Körfubolti

Martin skoraði sjö stig er Alba Berlin vann stórsigur

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Martin í leik með Alba Berlin
Martin í leik með Alba Berlin Vísir/Getty
Íslenski leikstjórnandinn Martin Hermannsson spilaði aðeins tæplega hálfan leikinn er lið hans Alba Berlin valtaði yfir Skyliners Frankfurt í þýsku úrvalsdeildinni í körfubolta. Lokatölur leiksins 87-53.

Sigurinn var aldrei í hættu og er það í raun ljóst miðað við hversu fáar mínútur Martin spilaði. Ásamt því að skora sjö stig þá átti þessi fyrrum leikmaður KR sex stoðsendingar í leiknum. 

Eftir nokkuð jafnan 1. leikhluta þar sem Alba Berlin var tveimur stigum yfir, 17-15 þá var ekki aftur snúið eftir 2. leikhluta. Staðan að honum loknum orðin 40-28 og lauk leiknum svo eins og áður sagði 87-53.

Alba Berlin er því enn með fullt hús stiga þegar þremur umferðum er lokið í þýsku úrvalsdeildinni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×