreindra lána voru markaðsvextir íbúðabréfa. Lífeyrissjóðirnir hafa í fjöldamörg ár auglýst þau viðmið á heimasíðu sinni en hafa nú breytt þeim með lakari vaxtakjörum til þeirra sem tóku þá áhættu að vaxtastig gæti allt eins hækkað eins og lækkað. Því er þessi viðsnúningur sjóðanna að mínu mati ólöglegur. Ég bíð eftir að Neytendastofa bregðist við þessu. Ein þeirra raka sem fram komu af hálfu lífeyrissjóðanna voru að vaxtastig væri orðið svo lágt að það væri ekki í þágu sjóðanna að lækka vaxtakjör enn frekar. Það eru undarleg rök þar sem þeir stýra sjálfir að stórum hluta vaxtastiginu í landinu, sem vextir ofangreindra húsnæðislána miðast við. Þetta ætti þó ekki að hafa komið lífeyrissjóðunum alveg á óvart. Ég og dr. Ólafur Margeirsson vöruðum ítrekað við í upphafi þessa áratugar að þær forsendur að raunávöxtun framtíðarinnar yrði 3,5% árlega væru ekki lengur fyrir hendi, meðal annars á síðum Fréttablaðsins. Í einni slíkri grein skrifaði ég: Hægt er að horfast í augu við þær staðreyndir að í óbreyttu ástandi eru framtíðarvæntingar óraunhæfar. Slíkt kallar á endurmat lífeyrissparnaðar. Slíkt endurmat ætti þó ekki að knýja lífeyrissjóði til þess að brjóta lög í garð lántaka þeirra. Það að þeir grípi til slíkra ráðstafana hlýtur hins vegar að vera aðvörun um að sú prósenta sem í dag er lögð í lífeyri sé síst of há. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Lífeyrissjóðir Már Wolfgang Mixa Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Tveir stærstu lífeyrissjóðir landsins ákváðu í sumar að hætta notkun á áður auglýstum viðmiðum verðtryggðra íbúðalána með breytilegum vöxtum. Mikið var deilt um þá ákvörðun, meðal annars vegna þess að nýlegir kjarasamningar áttu að stuðla að lækkun vaxta. Eitt hefur ekki farið hátt í þeirri umræðu en það er að í 34. grein laga um fasteignalán til neytenda kemur fram að lánveitendur megi einungis miða breytilega vexti við skýr viðmið, sem í tilfelli ofangreindra lána voru markaðsvextir íbúðabréfa. Lífeyrissjóðirnir hafa í fjöldamörg ár auglýst þau viðmið á heimasíðu sinni en hafa nú breytt þeim með lakari vaxtakjörum til þeirra sem tóku þá áhættu að vaxtastig gæti allt eins hækkað eins og lækkað. Því er þessi viðsnúningur sjóðanna að mínu mati ólöglegur. Ég bíð eftir að Neytendastofa bregðist við þessu. Ein þeirra raka sem fram komu af hálfu lífeyrissjóðanna voru að vaxtastig væri orðið svo lágt að það væri ekki í þágu sjóðanna að lækka vaxtakjör enn frekar. Það eru undarleg rök þar sem þeir stýra sjálfir að stórum hluta vaxtastiginu í landinu, sem vextir ofangreindra húsnæðislána miðast við. Þetta ætti þó ekki að hafa komið lífeyrissjóðunum alveg á óvart. Ég og dr. Ólafur Margeirsson vöruðum ítrekað við í upphafi þessa áratugar að þær forsendur að raunávöxtun framtíðarinnar yrði 3,5% árlega væru ekki lengur fyrir hendi, meðal annars á síðum Fréttablaðsins. Í einni slíkri grein skrifaði ég: Hægt er að horfast í augu við þær staðreyndir að í óbreyttu ástandi eru framtíðarvæntingar óraunhæfar. Slíkt kallar á endurmat lífeyrissparnaðar. Slíkt endurmat ætti þó ekki að knýja lífeyrissjóði til þess að brjóta lög í garð lántaka þeirra. Það að þeir grípi til slíkra ráðstafana hlýtur hins vegar að vera aðvörun um að sú prósenta sem í dag er lögð í lífeyri sé síst of há.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun