Segir vinnubrögð ráðamanna í loftslagsmálum byggjast á sýndarmennsku Sylvía Hall skrifar 29. september 2019 16:29 Sigmundi þykir óviðeigandi að Greta Thunberg sé í forsvari fyrir aðgerðarsinna í loftslagsmálum. Vísir/Vilhelm Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir loftslagsumræðu vera á villigötum og snúist að mestu leyti um sýndarmennsku. Leiðtogar heimsins hittist á „sýndarfundum“ á meðan aðgerðir sem raunverulega virka séu fólgnar í tækniframförum. Sigmundur Davíð var einn gesta í umræðuvettvangi dagsins í Silfrinu í dag. Þar ræddi hann meðal annars loftslagsmálin og sagði menn ekki vera að nálgast þau á réttan hátt. „Þetta snýst allt um einhverja sýndarmennsku. Hér á Íslandi er farið að moka ofan í skurði og búa til einhverjar kenningar um að það leysi loftslagsmálin fyrir okkur. Á meðan hafa aðgerðir sem raunverulega virka birst í tækniframförum og til dæmis bara í því að færa sig úr olíu og kolum yfir í gas. Það er ástæðan fyrir því að Bandaríkin hafa dregið verulega úr kolefnislosun sinni, þau hafa færst sig í auknum mæli yfir í gasbrennslu,“ sagði Sigmundur Davíð. Attenborough, sem er á tíræðisaldri, ræddi við Vilhjálm Bretaprins um loftslagsmál í Davos.Vísir/EPAFljúga á einkaþotum til þess að ræða alvöru aðgerðir Hann sagði þetta sýna sig best í fjölda loftslagsráðstefna og alþjóðlegra funda þar sem leiðtogar heimsins ræða aðgerðir í loftslagsmálum. Það skjóti skökku við að fólk fljúgi þangað á einkaþotum og ætli að fara leggja almenningi línurnar. „Það hittist eitthvað fólk sem kemur saman á einkaþotunum, sextán hundruð einkaþotur í Davos, til þess að ræða loftslagsmál og útskýra fyrir almenningi að hann verði nú að hætta þessum ferðum sínum til Kanaríeyja og leggja einkabílnum, fara í borgarlínu. Svo fljúga menn heim á einkaþotunni á næsta sýndarfund.“ Hann sagði Gretu Thunberg skýrt dæmi um sýndarpólitíkina í loftslagsmálum. Honum þætti í raun óviðeigandi að nota barn í „pólitískri baráttu á heimsvísu“ eins og hann komst að orði. Þá bætti hún við að hún væri ekki eina barnið í þessari stöðu.Skiptir mestu að málið sé komið á dagskrá Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, svaraði Sigmundi Davíð og sagði að ef hann væri ekki loftslagsafneitunarsinni væri hann í það minnsta tortrygginn varðandi slík mál. Mikilvægast væri þó að fólk væri farið að ræða hvernig það gæti gert betur í umhverfismálum. „Það skiptir öllu máli að þetta sé komið á dagskrá, og það getur vel verið að vinnubrögðin til að byrja með séu fumkennd vegna þess að þetta gerist ekki í garðinum hjá einstaklingum heldur þarf þetta að gerast hjá stjórnvöldum og fyrirtækjum,“ sagði Logi. Loftslagsmál Tengdar fréttir Thunberg lét þjóðarleiðtoga heyra það Sænski aðgerðasinninn hélt tilfinningaþrungna ræðu hjá Sameinuðu þjóðunum í dag þar sem hún skammaði þjóðarleiðtoga fyrir að velta ábyrgð á loftslagsvandanum á komandi kynslóðir. 23. september 2019 16:48 Gagnrýni á loftslagsbölsýni snúið gegn þeim sem krefjast aðgerða Ummæli yfirmanns Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar um öfgar í loftslagsumræðu fóru víða á dögunum en án samhengisins sem þau féllu í. 20. september 2019 10:15 Leiðtogar funda í New York um loftslagsvá Aðeins þeir leiðtogar sem koma með lausnir á loftslagsfund Sameinuðu þjóðanna fá að halda ræðu. 23. september 2019 14:21 Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Fleiri fréttir Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Afnám samsköttunar hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir loftslagsumræðu vera á villigötum og snúist að mestu leyti um sýndarmennsku. Leiðtogar heimsins hittist á „sýndarfundum“ á meðan aðgerðir sem raunverulega virka séu fólgnar í tækniframförum. Sigmundur Davíð var einn gesta í umræðuvettvangi dagsins í Silfrinu í dag. Þar ræddi hann meðal annars loftslagsmálin og sagði menn ekki vera að nálgast þau á réttan hátt. „Þetta snýst allt um einhverja sýndarmennsku. Hér á Íslandi er farið að moka ofan í skurði og búa til einhverjar kenningar um að það leysi loftslagsmálin fyrir okkur. Á meðan hafa aðgerðir sem raunverulega virka birst í tækniframförum og til dæmis bara í því að færa sig úr olíu og kolum yfir í gas. Það er ástæðan fyrir því að Bandaríkin hafa dregið verulega úr kolefnislosun sinni, þau hafa færst sig í auknum mæli yfir í gasbrennslu,“ sagði Sigmundur Davíð. Attenborough, sem er á tíræðisaldri, ræddi við Vilhjálm Bretaprins um loftslagsmál í Davos.Vísir/EPAFljúga á einkaþotum til þess að ræða alvöru aðgerðir Hann sagði þetta sýna sig best í fjölda loftslagsráðstefna og alþjóðlegra funda þar sem leiðtogar heimsins ræða aðgerðir í loftslagsmálum. Það skjóti skökku við að fólk fljúgi þangað á einkaþotum og ætli að fara leggja almenningi línurnar. „Það hittist eitthvað fólk sem kemur saman á einkaþotunum, sextán hundruð einkaþotur í Davos, til þess að ræða loftslagsmál og útskýra fyrir almenningi að hann verði nú að hætta þessum ferðum sínum til Kanaríeyja og leggja einkabílnum, fara í borgarlínu. Svo fljúga menn heim á einkaþotunni á næsta sýndarfund.“ Hann sagði Gretu Thunberg skýrt dæmi um sýndarpólitíkina í loftslagsmálum. Honum þætti í raun óviðeigandi að nota barn í „pólitískri baráttu á heimsvísu“ eins og hann komst að orði. Þá bætti hún við að hún væri ekki eina barnið í þessari stöðu.Skiptir mestu að málið sé komið á dagskrá Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, svaraði Sigmundi Davíð og sagði að ef hann væri ekki loftslagsafneitunarsinni væri hann í það minnsta tortrygginn varðandi slík mál. Mikilvægast væri þó að fólk væri farið að ræða hvernig það gæti gert betur í umhverfismálum. „Það skiptir öllu máli að þetta sé komið á dagskrá, og það getur vel verið að vinnubrögðin til að byrja með séu fumkennd vegna þess að þetta gerist ekki í garðinum hjá einstaklingum heldur þarf þetta að gerast hjá stjórnvöldum og fyrirtækjum,“ sagði Logi.
Loftslagsmál Tengdar fréttir Thunberg lét þjóðarleiðtoga heyra það Sænski aðgerðasinninn hélt tilfinningaþrungna ræðu hjá Sameinuðu þjóðunum í dag þar sem hún skammaði þjóðarleiðtoga fyrir að velta ábyrgð á loftslagsvandanum á komandi kynslóðir. 23. september 2019 16:48 Gagnrýni á loftslagsbölsýni snúið gegn þeim sem krefjast aðgerða Ummæli yfirmanns Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar um öfgar í loftslagsumræðu fóru víða á dögunum en án samhengisins sem þau féllu í. 20. september 2019 10:15 Leiðtogar funda í New York um loftslagsvá Aðeins þeir leiðtogar sem koma með lausnir á loftslagsfund Sameinuðu þjóðanna fá að halda ræðu. 23. september 2019 14:21 Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Fleiri fréttir Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Afnám samsköttunar hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Sjá meira
Thunberg lét þjóðarleiðtoga heyra það Sænski aðgerðasinninn hélt tilfinningaþrungna ræðu hjá Sameinuðu þjóðunum í dag þar sem hún skammaði þjóðarleiðtoga fyrir að velta ábyrgð á loftslagsvandanum á komandi kynslóðir. 23. september 2019 16:48
Gagnrýni á loftslagsbölsýni snúið gegn þeim sem krefjast aðgerða Ummæli yfirmanns Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar um öfgar í loftslagsumræðu fóru víða á dögunum en án samhengisins sem þau féllu í. 20. september 2019 10:15
Leiðtogar funda í New York um loftslagsvá Aðeins þeir leiðtogar sem koma með lausnir á loftslagsfund Sameinuðu þjóðanna fá að halda ræðu. 23. september 2019 14:21