Innlent

Husky grunaður um kattardráp át gæs

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Frá Vík í Mýrdal
Frá Vík í Mýrdal Vísir/Vilhelm
Lögreglan á Suðurlandi hefur mál til rannsóknar í Vík í Mýrdal sem snýr að Husky hundi. Hundinum er gefið að sök að hafa tekið sig til og étið gæs. Kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni að hundurinn hafi verið laus.

Sami hundur er grunaður um að hafa drepið kött fyrr á árinu. Í því tilviki sleit hundurinn sig frá eiganda sínum.

Málið er til meðferðar hjá lögreglu og Mýrdalshreppi.

Veistu meira um málið? Sendu okkur línu á ritstjorn(hja)visir.is. Fullum trúnaði heitið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×