Líklegt að Bandaríkin komi upp flotastöð á Suður-Grænlandi Kristinn Haukur Guðnason skrifar 4. október 2019 07:00 Rasmus segir að samskipti við íslenska viðbragðsaðila og Landhelgisgæsluna séu nauðsynleg. Fréttablaðið/Anton Rasmus Dahlberg, doktor og sérfræðingur við Háskóla danska hersins, telur líklegt að Bandaríkjamenn og Danir muni ná saman um nýja flotastöð fyrir Bandaríkjaher á Grænlandi. Líklegast er að Kangilinnguit, áður Grönnedal, í suðurhluta landsins verði fyrir valinu. Þar var byggð höfn árið 1951 og staðurinn var aðalbækistöð danska hersins á Grænlandi allt til ársins 2012. „Í dag er Kangilinnguit kallaður einmanalegasti staður danska hersins, þar eru aðeins nokkrir menn sem viðhalda innviðunum,“ segir Rasmus. Bandaríkjamenn hafa sýnt Grænlandi og norðurslóðum mikinn áhuga undanfarið, einkum í tengslum við aukinn hita í samskiptum landsins við bæði Kína og Rússland sem einnig hafa sýnt norðurslóðunum áhuga. Heimsathygli vakti þegar Trump forseti bauðst til að kaupa Grænland, en það boð var ekki út í loftið og Bandaríkjamenn vilja auka herafla sinn á eyjunni. Nú þegar hafa þeir herstöð í Thule í norðvesturhlutanum en í fjárlögum fyrir árið 2020 er gert ráð fyrir flotastöð á Grænlandi. „Það eru mjög fáar hafnir á Grænlandi sem geta tekið við stórum herskipum. Í Kangilinnguit er allt til staðar og vel viðhaldið, ekki aðeins höfnin heldur innviðir á landi til að sinna skipunum,“ segir Rasmus. „Staðsetningin er líka mjög góð, bæði upp á vegalengdir til austurs og vesturs, og Kangilinnguit er ekki það norðarlega að hafís valdi miklum vandræðum.“ Rasmus flutti fyrirlestur í gær í Þjóðminjasafninu á vegum Varðbergs, samtaka um vestræna samvinnu og alþjóðamál, og ræddi almennt um stöðuna á norðurheimskautinu, varnarmál og fleira. Hann sagðist hafa áhyggjur af því að erlend ríki, sérstaklega Kínverjar, beittu áhrifum sínum á sjálfstæðishreyfingu Grænlands til að komast yfir auðlindir. Vel þekkt væri að Kínverjar byggðu upp innviði í Afríkuríkjum til þess að gera ríkin þar háð sér. „Grænlendingar hafa engan sérstakan áhuga á Kínverjum, en þeir nota Kínverja til að ögra bæði Dönum og Bandaríkjamönnum,“ segir Rasmus. „Ég get ekki séð að Grænland hafi burði til að geta orðið sjálfstætt á komandi öldum.“ Í því samhengi nefnir hann fámennið í landinu, efnahagsmálin og félagslega stöðu margra íbúa. Aðspurður um ástæðuna fyrir því að Danir haldi fast í Grænland segir Rasmus hana tvíþætta. Annars vegar er það „Grænlandsspilið“, það er að stærð og staðsetning eyjunnar sé mikilvæg í alþjóðamálum og meðal annars hafi Danir getað komist auðveldlega og án mikils kostnaðar inn í Atlantshafsbandalagið. Hins vegar eru þar mannúðarsjónarmið. „Við Danir berum ábyrgð á Grænlendingum, sérstaklega eftir þær hörmungar sem við færðum yfir þjóðina með félagslegum tilraunum á sjötta áratugnum.“ Var það þegar reynt var að gera Grænlendinga að vestrænni þjóð, fólk var flutt í þéttbýli í Nuuk og börn flutt til Danmerkur. Það sem sneri helst að Íslandi voru mál tengd björgun. Stórum skemmtiferðaskipum fjölgar á norðurheimskautssvæðinu og ferðamenn koma við á ýmsum stöðum á Grænlandi. Rasmus tók þátt í LiveX björgunaræfingunni við Nuuk árið 2016 og var mjög hugsi eftir hana. „Við æfðum slys á 200 manna skemmtiferðaskipi, og aðeins 16 „dóu“,“ segir hann. Raunveruleikinn er hins vegar að þúsundir eru um borð í mörgum skipanna. Rasmus segir að góð samskipti við Landhelgisgæslu Íslands og viðbragðsaðila séu nauðsynleg, því að Grænland hafi ekki getu til að taka við fólki í risaslysi. „Við erum engu betur sett ef fólk deyr á ströndinni en í sjónum,“ segir hann. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Danmörk Grænland Utanríkismál Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Sjá meira
Rasmus Dahlberg, doktor og sérfræðingur við Háskóla danska hersins, telur líklegt að Bandaríkjamenn og Danir muni ná saman um nýja flotastöð fyrir Bandaríkjaher á Grænlandi. Líklegast er að Kangilinnguit, áður Grönnedal, í suðurhluta landsins verði fyrir valinu. Þar var byggð höfn árið 1951 og staðurinn var aðalbækistöð danska hersins á Grænlandi allt til ársins 2012. „Í dag er Kangilinnguit kallaður einmanalegasti staður danska hersins, þar eru aðeins nokkrir menn sem viðhalda innviðunum,“ segir Rasmus. Bandaríkjamenn hafa sýnt Grænlandi og norðurslóðum mikinn áhuga undanfarið, einkum í tengslum við aukinn hita í samskiptum landsins við bæði Kína og Rússland sem einnig hafa sýnt norðurslóðunum áhuga. Heimsathygli vakti þegar Trump forseti bauðst til að kaupa Grænland, en það boð var ekki út í loftið og Bandaríkjamenn vilja auka herafla sinn á eyjunni. Nú þegar hafa þeir herstöð í Thule í norðvesturhlutanum en í fjárlögum fyrir árið 2020 er gert ráð fyrir flotastöð á Grænlandi. „Það eru mjög fáar hafnir á Grænlandi sem geta tekið við stórum herskipum. Í Kangilinnguit er allt til staðar og vel viðhaldið, ekki aðeins höfnin heldur innviðir á landi til að sinna skipunum,“ segir Rasmus. „Staðsetningin er líka mjög góð, bæði upp á vegalengdir til austurs og vesturs, og Kangilinnguit er ekki það norðarlega að hafís valdi miklum vandræðum.“ Rasmus flutti fyrirlestur í gær í Þjóðminjasafninu á vegum Varðbergs, samtaka um vestræna samvinnu og alþjóðamál, og ræddi almennt um stöðuna á norðurheimskautinu, varnarmál og fleira. Hann sagðist hafa áhyggjur af því að erlend ríki, sérstaklega Kínverjar, beittu áhrifum sínum á sjálfstæðishreyfingu Grænlands til að komast yfir auðlindir. Vel þekkt væri að Kínverjar byggðu upp innviði í Afríkuríkjum til þess að gera ríkin þar háð sér. „Grænlendingar hafa engan sérstakan áhuga á Kínverjum, en þeir nota Kínverja til að ögra bæði Dönum og Bandaríkjamönnum,“ segir Rasmus. „Ég get ekki séð að Grænland hafi burði til að geta orðið sjálfstætt á komandi öldum.“ Í því samhengi nefnir hann fámennið í landinu, efnahagsmálin og félagslega stöðu margra íbúa. Aðspurður um ástæðuna fyrir því að Danir haldi fast í Grænland segir Rasmus hana tvíþætta. Annars vegar er það „Grænlandsspilið“, það er að stærð og staðsetning eyjunnar sé mikilvæg í alþjóðamálum og meðal annars hafi Danir getað komist auðveldlega og án mikils kostnaðar inn í Atlantshafsbandalagið. Hins vegar eru þar mannúðarsjónarmið. „Við Danir berum ábyrgð á Grænlendingum, sérstaklega eftir þær hörmungar sem við færðum yfir þjóðina með félagslegum tilraunum á sjötta áratugnum.“ Var það þegar reynt var að gera Grænlendinga að vestrænni þjóð, fólk var flutt í þéttbýli í Nuuk og börn flutt til Danmerkur. Það sem sneri helst að Íslandi voru mál tengd björgun. Stórum skemmtiferðaskipum fjölgar á norðurheimskautssvæðinu og ferðamenn koma við á ýmsum stöðum á Grænlandi. Rasmus tók þátt í LiveX björgunaræfingunni við Nuuk árið 2016 og var mjög hugsi eftir hana. „Við æfðum slys á 200 manna skemmtiferðaskipi, og aðeins 16 „dóu“,“ segir hann. Raunveruleikinn er hins vegar að þúsundir eru um borð í mörgum skipanna. Rasmus segir að góð samskipti við Landhelgisgæslu Íslands og viðbragðsaðila séu nauðsynleg, því að Grænland hafi ekki getu til að taka við fólki í risaslysi. „Við erum engu betur sett ef fólk deyr á ströndinni en í sjónum,“ segir hann.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Danmörk Grænland Utanríkismál Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Sjá meira