Frístund fyrir fötluð ungmenni í Garðabæ Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 17. október 2019 09:45 Það er afar ánægjulegt fyrir bæjarfulltrúa og hvað þá þann sem er í minnihluta að sjá að brasið í pólitíkinni geti borið árangur. Tillaga okkar í Garðabæjarlistanum um frístund fyrir fötluð grunnskólaungmenni frá 10 ár aldri er orðin að veruleika í Garðabæ. Úrræðið er gríðarlega mikilvægt bæði fyrir ungmennin en ekki síður aðstandendur þeirra. Að geta tryggt barninu sínu frístundastarf í nærsamfélaginu í sinni heimabyggð skiptir máli. Líka fyrir fötluð ungmenni. Það var því einstaklega gleðilegt að fá tækifæri til þess að reka inn nefið og sjá hversu bjart og hlýlegt er um að litast og finna hversu vel er unnið að því að búa svo um þessa mikilvægu þjónustu að ungmennunum sé mætt af alúð og af fagmennsku. Að heyra af samstarfi við Garðaskóla er einstaklega ánægjulegt og finna kraftinn sem gustar af þeim sem þarna starfa. Að nýta tækifærið til þess einmitt að gera betur og setja metnað í faglegt og uppbyggilegt starf fyrir fötluð ungmenni er til mikillar eftirbreytni. Gríðarlega mikilvægt og mikið framfaraskref fyrir Garðabæ. Það er síðan án ef allra dýrmætast fyrir einmitt þá sem það reyna að finna í verki að sveitarfélagið sýni dug og bjóði upp á þá þjónustu sem íbúar þess þurfa á að halda. í heimabyggð. Fyrir fötluð ungmenni og aðstandendur þeirra skiptir slík þjónusta miklu máli. Við eigum að vinna að því öll sem eitt þvert á pólitískar línur að búa svo um að sveitarfélagið þjónusti alla íbúa. Og bjóði með þeim hætti alla velkomna í samfélagið og geri þeim kleift að vaxa og dafna á sínum forsendum. Frístund fyrir fötluð ungmenni er svo sannarlega einn liður í þess háttar þjónustu. Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans í bæjarstjórn Garðabæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Garðabær Sara Dögg Svanhildardóttir Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Sjá meira
Það er afar ánægjulegt fyrir bæjarfulltrúa og hvað þá þann sem er í minnihluta að sjá að brasið í pólitíkinni geti borið árangur. Tillaga okkar í Garðabæjarlistanum um frístund fyrir fötluð grunnskólaungmenni frá 10 ár aldri er orðin að veruleika í Garðabæ. Úrræðið er gríðarlega mikilvægt bæði fyrir ungmennin en ekki síður aðstandendur þeirra. Að geta tryggt barninu sínu frístundastarf í nærsamfélaginu í sinni heimabyggð skiptir máli. Líka fyrir fötluð ungmenni. Það var því einstaklega gleðilegt að fá tækifæri til þess að reka inn nefið og sjá hversu bjart og hlýlegt er um að litast og finna hversu vel er unnið að því að búa svo um þessa mikilvægu þjónustu að ungmennunum sé mætt af alúð og af fagmennsku. Að heyra af samstarfi við Garðaskóla er einstaklega ánægjulegt og finna kraftinn sem gustar af þeim sem þarna starfa. Að nýta tækifærið til þess einmitt að gera betur og setja metnað í faglegt og uppbyggilegt starf fyrir fötluð ungmenni er til mikillar eftirbreytni. Gríðarlega mikilvægt og mikið framfaraskref fyrir Garðabæ. Það er síðan án ef allra dýrmætast fyrir einmitt þá sem það reyna að finna í verki að sveitarfélagið sýni dug og bjóði upp á þá þjónustu sem íbúar þess þurfa á að halda. í heimabyggð. Fyrir fötluð ungmenni og aðstandendur þeirra skiptir slík þjónusta miklu máli. Við eigum að vinna að því öll sem eitt þvert á pólitískar línur að búa svo um að sveitarfélagið þjónusti alla íbúa. Og bjóði með þeim hætti alla velkomna í samfélagið og geri þeim kleift að vaxa og dafna á sínum forsendum. Frístund fyrir fötluð ungmenni er svo sannarlega einn liður í þess háttar þjónustu. Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans í bæjarstjórn Garðabæjar.
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar