Umfjöllun: Ísland - Frakkland 17-23 | Miklu betra en gegn Króatíu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. september 2019 17:30 Karen var markahæst Íslendinga með sex mörk. vísir/BÁRA Eftir tapið slæma í Osijek í Króatíu á miðvikudaginn lék íslenska kvennalandsliðið í handbolta miklu mun betur í sex marka tapi, 17-23, fyrir heims- og Evrópumeisturum Frakka á Ásvöllum í undankeppni EM 2020 í dag. Íslenska liðið sýndi styrk og þrátt fyrir tapið svaraði það fyrir sig eftir skellinn í Króatíu. Frammistaðan var góð og þess eðlis að Íslendingar gátu borið höfuðið hátt í leikslok. Frakkland var alltaf með frumkvæðið í leiknum en Ísland var aldrei langt undan. Staðan í hálfleik var 10-13, Frökkum í vil. Upphafsmínúturnar minntu óneitanlega á fyrstu mínúturnar gegn Króatíu. Ísland var í miklum vandræðum í sókninni, tapaði boltanum fimm sinnum á fyrstu sjö mínútunum og lenti 1-4 undir. Þrjú af fyrstu fjórum mörkum Frakka komu eftir hraðaupphlaup. Eftir þessa slæmu byrjun lagaðist sóknarleikur Íslands mikið og stelpurnar fengu t.a.m. ekki á sig hraðaupphlaupsmark það sem eftir lifði fyrri hálfleiks. Íslenska vörnin var sterk og Íris Björk Símonardóttir varði vel í markinu. Olivier Krumbholz, þjálfari Frakka, var greinilega ekki sáttur með gang mála og tók tvisvar sinnum leikhlé í fyrri hálfleik. Íslenska liðið hékk í skottinu á því franska og náði nokkrum sinnum að minnka muninn í eitt mark. Frakkland leiddi í hálfleik, 10-13. Ísland byrjaði seinni hálfleikinn frábærlega, skoraði fyrstu þrjú mörk hans og jafnaði í 13-13 þegar Thea Imani Sturludóttir skoraði eitt þriggja marka sinna í leiknum. Frakkar svöruðu með þremur mörkum í röð á örskotsstundu og náðu aftur völdunum. Íslenska sóknin var stirðari með hverri mínútunni og komst lítt áleiðis gegn líkamlega sterkum varnarmönnum Frakklands. Catherine Gabriel átti líka góða innkomu í franska markið og varði níu skot (56%). Rut Jónsdóttir minnkaði muninn í tvö mörk, 16-18, á 47. mínútu. Það reyndist vera næstsíðasta mark Íslands í leiknum. Frakkar spiluðu gríðarlega öfluga vörn á lokakaflanum og gerðu nóg til að halda Íslendingum í hæfilegri fjarlægð. Á endanum munaði sex mörkum á liðunum, 17-23.Þórey Rósa skoraði sitt 300. landsliðsmark í dag.vísir/báraAf hverju vann Frakkland? Það er ástæða fyrir því að Frakkar eru heims- og Evrópumeistarar. Liðið er gríðarlega öflugt, með mikla breidd og líkamburðir þeirra eru mun meiri en íslenska liðsins. Ísland má þó vel við una þrátt fyrir sex marka tap. Frammistaðan var miklu betri en gegn Króatíu þótt á ýmsum sviðum eigi íslenska liðið enn langt í land.Hverjar stóðu upp úr? Íris Björk átti glansleik í íslenska markinu, varði 14 skot (38%), þar af þrjú víti. Ester Óskarsdóttir og Steinunn Björnsdóttir voru frábærar í íslensku vörninni sem var sterk allan leikinn. Mikið mæddi á Karenu Knútsdóttur í sóknarleiknum. Hún skoraði sex mörk, þar af fimm úr vítum, en gerði sig seka um full mörg mistök, sérstaklega þegar á leið. Thea átti góða spretti sem og Rut.Hvað gekk illa? Sóknarleikurinn gekk brösuglega á köflum enda skoraði Ísland aðeins 17 mörk í leiknum. Síðasta stundarfjórðunginn dró verulega af íslenska liðinu á meðan Frakkar virtust eiga nóg eftir. Helena Rut Örvarsdóttir vill eflaust gleyma leiknum sem fyrst en hún skoraði eitt mark úr níu skotum. Þá skoraði íslenska liðið aðeins eitt mark eftir hraðaupphlaup í leiknum. Þau hefðu þurft að vera fleiri þótt það sé enginn hægðarleikur að hlaupa frönsku leikmennina af sér.Hvað gerist næst? Næstu leikir Íslands í undankeppninni eru ekki fyrr en í mars á næsta ári. Ísland mætir Tyrklandi heima og að heiman í lok mars. Handbolti
Eftir tapið slæma í Osijek í Króatíu á miðvikudaginn lék íslenska kvennalandsliðið í handbolta miklu mun betur í sex marka tapi, 17-23, fyrir heims- og Evrópumeisturum Frakka á Ásvöllum í undankeppni EM 2020 í dag. Íslenska liðið sýndi styrk og þrátt fyrir tapið svaraði það fyrir sig eftir skellinn í Króatíu. Frammistaðan var góð og þess eðlis að Íslendingar gátu borið höfuðið hátt í leikslok. Frakkland var alltaf með frumkvæðið í leiknum en Ísland var aldrei langt undan. Staðan í hálfleik var 10-13, Frökkum í vil. Upphafsmínúturnar minntu óneitanlega á fyrstu mínúturnar gegn Króatíu. Ísland var í miklum vandræðum í sókninni, tapaði boltanum fimm sinnum á fyrstu sjö mínútunum og lenti 1-4 undir. Þrjú af fyrstu fjórum mörkum Frakka komu eftir hraðaupphlaup. Eftir þessa slæmu byrjun lagaðist sóknarleikur Íslands mikið og stelpurnar fengu t.a.m. ekki á sig hraðaupphlaupsmark það sem eftir lifði fyrri hálfleiks. Íslenska vörnin var sterk og Íris Björk Símonardóttir varði vel í markinu. Olivier Krumbholz, þjálfari Frakka, var greinilega ekki sáttur með gang mála og tók tvisvar sinnum leikhlé í fyrri hálfleik. Íslenska liðið hékk í skottinu á því franska og náði nokkrum sinnum að minnka muninn í eitt mark. Frakkland leiddi í hálfleik, 10-13. Ísland byrjaði seinni hálfleikinn frábærlega, skoraði fyrstu þrjú mörk hans og jafnaði í 13-13 þegar Thea Imani Sturludóttir skoraði eitt þriggja marka sinna í leiknum. Frakkar svöruðu með þremur mörkum í röð á örskotsstundu og náðu aftur völdunum. Íslenska sóknin var stirðari með hverri mínútunni og komst lítt áleiðis gegn líkamlega sterkum varnarmönnum Frakklands. Catherine Gabriel átti líka góða innkomu í franska markið og varði níu skot (56%). Rut Jónsdóttir minnkaði muninn í tvö mörk, 16-18, á 47. mínútu. Það reyndist vera næstsíðasta mark Íslands í leiknum. Frakkar spiluðu gríðarlega öfluga vörn á lokakaflanum og gerðu nóg til að halda Íslendingum í hæfilegri fjarlægð. Á endanum munaði sex mörkum á liðunum, 17-23.Þórey Rósa skoraði sitt 300. landsliðsmark í dag.vísir/báraAf hverju vann Frakkland? Það er ástæða fyrir því að Frakkar eru heims- og Evrópumeistarar. Liðið er gríðarlega öflugt, með mikla breidd og líkamburðir þeirra eru mun meiri en íslenska liðsins. Ísland má þó vel við una þrátt fyrir sex marka tap. Frammistaðan var miklu betri en gegn Króatíu þótt á ýmsum sviðum eigi íslenska liðið enn langt í land.Hverjar stóðu upp úr? Íris Björk átti glansleik í íslenska markinu, varði 14 skot (38%), þar af þrjú víti. Ester Óskarsdóttir og Steinunn Björnsdóttir voru frábærar í íslensku vörninni sem var sterk allan leikinn. Mikið mæddi á Karenu Knútsdóttur í sóknarleiknum. Hún skoraði sex mörk, þar af fimm úr vítum, en gerði sig seka um full mörg mistök, sérstaklega þegar á leið. Thea átti góða spretti sem og Rut.Hvað gekk illa? Sóknarleikurinn gekk brösuglega á köflum enda skoraði Ísland aðeins 17 mörk í leiknum. Síðasta stundarfjórðunginn dró verulega af íslenska liðinu á meðan Frakkar virtust eiga nóg eftir. Helena Rut Örvarsdóttir vill eflaust gleyma leiknum sem fyrst en hún skoraði eitt mark úr níu skotum. Þá skoraði íslenska liðið aðeins eitt mark eftir hraðaupphlaup í leiknum. Þau hefðu þurft að vera fleiri þótt það sé enginn hægðarleikur að hlaupa frönsku leikmennina af sér.Hvað gerist næst? Næstu leikir Íslands í undankeppninni eru ekki fyrr en í mars á næsta ári. Ísland mætir Tyrklandi heima og að heiman í lok mars.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti