Juventus á toppinn eftir þriðja sigurinn í röð Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. september 2019 14:45 Ronaldo skoraði annað mark Juventus. vísir/getty Juventus vann 2-0 sigur á SPAL í fyrsta leik dagsins í ítölsku úrvalsdeildinni. Þetta var þriðji sigur Juventus í röð en með honum komst liðið á topp deildarinnar. Inter getur endurheimt toppsætið fái liðið stig gegn Sampdoria síðar í dag. Etrit Berisha átti góðan leik í marki SPAL en hann kom engum vörnum við þegar Miralem Pjanic kom Juventus yfir með frábæru skoti á lokamínútu fyrri hálfleiks. Á 78. mínútu sendi Paolo Dybala fyrir á kollinn á Cristiano Ronaldo sem skoraði annað mark Juventus. Portúgalinn er kominn með þrjú deildarmörk á tímabilinu. Juventus hefur unnið fimm af fyrstu sex leikjum sínum í ítölsku úrvalsdeildinni og gert eitt jafntefli. Ítalski boltinn
Juventus vann 2-0 sigur á SPAL í fyrsta leik dagsins í ítölsku úrvalsdeildinni. Þetta var þriðji sigur Juventus í röð en með honum komst liðið á topp deildarinnar. Inter getur endurheimt toppsætið fái liðið stig gegn Sampdoria síðar í dag. Etrit Berisha átti góðan leik í marki SPAL en hann kom engum vörnum við þegar Miralem Pjanic kom Juventus yfir með frábæru skoti á lokamínútu fyrri hálfleiks. Á 78. mínútu sendi Paolo Dybala fyrir á kollinn á Cristiano Ronaldo sem skoraði annað mark Juventus. Portúgalinn er kominn með þrjú deildarmörk á tímabilinu. Juventus hefur unnið fimm af fyrstu sex leikjum sínum í ítölsku úrvalsdeildinni og gert eitt jafntefli.