Handbolti

Stelpurnar vilja sýna úr hverju þær eru gerðar

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Íslenska kvennalandsliðið í handbolta sleikir sárin eftir erfiðan leik við Króatíu í vikunni en liðið á erfiðan leik gegn Frökkum fyrir höndum á sunnudag.

Ísland tapaði stórt fyrir Króötum, 29-8, í fyrsta leik í undankeppni EM 2021.

„Þetta var gott kjaftshögg,“ sagði Arnar Pétursson landsliðsþjálfari, en hann er nýlega tekinn við íslenska landsliðinu.

„Ég gerði svo sem aldrei ráð fyrir því að við myndum ná í stórkostleg úrslit þarna en að minnsta kosti ná í úrslit sem héldu okkur svolítið á lífi í riðlinum.“

Ísland mætir heims- og Evrópumeisturum Frakka á Ásvöllum á sunnudag.

„Það er verkefnið í dag og á morgun að rífa okkur upp og gera okkur klárar í það verðuga verkefni.“

„Eftir svona leik og svona frammistöðu þá hef ég þá trú að leikmenn vilji sína hvað þær geta og úr hverju þær eru gerðar.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×