Þungi hagstjórnar færist frá peningamálum til ríkisfjármála Lilja D. Alfreðsdóttir skrifar 16. október 2019 08:00 Lágvaxtaumhverfi hagkerfa er staðreynd á alþjóðavísu. Staðan sem uppi er í alþjóðakerfinu er án fordæma í nútímahagsögunni, þar sem hátt atvinnustig hefur jafnan verið ávísun á aukna verðbólgu. Sú hefur þó ekki verið raunin síðustu árin. Til dæmis er atvinnuleysi í Bandaríkjunum nú um 3,5% en verðbólga aðeins 1,4%. Þar, líkt og víða annars staðar, bendir ýmislegt til að á næstunni verði hagstjórnin í auknum mæli í höndum hins opinbera, sem taki að sér að örva hagkerfið í niðursveiflu. Minni verðbólga í hagkerfum heimsins á sér einkum þrjár skýringar. Í fyrsta lagi hefur þeim hagkerfum sem settu sér verðbólgumarkmið í kringum árið 2000 tekist að stýra verðbólguvæntingum. Í öðru lagi hefur hið opna hagkerfi, þar sem vörur, þjónusta og fjármagn flyst á milli hagkerfa, aukið hagkvæmni í viðskiptum. Í þriðja lagi hafa tækniframfarir og sjálfvirknivæðing lækkað framleiðslukostnað.Hagvöxtur og atvinnulífið Mikill hagvöxtur hefur einkennt íslenskt efnahagslíf síðustu misseri. Horfur hafa þó versnað tímabundið, meðal annars vegna minnkandi umsvifa í ferðaþjónustu og loðnubrests. Hægst hefur á hagvexti og spár gera ráð fyrir 0,2% samdrætti í ár. Framlag utanri´kisviðskipta til hagvaxtar á fyrsta fjórðungi var hins vegar ja´kvætt um sem nemur 4,4%. Áfram er vöxtur í einkaneyslu og samneyslu, þrátt fyrir að hann sé hægari en áður. Spár gera ráð fyrir að fjárfesting minnki um 5%. Atvinnuleysi er enn lágt í alþjóðlegu samhengi eða um 3,5%. Brýnt er að efnahagsaðgerðir nú aðstoði þjóðarbúið við að ná viðspyrnu.Sjálfstæð peningastefna stendur vaktina og veitir svigrúm Á þessu ári hefur verðbólga hjaðnað milli ársfjórðunga og nýjustu mælingar sýna 3,1% verðbólgu á þriðja fjórðungi. Verðstöðugleiki hefur aukist og verðbólga verið um 3% síðustu þrjú ár, en var að meðaltali um 8% á árunum 2006-2008. Langti´maverðbo´lguvæntingar hafa verið lægri undanfarin a´r og nær verðbo´lgumarkmiði Seðlabankans. Undanfarið hafa vextir verið lægri en þeir voru fyrir fja´rma´lakreppuna, hvort sem litið er til meginvaxta Seðlabankans eða langti´mavaxta á skuldabre´famarkaði. Þra´tt fyrir spennu i´ þjo´ðarbu´inu hefur verðbo´lga verið to¨luvert minni síðustu a´r en við lok si´ðasta þensluskeiðs. Þessi staða hefur gefið Seðlabankanum svigrúm til að lækka vexti. Gengisþróun er í ríkari mæli grundvölluð á undirliggjandi efnahagsþáttum og því hefur verðbólguþróun verið stöðug.Bolmagn heimila og fyrirtækja Skuldir heimila og fyrirtækja hafa minnkað mikið síðastliðinn áratug. Skuldir heimilanna na´mu í a´rslok 2018 um 75% af landsframleiðslu og höfðu lækkað um 45% frá a´rslokum 2008. Ástæður þessarar lækkunar eru meðal annars aðgerðir stjórnvalda í skuldamálum heimilanna, eins og Leiðréttingin og fleiri aðgerðir, auk þess sem ráðstöfunartekjur hafa aukist verulega. Kaupmáttur launa hefur aukist um 24% frá árinu 2007, þannig að hagur heimilanna hefur styrkst mikið. Skuldalækkun fyrirtækja er enn meiri, en i´ fyrra námu skuldir þeirra um 88% af landsframleiðslu en voru mestar 228% af landsframleiðslu a´rið 2008. Ánægjulegt er líka að sjá skuldir heimila, fyrirtækja og hins opinbera í erlendri mynt hafa lækkað verulega og því eru áhrif gengislækkunar mun minni nú en fyrir a´ratug. Þessi hagfellda staða heimilanna og fyrirtækjanna gerir þeim betur kleift að mæta niðursveiflu hagkerfisins en ella.Fjárfestingar hins opinbera sveiflist á móti hagsveiflunni Staða ríkissjóðs Íslands er sterk. Heildarskuldir hafa lækkað mjög hratt frá fjármálahruni, farið úr 90% af landsframleiðslu í 23%. Stöðugleikaframlög og aðferðafræðin við uppgjör föllnu bankanna hafa átt ríkan þátt í því að þessi hagfellda staða er uppi í ríkisfjármálum. Staðan gerir stjórnvöldum kleift að koma til móts við hagsveifluna og búa til svigrúm. Vegna þessa er stefnt að því að afgangur af heildarafkomu ri´kissjo´ðs sem hlutfall af vergri landsframleiðslu verði að la´gmarki i´ jafnvægi a´rin 2020 og 2021, en afgangur verði um 0,3% a´rið 2022. Afkoman mætir því þörfum efnahagslífsins til samræmis við breyttar horfur a´n þess þo´ að vikið verði ti´mabundið fra´ fja´rma´lareglum um afkomu og skuldir eins og lo¨g um opinber fja´rma´l heimila. Rétt er að nefna, að ri´kissjo´ði hafa aldrei a´ður boðist jafngo´ð kjo¨r a´ skuldabre´famo¨rkuðum og nú. Ljóst er að þróttur íslenska hagkerfisins er umtalsverður og hið opinbera mótar stefnu sína út frá breyttum forsendum til að koma til móts við hagsveifluna. Íslenska hagkerfið er undirbúið fyrir niðursveiflu og hið opinbera kemur til móts við hana með skattalækkunum og auknum opinberum framkvæmdum.Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra og situr í ráðherranefnd um efnahagsmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Lilja Alfreðsdóttir Mest lesið „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Sjá meira
Lágvaxtaumhverfi hagkerfa er staðreynd á alþjóðavísu. Staðan sem uppi er í alþjóðakerfinu er án fordæma í nútímahagsögunni, þar sem hátt atvinnustig hefur jafnan verið ávísun á aukna verðbólgu. Sú hefur þó ekki verið raunin síðustu árin. Til dæmis er atvinnuleysi í Bandaríkjunum nú um 3,5% en verðbólga aðeins 1,4%. Þar, líkt og víða annars staðar, bendir ýmislegt til að á næstunni verði hagstjórnin í auknum mæli í höndum hins opinbera, sem taki að sér að örva hagkerfið í niðursveiflu. Minni verðbólga í hagkerfum heimsins á sér einkum þrjár skýringar. Í fyrsta lagi hefur þeim hagkerfum sem settu sér verðbólgumarkmið í kringum árið 2000 tekist að stýra verðbólguvæntingum. Í öðru lagi hefur hið opna hagkerfi, þar sem vörur, þjónusta og fjármagn flyst á milli hagkerfa, aukið hagkvæmni í viðskiptum. Í þriðja lagi hafa tækniframfarir og sjálfvirknivæðing lækkað framleiðslukostnað.Hagvöxtur og atvinnulífið Mikill hagvöxtur hefur einkennt íslenskt efnahagslíf síðustu misseri. Horfur hafa þó versnað tímabundið, meðal annars vegna minnkandi umsvifa í ferðaþjónustu og loðnubrests. Hægst hefur á hagvexti og spár gera ráð fyrir 0,2% samdrætti í ár. Framlag utanri´kisviðskipta til hagvaxtar á fyrsta fjórðungi var hins vegar ja´kvætt um sem nemur 4,4%. Áfram er vöxtur í einkaneyslu og samneyslu, þrátt fyrir að hann sé hægari en áður. Spár gera ráð fyrir að fjárfesting minnki um 5%. Atvinnuleysi er enn lágt í alþjóðlegu samhengi eða um 3,5%. Brýnt er að efnahagsaðgerðir nú aðstoði þjóðarbúið við að ná viðspyrnu.Sjálfstæð peningastefna stendur vaktina og veitir svigrúm Á þessu ári hefur verðbólga hjaðnað milli ársfjórðunga og nýjustu mælingar sýna 3,1% verðbólgu á þriðja fjórðungi. Verðstöðugleiki hefur aukist og verðbólga verið um 3% síðustu þrjú ár, en var að meðaltali um 8% á árunum 2006-2008. Langti´maverðbo´lguvæntingar hafa verið lægri undanfarin a´r og nær verðbo´lgumarkmiði Seðlabankans. Undanfarið hafa vextir verið lægri en þeir voru fyrir fja´rma´lakreppuna, hvort sem litið er til meginvaxta Seðlabankans eða langti´mavaxta á skuldabre´famarkaði. Þra´tt fyrir spennu i´ þjo´ðarbu´inu hefur verðbo´lga verið to¨luvert minni síðustu a´r en við lok si´ðasta þensluskeiðs. Þessi staða hefur gefið Seðlabankanum svigrúm til að lækka vexti. Gengisþróun er í ríkari mæli grundvölluð á undirliggjandi efnahagsþáttum og því hefur verðbólguþróun verið stöðug.Bolmagn heimila og fyrirtækja Skuldir heimila og fyrirtækja hafa minnkað mikið síðastliðinn áratug. Skuldir heimilanna na´mu í a´rslok 2018 um 75% af landsframleiðslu og höfðu lækkað um 45% frá a´rslokum 2008. Ástæður þessarar lækkunar eru meðal annars aðgerðir stjórnvalda í skuldamálum heimilanna, eins og Leiðréttingin og fleiri aðgerðir, auk þess sem ráðstöfunartekjur hafa aukist verulega. Kaupmáttur launa hefur aukist um 24% frá árinu 2007, þannig að hagur heimilanna hefur styrkst mikið. Skuldalækkun fyrirtækja er enn meiri, en i´ fyrra námu skuldir þeirra um 88% af landsframleiðslu en voru mestar 228% af landsframleiðslu a´rið 2008. Ánægjulegt er líka að sjá skuldir heimila, fyrirtækja og hins opinbera í erlendri mynt hafa lækkað verulega og því eru áhrif gengislækkunar mun minni nú en fyrir a´ratug. Þessi hagfellda staða heimilanna og fyrirtækjanna gerir þeim betur kleift að mæta niðursveiflu hagkerfisins en ella.Fjárfestingar hins opinbera sveiflist á móti hagsveiflunni Staða ríkissjóðs Íslands er sterk. Heildarskuldir hafa lækkað mjög hratt frá fjármálahruni, farið úr 90% af landsframleiðslu í 23%. Stöðugleikaframlög og aðferðafræðin við uppgjör föllnu bankanna hafa átt ríkan þátt í því að þessi hagfellda staða er uppi í ríkisfjármálum. Staðan gerir stjórnvöldum kleift að koma til móts við hagsveifluna og búa til svigrúm. Vegna þessa er stefnt að því að afgangur af heildarafkomu ri´kissjo´ðs sem hlutfall af vergri landsframleiðslu verði að la´gmarki i´ jafnvægi a´rin 2020 og 2021, en afgangur verði um 0,3% a´rið 2022. Afkoman mætir því þörfum efnahagslífsins til samræmis við breyttar horfur a´n þess þo´ að vikið verði ti´mabundið fra´ fja´rma´lareglum um afkomu og skuldir eins og lo¨g um opinber fja´rma´l heimila. Rétt er að nefna, að ri´kissjo´ði hafa aldrei a´ður boðist jafngo´ð kjo¨r a´ skuldabre´famo¨rkuðum og nú. Ljóst er að þróttur íslenska hagkerfisins er umtalsverður og hið opinbera mótar stefnu sína út frá breyttum forsendum til að koma til móts við hagsveifluna. Íslenska hagkerfið er undirbúið fyrir niðursveiflu og hið opinbera kemur til móts við hana með skattalækkunum og auknum opinberum framkvæmdum.Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra og situr í ráðherranefnd um efnahagsmál.
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun