Auðlindagjald hamlar þekkingariðnaði Helgi Vífill Júlíusson skrifar 9. október 2019 07:30 Mikilvægt skref fyrir nýsköpunarstefnu Íslands, sem kynnt var á föstudag, væri að afnema auðlindagjald á sjávarútveg. Tæknifyrirtækjum hér á landi ætti að vera hægara um vik að ná fótfestu á þeim vettvangi vegna aðstæðna í atvinnulífinu. Tæknifyrirtæki í sjávarútvegi geta stigið sín fyrstu skref í að þjónusta öflugan heimamarkað. Því er ekki að heilsa í öðrum atvinnugreinum; í ferðaþjónustu eru of mörg lítil fyrirtæki og álfyrirtækin eru fá. Fyrir örþjóð á eyju sem er fjarri öðrum mörkuðum er dýrmætt að tæknifyrirtæki geti þróað tæki og tól fyrir sjávarútveg. Takist það er auðveldara að selja erlendis. Nú munu margir ærast. Íslenskur sjávarútvegur greiðir meira í opinber gjöld en gerist með öðrum þjóðum. Þeir sem tala fyrir auðlindagjaldi, helst ríkulegu, á sjávarútveg átta sig ekki á að þeir vega að íslenskum þekkingariðnaði og góðum störfum fyrir komandi kynslóðir. Það þarf nefnilega að átta sig á samhengi hlutanna. Kvótakerfið varð undirstaða hagvaxtar á Íslandi. Án þess væru lífsgæði hér mun minni. Það þarf að horfa á málið í stærra samhengi en ekki einblína sífellt á auknar skatttekjur og ríkidæmi einstakra kvótakónga sem hafa keypt nær allan sinn kvóta. Sú þröngsýni er skaðleg. Misráðið var að leggja auðlindagjald á greinina. Aukin skattheimta dregur úr getu fyrirtækjanna til að fjárfesta í tækni, sem er þeim nauðsynleg til að skara fram úr, og það hamlar aftur framgangi þekkingarfyrirtækja, einkum þeirra sem hafa ekki enn burði til að sækja á erlenda markaði. Auk þess getur skattheimtan leitt til þess að sjávarútvegur missi stöðu sína sem hefur keðjuverkandi áhrif. Það var skynsamlegt af Þórdísi Kolbrúnu Gylfadóttur nýsköpunarráðherra að kalla eftir nýsköpunarstefnu fyrir Ísland. Mistakist okkur að byggja upp þekkingariðnað munu lífsgæði hér dragast aftur úr nágrönnum okkar og störfin verða einhæfari. Æskilegt er að reyna að byggja upp klasa tæknifyrirtækja í sjávarútvegi, eins og þekkist með hugbúnaðarfyrirtæki í Kísildalnum. Innan klasa verða fyrirtæki öflugri en ella í ljósi aukinnar samkeppni, ríkara samstarfs og jarðvegurinn fyrir reksturinn er frjórri. Það er meðal annars vegna heppilegra samstarfsfyrirtækja, fjölda starfsfólks með viðeigandi þekkingu og hið opinbera leitast við að styðja við starfsemina til dæmis með réttu námsframboði og skynsamlegri skattheimtu. Ísland þarf að byggja á sínum styrkleikum þegar kemur að uppbyggingu klasa. Rökrétt er að horfa til sjávarútvegs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Helgi Vífill Júlíusson Nýsköpun Sjávarútvegur Mest lesið „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Mikilvægt skref fyrir nýsköpunarstefnu Íslands, sem kynnt var á föstudag, væri að afnema auðlindagjald á sjávarútveg. Tæknifyrirtækjum hér á landi ætti að vera hægara um vik að ná fótfestu á þeim vettvangi vegna aðstæðna í atvinnulífinu. Tæknifyrirtæki í sjávarútvegi geta stigið sín fyrstu skref í að þjónusta öflugan heimamarkað. Því er ekki að heilsa í öðrum atvinnugreinum; í ferðaþjónustu eru of mörg lítil fyrirtæki og álfyrirtækin eru fá. Fyrir örþjóð á eyju sem er fjarri öðrum mörkuðum er dýrmætt að tæknifyrirtæki geti þróað tæki og tól fyrir sjávarútveg. Takist það er auðveldara að selja erlendis. Nú munu margir ærast. Íslenskur sjávarútvegur greiðir meira í opinber gjöld en gerist með öðrum þjóðum. Þeir sem tala fyrir auðlindagjaldi, helst ríkulegu, á sjávarútveg átta sig ekki á að þeir vega að íslenskum þekkingariðnaði og góðum störfum fyrir komandi kynslóðir. Það þarf nefnilega að átta sig á samhengi hlutanna. Kvótakerfið varð undirstaða hagvaxtar á Íslandi. Án þess væru lífsgæði hér mun minni. Það þarf að horfa á málið í stærra samhengi en ekki einblína sífellt á auknar skatttekjur og ríkidæmi einstakra kvótakónga sem hafa keypt nær allan sinn kvóta. Sú þröngsýni er skaðleg. Misráðið var að leggja auðlindagjald á greinina. Aukin skattheimta dregur úr getu fyrirtækjanna til að fjárfesta í tækni, sem er þeim nauðsynleg til að skara fram úr, og það hamlar aftur framgangi þekkingarfyrirtækja, einkum þeirra sem hafa ekki enn burði til að sækja á erlenda markaði. Auk þess getur skattheimtan leitt til þess að sjávarútvegur missi stöðu sína sem hefur keðjuverkandi áhrif. Það var skynsamlegt af Þórdísi Kolbrúnu Gylfadóttur nýsköpunarráðherra að kalla eftir nýsköpunarstefnu fyrir Ísland. Mistakist okkur að byggja upp þekkingariðnað munu lífsgæði hér dragast aftur úr nágrönnum okkar og störfin verða einhæfari. Æskilegt er að reyna að byggja upp klasa tæknifyrirtækja í sjávarútvegi, eins og þekkist með hugbúnaðarfyrirtæki í Kísildalnum. Innan klasa verða fyrirtæki öflugri en ella í ljósi aukinnar samkeppni, ríkara samstarfs og jarðvegurinn fyrir reksturinn er frjórri. Það er meðal annars vegna heppilegra samstarfsfyrirtækja, fjölda starfsfólks með viðeigandi þekkingu og hið opinbera leitast við að styðja við starfsemina til dæmis með réttu námsframboði og skynsamlegri skattheimtu. Ísland þarf að byggja á sínum styrkleikum þegar kemur að uppbyggingu klasa. Rökrétt er að horfa til sjávarútvegs.
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun