Erlent

Írönsk Insta­gram stjarna hand­tekin fyrir guð­last

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Sahar Tabar beitti ýmsum aðferðum til að ná fram útliti sínu.
Sahar Tabar beitti ýmsum aðferðum til að ná fram útliti sínu. instagram
Íranska Instagram stjarnan Sahar Tabar, sem þekkt er fyrir öfgakennt útlit sitt, hefur verið handtekin. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins.

Tabar er ásökuð um ýmsa glæpi, þar á meðal guðlast og að hafa hvatt til ofbeldis, samkvæmt fréttaflutningi Tasnim fréttastofunnar.

Tabar vakti mikla athygli í fyrra þegar myndum af henni var dreift um Internetið og er hún talin hafa farið í allt að 50 lýtaaðgerðir til að líkjast leikkonunni Angelinu Jolie, en myndirnar af henni eru sagðar vera mikið unnar.

Sahar Tabar var handtekin meðal annars fyrir guðlast og að hafa hvatt til ofbeldis.instagram
Sahar Tabar er 22 ára gömul og er hún þekkt fyrir myndir og myndbönd sem hún hefur birt á Instagram síðu sinni. Margir netverjar hafa sagt hana vera uppvakningsútgáfuna (e. Zombie) af Angelinu Jolie.

Tabar ýjaði sjálf að því, eftir að fylgjendum hennar fjölgaði á Instagram, að hún næði öfgakenndu útlitinu fram með förðun og tölvuvinnslu.

Samkvæmt heimildum fréttastofu Tasnim var Tabar handtekin eftir að lögregluyfirvöldum bárust kvartanir frá almenningi. Hún er ásökuð um guðlast, að hafa hvatt til ofbeldis, að hafa stolið, brotið reglur landsins um klæðaburð og að hafa hvatt ungt fólk til uppreisnar.

Instagram síða hennar hefur síðan verið tekin niður.

Hún bætist nú við langan lista íranskra áhrifavalda og tískubloggara sem hafa komist í kast við lögin. Eftir að fregnir af handtöku hennar bárust hafa íranskir netverjar fordæmt yfirvöld harðlega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×