Saksóknarar krefjast skattagagna Trump Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. september 2019 23:56 Saksóknarar vilja skattagögn Bandaríkjaforseta í tengslum við rannsókn á þagnargreiðslum til klámstjörnu. vísir/getty Saksóknarar í New York hafa lagt fram stefnu og krefjast þess að fá skattagögn Donald Trump, Bandaríkjaforseta, afhent. Alls ná gögnin yfir átta ára tímabil og er um bæði um að ræða persónulegar skattaskýrslur Trump sem og fyrirtækja hans. Krafan um að fá gögnin afhent er sett fram í tengslum við rannsókn á þagnargreiðslum til klámmyndastjörnurnar Stormy Daniels á meðan á kosningabaráttunni stóð árið 2016. Daniels sagðist hafa átt í kynferðislegu sambandi við Trump. Fyrirtækið Mazars USA, sem hefur séð um skattskil Trump, sagði í yfirlýsingu fyrr í dag að það muni uppfylla allar lagalegu skyldur sínar hvað varðar stefnuna og kröfuna um að fá gögnin afhent. Að því er fram kemur í umfjöllun Guardian um málið er Trump fyrsti Bandaríkjaforsetinn í fjörutíu ár sem gerir skattskýrslur sínar ekki opinberar, þrátt fyrir að hann hafi gefið loforð um slíkt í kosningabaráttunni 2016. Hann hefur þannig ekki látið undan þrýstingi Demókrata og eftirlitsstofnana sem hafa kallað eftir auknu gagnsæi. Í desember í fyrra var Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Trump, dæmdur í þriggja ára fangelsi eftir að hann játaði á sig brot á kosningalögum sem tengdust greiðslunum til Daniels. Játaði Cohen einnig að hafa gerst sekur um skattsviki og að hafa logið að rannsóknarnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Ríkisþingmenn New York opna á afhendingu skattaskýrslna Trump Þingmenn New York ríkis hafa samþykkt lagafrumvarp sem mun gera þingmönnum Bandaríkjaþings kleift að koma höndum yfir skattskýrslur Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 8. maí 2019 22:30 Trump tók virkan þátt í þagnargreiðslu til klámleikkonu Reuters-fréttastofan segir að gögn sem leynd hefur verið létt af bendi til þess að þáverandi forsetaframbjóðandinn hafi átt þátt í umræðum um greiðsluna þrátt fyrir að hann hafi ítrekað neitað vitneskju um hana. 19. júlí 2019 12:51 Fox News sagt hafa setið á frétt um Trump og klámmyndaleikkonu Ef marka má frásögn New Yorker drápu stjórnendur Fox News frétt sem hefði komið Trump illa í kosningabaráttunni árið 2016. 5. mars 2019 12:58 Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Sjá meira
Saksóknarar í New York hafa lagt fram stefnu og krefjast þess að fá skattagögn Donald Trump, Bandaríkjaforseta, afhent. Alls ná gögnin yfir átta ára tímabil og er um bæði um að ræða persónulegar skattaskýrslur Trump sem og fyrirtækja hans. Krafan um að fá gögnin afhent er sett fram í tengslum við rannsókn á þagnargreiðslum til klámmyndastjörnurnar Stormy Daniels á meðan á kosningabaráttunni stóð árið 2016. Daniels sagðist hafa átt í kynferðislegu sambandi við Trump. Fyrirtækið Mazars USA, sem hefur séð um skattskil Trump, sagði í yfirlýsingu fyrr í dag að það muni uppfylla allar lagalegu skyldur sínar hvað varðar stefnuna og kröfuna um að fá gögnin afhent. Að því er fram kemur í umfjöllun Guardian um málið er Trump fyrsti Bandaríkjaforsetinn í fjörutíu ár sem gerir skattskýrslur sínar ekki opinberar, þrátt fyrir að hann hafi gefið loforð um slíkt í kosningabaráttunni 2016. Hann hefur þannig ekki látið undan þrýstingi Demókrata og eftirlitsstofnana sem hafa kallað eftir auknu gagnsæi. Í desember í fyrra var Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Trump, dæmdur í þriggja ára fangelsi eftir að hann játaði á sig brot á kosningalögum sem tengdust greiðslunum til Daniels. Játaði Cohen einnig að hafa gerst sekur um skattsviki og að hafa logið að rannsóknarnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Ríkisþingmenn New York opna á afhendingu skattaskýrslna Trump Þingmenn New York ríkis hafa samþykkt lagafrumvarp sem mun gera þingmönnum Bandaríkjaþings kleift að koma höndum yfir skattskýrslur Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 8. maí 2019 22:30 Trump tók virkan þátt í þagnargreiðslu til klámleikkonu Reuters-fréttastofan segir að gögn sem leynd hefur verið létt af bendi til þess að þáverandi forsetaframbjóðandinn hafi átt þátt í umræðum um greiðsluna þrátt fyrir að hann hafi ítrekað neitað vitneskju um hana. 19. júlí 2019 12:51 Fox News sagt hafa setið á frétt um Trump og klámmyndaleikkonu Ef marka má frásögn New Yorker drápu stjórnendur Fox News frétt sem hefði komið Trump illa í kosningabaráttunni árið 2016. 5. mars 2019 12:58 Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Sjá meira
Ríkisþingmenn New York opna á afhendingu skattaskýrslna Trump Þingmenn New York ríkis hafa samþykkt lagafrumvarp sem mun gera þingmönnum Bandaríkjaþings kleift að koma höndum yfir skattskýrslur Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 8. maí 2019 22:30
Trump tók virkan þátt í þagnargreiðslu til klámleikkonu Reuters-fréttastofan segir að gögn sem leynd hefur verið létt af bendi til þess að þáverandi forsetaframbjóðandinn hafi átt þátt í umræðum um greiðsluna þrátt fyrir að hann hafi ítrekað neitað vitneskju um hana. 19. júlí 2019 12:51
Fox News sagt hafa setið á frétt um Trump og klámmyndaleikkonu Ef marka má frásögn New Yorker drápu stjórnendur Fox News frétt sem hefði komið Trump illa í kosningabaráttunni árið 2016. 5. mars 2019 12:58