Handbolti

Sigur í fyrsta leik Sävehof í Meistaradeildinni

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Ágúst Elí Björgvinsson varð sænskur meistari á sínu fyrsta tímabili með Sävehof
Ágúst Elí Björgvinsson varð sænskur meistari á sínu fyrsta tímabili með Sävehof vísir/getty
Ágúst Elí Björgvinsson og félagar í Sävehof unnu sinn fyrsta leik í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í dag.

Sävehof mætti Cocks frá Finnlandi ytra í fyrsta leik C-riðils. Heimamenn skoruðu fyrsta markið en Sävehof tók fljótt yfirhöndina í leiknum.

Sænsku meistararnir voru með undirtökin allan fyrri hálfleikinn og leiddu 18-13 að honum loknum. Í seinni hálfleik varð munurinn mest sjö mörk en leikurinn endaði í 30-25 sigri Sävehof á útivelli.

Sävehof fer því á topp riðilsins en næsti leikur liðsins í Meistaradeildinni er gegn Eurofarm Rabotnik á heimavelli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×