Ísland henti einna best til að bjarga mannkyninu komi til alvarlegs heimsfaraldurs Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. október 2019 11:15 Ísland er ofarlega á blaði. Getty/Spencer Pratt Ísland er þriðja álitlegasta eyríkið til þess að þjóna sem eins konar björgunarbátur mannkynsins standi það frammi fyrir alvarlegum heimsfaraldri og mögulegri útrýmingu af völdum hans. Þetta kemur fram í nýrri fræðigrein frá nýsjálenskum fræðimönnum sem birt var á dögunum.Greinin ber titilinn The Prioritization of Island Nations as Refuges from Extreme Pandemics sem þýða mætti á íslensku sem Forgangsröðun eyríkja sem athvörf frá alvarlegum heimsfaröldrum. Greinin birtist í fræðitímarítinu Risk Analysis sem fjallar um áhættugreiningu.Höfundar greinarinnar eru dr. Matt Boyd hjá Adapt Research, nýsjálensku rannsóknarfyrirtæki, og Nick Wilson, prófessor í lýðheilsufræði við Otago-háskóla í Nýja-Sjálandi.Er það mat höfunda greinarinnar að jafn vel þótt ólíklegt sé að heimsfaraldur geti ógnað framtíð alls mannkyns fari líkurnar engu að síður vaxandi með aukinni þróun í líftækni og af ýmsum öðrum ástæðum sem tíundaðar eru í greininni. Þannig geti mannkynið á einhverjum tímapunkti í framtíðinni staðið frammi fyrir útrýmingu af völdum heimsfaraldurs af óþekktri stærðargráðu. Og hvað er þá til ráða? Svarið sem fræðimennirnir tveir leggja til er að skoða hvort koma ætti auga á svokölluð athvörf, eyríki sem hægt væri að einangra komi til alvarlegs heimsfaraldurs sem ógnað gæti framtíð mannkyns. Markmið greinarinnar var því að bera kennsl á þau eyríki sem hentað gætu best til þess að þjóna sem slík athvörf. Hugmyndin er sú að að þannig sé hægt að varðveita hugmyndir og þekkingu auk þess sem að í versta falli geti mannkynið fjölgað sér og dreift sér þaðan um heiminn á nýjan leik eftir að faraldurinn gengur niður.Einbeittir vísindamenn að störfum.Getty/gevendeEyríkin sem skoðuð voru í rannsókn Boyd og Wilson þurftu að uppfylla fjögur skilyrði. Eyríkið þarf að vera fullvalda ríki og viðurkennt af Sameinuðu þjóðunum, landamæri þess mega ekki snerta landamæri annarra ríkja, ríkið má ekki vera tengt við annað land með brú og íbúafjöldi þess þarf að vera yfir 250 þúsund. Lykilatriðið sé að varðveita þekkingu, hugmyndir og mikilvæga hæfni og því sé þörf á umtalsverðum fjölda íbúa í athvarfinu.Réðust höfundar í greiningu á fyrri rannsóknum sem fjalla um hvaða eiginleika hin svokölluðu athvörf þurfa að búa yfir komi til alvarlegs heimsfaraldurs. Kemur fram í greininni að úr þeim megi greina fjögur lykilatriði sem líta þurfi til þegar metið er hvort að tiltekið eyríki geti talist hentugt eða ekki. Fólksfjöldi, staðsetning, náttúruauðlindir og samsetning samfélagsins.Úr þessum fjórum flokkum sköpuðu höfundarnir níu lykilbreytur sem notaðar voru til þess að meta hvaða eyríki hentaði best, svo sem matvælaframleiðsla á ári hverju, fjarlægð frá öðru ríki, íbúafjöldi, og landsframleiðsla svo dæmi séu tekin.Frá miðbæ Sydney í Ástralíu. Ástralía er efst á blaði.Getty/BloombergÞannig var búin til vísitala um hvaða eyríki hentaði best og þegar búið var að reikna saman niðurstöðurnar var Ísland í þriðja sæti með skor upp á 0,64. Nýja-Sjáland skoraði 0,68 í öðru sæti en Ástralía þykir henta best, með skor upp á 0,71. Önnur eyríki sem skoðuð voru komust ekki yfir 0,5 í könnun vísindamannanna.Nefna höfundar sérstaklega ef hægt væri að finna leiðir til að auka matvælaframleiðslu á Íslandi væri vel líklegt að Ísland væri efst á blaði.Og hvað þýðir þetta? Ekkert sérstaklega mikið þar sem aðeins er um að ræða hugarleikfimi höfundanna tveggja. Í niðurlagi greinarinnar nefna þeir þó að rannsóknin gæti verið fyrsta skrefið í átt að því að koma auga á hvað þurfi að gera, verði ákveðið að útnefna ákveðið eyríki sem athvarf vegna mögulegs alvarlegs heimsfaraldurs.Þannig sé undirbúningur lykilatriði og verði ákveðið að útnefna sérstök athvörf geti rannsóknin verið fyrsta skrefið í því að útiloka eyríki sem ekki þyki hentug, og þau eyríki sem teljist hentug geti hafið undirbúning.Í viðtali viðNew Zealand Heraldsegir Nick Wilson, annar höfunda greinarinnar að líkja megi því að velja ákveðið eyríki sem athvarf við það að kaupa sér tryggingar.„Maður vonar að maður þurfi ekki að nota þær en ef hið hræðilega gerist þá er mikilvægt að hafa einhverja áætlun til staðar um hvað skuli gera,“ sagði Wilson.Lesa má umrædda grein hér. Heilbrigðismál Utanríkismál Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Sjá meira
Ísland er þriðja álitlegasta eyríkið til þess að þjóna sem eins konar björgunarbátur mannkynsins standi það frammi fyrir alvarlegum heimsfaraldri og mögulegri útrýmingu af völdum hans. Þetta kemur fram í nýrri fræðigrein frá nýsjálenskum fræðimönnum sem birt var á dögunum.Greinin ber titilinn The Prioritization of Island Nations as Refuges from Extreme Pandemics sem þýða mætti á íslensku sem Forgangsröðun eyríkja sem athvörf frá alvarlegum heimsfaröldrum. Greinin birtist í fræðitímarítinu Risk Analysis sem fjallar um áhættugreiningu.Höfundar greinarinnar eru dr. Matt Boyd hjá Adapt Research, nýsjálensku rannsóknarfyrirtæki, og Nick Wilson, prófessor í lýðheilsufræði við Otago-háskóla í Nýja-Sjálandi.Er það mat höfunda greinarinnar að jafn vel þótt ólíklegt sé að heimsfaraldur geti ógnað framtíð alls mannkyns fari líkurnar engu að síður vaxandi með aukinni þróun í líftækni og af ýmsum öðrum ástæðum sem tíundaðar eru í greininni. Þannig geti mannkynið á einhverjum tímapunkti í framtíðinni staðið frammi fyrir útrýmingu af völdum heimsfaraldurs af óþekktri stærðargráðu. Og hvað er þá til ráða? Svarið sem fræðimennirnir tveir leggja til er að skoða hvort koma ætti auga á svokölluð athvörf, eyríki sem hægt væri að einangra komi til alvarlegs heimsfaraldurs sem ógnað gæti framtíð mannkyns. Markmið greinarinnar var því að bera kennsl á þau eyríki sem hentað gætu best til þess að þjóna sem slík athvörf. Hugmyndin er sú að að þannig sé hægt að varðveita hugmyndir og þekkingu auk þess sem að í versta falli geti mannkynið fjölgað sér og dreift sér þaðan um heiminn á nýjan leik eftir að faraldurinn gengur niður.Einbeittir vísindamenn að störfum.Getty/gevendeEyríkin sem skoðuð voru í rannsókn Boyd og Wilson þurftu að uppfylla fjögur skilyrði. Eyríkið þarf að vera fullvalda ríki og viðurkennt af Sameinuðu þjóðunum, landamæri þess mega ekki snerta landamæri annarra ríkja, ríkið má ekki vera tengt við annað land með brú og íbúafjöldi þess þarf að vera yfir 250 þúsund. Lykilatriðið sé að varðveita þekkingu, hugmyndir og mikilvæga hæfni og því sé þörf á umtalsverðum fjölda íbúa í athvarfinu.Réðust höfundar í greiningu á fyrri rannsóknum sem fjalla um hvaða eiginleika hin svokölluðu athvörf þurfa að búa yfir komi til alvarlegs heimsfaraldurs. Kemur fram í greininni að úr þeim megi greina fjögur lykilatriði sem líta þurfi til þegar metið er hvort að tiltekið eyríki geti talist hentugt eða ekki. Fólksfjöldi, staðsetning, náttúruauðlindir og samsetning samfélagsins.Úr þessum fjórum flokkum sköpuðu höfundarnir níu lykilbreytur sem notaðar voru til þess að meta hvaða eyríki hentaði best, svo sem matvælaframleiðsla á ári hverju, fjarlægð frá öðru ríki, íbúafjöldi, og landsframleiðsla svo dæmi séu tekin.Frá miðbæ Sydney í Ástralíu. Ástralía er efst á blaði.Getty/BloombergÞannig var búin til vísitala um hvaða eyríki hentaði best og þegar búið var að reikna saman niðurstöðurnar var Ísland í þriðja sæti með skor upp á 0,64. Nýja-Sjáland skoraði 0,68 í öðru sæti en Ástralía þykir henta best, með skor upp á 0,71. Önnur eyríki sem skoðuð voru komust ekki yfir 0,5 í könnun vísindamannanna.Nefna höfundar sérstaklega ef hægt væri að finna leiðir til að auka matvælaframleiðslu á Íslandi væri vel líklegt að Ísland væri efst á blaði.Og hvað þýðir þetta? Ekkert sérstaklega mikið þar sem aðeins er um að ræða hugarleikfimi höfundanna tveggja. Í niðurlagi greinarinnar nefna þeir þó að rannsóknin gæti verið fyrsta skrefið í átt að því að koma auga á hvað þurfi að gera, verði ákveðið að útnefna ákveðið eyríki sem athvarf vegna mögulegs alvarlegs heimsfaraldurs.Þannig sé undirbúningur lykilatriði og verði ákveðið að útnefna sérstök athvörf geti rannsóknin verið fyrsta skrefið í því að útiloka eyríki sem ekki þyki hentug, og þau eyríki sem teljist hentug geti hafið undirbúning.Í viðtali viðNew Zealand Heraldsegir Nick Wilson, annar höfunda greinarinnar að líkja megi því að velja ákveðið eyríki sem athvarf við það að kaupa sér tryggingar.„Maður vonar að maður þurfi ekki að nota þær en ef hið hræðilega gerist þá er mikilvægt að hafa einhverja áætlun til staðar um hvað skuli gera,“ sagði Wilson.Lesa má umrædda grein hér.
Heilbrigðismál Utanríkismál Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Sjá meira