Viðruðu áhyggjur af málefnum Facebook Kristinn Haukur Guðnason skrifar 21. september 2019 11:45 Mark Zuckerberg er enn og aftur undir smásjánni. Nordicphotos/Getty Mark Zuckerberg, forstjóri Facebook, fundaði með Donald Trump Bandaríkjaforseta í Hvíta húsinu á fimmtudag til að ræða persónuverndarmál, hlutdrægni og fyrirhugaða rafmynt tæknirisans. Hefur Trump og ríkisstjórn hans haft áhyggjur af þróun Facebook hvað þessi mál varðar. Talsmaður Facbebook sagði fundinn hafa verið „uppbyggilegan“ en hann var einn af mörgum sem Zuckerberg sótti með þingmönnum þennan dag. Hafa margir þingmenn haft áhyggjur af yfirburðastöðu Facebook á markaðinum, til dæmis öldungadeildarþingmaðurinn Josh Hawley, sem spurði Zuckerberg hvort það kæmi til greina að selja samfélagsmiðlana Instagram og Whatsapp. Trump sjálfur hafði mestar áhyggjur af hlutdrægni samfélagsmiðilsins gegn hægriskoðunum en nýlega ákvað Zuckerberg að taka hart á hatursorðræðu og bannaði nokkra háværa öfgahægrimenn. Í vor tilkynnti Zuckerberg að ný rafmynt væri væntanleg á markað en hún á að heita Libra. Prófanir myndu hefjast í lok árs og myntin yrði sett á markað snemma árið 2020. Ekki eru allir sáttir við þessar áætlanir, til að mynda Ravi Menon, seðlabankastjóri Singapúr, sem segir að myntin myndi raska hinu alþjóðlega fjármálakerfi og að ríkisstjórnir heimsins verði að koma sér saman um viðbrögð. „Áhættan nær til alls heimsins. Enginn einn löggjafi getur tekist á við þetta,“ sagði Menon. Bruno Le Maire, fjármálaráðherra Frakklands, hefur einnig varað við myntinni. Bandaríkin Facebook Mest lesið Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Mark Zuckerberg, forstjóri Facebook, fundaði með Donald Trump Bandaríkjaforseta í Hvíta húsinu á fimmtudag til að ræða persónuverndarmál, hlutdrægni og fyrirhugaða rafmynt tæknirisans. Hefur Trump og ríkisstjórn hans haft áhyggjur af þróun Facebook hvað þessi mál varðar. Talsmaður Facbebook sagði fundinn hafa verið „uppbyggilegan“ en hann var einn af mörgum sem Zuckerberg sótti með þingmönnum þennan dag. Hafa margir þingmenn haft áhyggjur af yfirburðastöðu Facebook á markaðinum, til dæmis öldungadeildarþingmaðurinn Josh Hawley, sem spurði Zuckerberg hvort það kæmi til greina að selja samfélagsmiðlana Instagram og Whatsapp. Trump sjálfur hafði mestar áhyggjur af hlutdrægni samfélagsmiðilsins gegn hægriskoðunum en nýlega ákvað Zuckerberg að taka hart á hatursorðræðu og bannaði nokkra háværa öfgahægrimenn. Í vor tilkynnti Zuckerberg að ný rafmynt væri væntanleg á markað en hún á að heita Libra. Prófanir myndu hefjast í lok árs og myntin yrði sett á markað snemma árið 2020. Ekki eru allir sáttir við þessar áætlanir, til að mynda Ravi Menon, seðlabankastjóri Singapúr, sem segir að myntin myndi raska hinu alþjóðlega fjármálakerfi og að ríkisstjórnir heimsins verði að koma sér saman um viðbrögð. „Áhættan nær til alls heimsins. Enginn einn löggjafi getur tekist á við þetta,“ sagði Menon. Bruno Le Maire, fjármálaráðherra Frakklands, hefur einnig varað við myntinni.
Bandaríkin Facebook Mest lesið Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira