Færeyingar eignast stóran hluta af laxeldi Skotlands Kristján Már Unnarsson skrifar 13. október 2019 14:45 Bakkafrost hefur stundað sjókvíaeldi í Færeyjum í 40 ár. Myndin er frá Hvannasundi. Mynd/Bakkafrost. Færeyska fyrirtækið Bakkafrost hefur eignast 78 prósenta hlut í næst stærsta fiskeldisfyrirtæki Skotlands, The Scottish Salmon Company. Skoska fyrirtækið er með eldiskvíar á um 60 stöðum í Skotlandi og með yfir 600 starfsmenn. Það framleiddi um 30 þúsund tonn af laxi í fyrra, eða um 22 prósent af heildarframleiðslu Skota á eldislaxi. Aðeins Mowi, áður Marine Harvest, er stærra. Bakkafrost keypti í nýliðinni viku 9 prósenta hlut í skoska fyrirtækinu til viðbótar við 69 prósenta hlut, sem það keypti hálfum mánuði fyrr, en við það myndaðist yfirtökuskylda á öllum hlutabréfum. Heildarkaupverð alls fyrirtækisins er 517 milljónir punda, eða sem svarar 82 milljörðum íslenskra króna. Skoska eldisfyrirtækið, sem er með höfuðstöðvar í Edinborg, státar sig af því að hafa forskot á keppinauta sína með aðgengi sínu að erfðaefni hins staðbundna Suðureyjalax, eða Hebridean-laxinum. Sá stofn er sagður sterkari, grennri og stinnari en Atlantshafslaxinn, sem er algengari í laxeldinu, að því er fram kemur í frétt BBC um kaupin.Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, heimsótti höfuðstöðvar Bakkafrosts vorið 2017. Bæjarstjóri Rúnavíkur, Torbjörn Jacobsen, bauð forsetahjónin velkomin til bæjarins Glyvrar. Forstjóri Bakkafrosts, Regin Jacobsen, stendur vinstramegin við bæjarstjórann.Mynd/Kringvarp Færeyja.Bakkafrost er stærsta fyrirtæki Færeyja, með um eittþúsund starfsmenn. Það byrjaði sem lítið fjölskyldufyrirtæki þriggja bræðra árið 1968 í kringum síldveiðar og síldarvinnslu en sneri sér að sjókvíaeldi árið 1979. Bakkafrost hefur síðan verið leiðandi í því að gera laxeldi að stærsta útflutningsatvinnuvegi Færeyinga og taldist fyrir kaupin á skoska fyrirtækinu vera áttunda stærsta eldisfyrirtæki heims. Fyrirtækið er skráð í kauphöllinni í Osló og eru hluthafar yfir þrjúþúsund talsins í 22 löndum. Stærstu eigendur eru forstjórinn Regin Jacobsen, með 9,2 prósenta hlut, og móðir hans, Oddvør Jacobsen, með 9,4 prósenta hlut, en með eignarhlutum sínum teljast þau vera ríkustu Færeyingar sögunnar. Þess má geta að forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, kynnti sér starfsemi Bakkafrosts í heimsókn sinni til Færeyja vorið 2017, og þá töluðu menn saman á íslensku og færeysku, eins og heyra má í þessari frétt Stöðvar 2: Fiskeldi Færeyjar Skotland Tengdar fréttir Núna kann ég næstum því að tala færeysku Forseti Íslands heimsótti í dag stærsta fyrirtæki Færeyja og kynntist mikilvægustu útflutningsafurð Færeyinga. 18. maí 2017 21:00 Færeyingar skráðir í Noregi Gengi hlutabréfa færeyska fiskeldisfélagsins Bakkafrosts endaði í 33,8 norskum krónum á hlut í norsku kauphöllinni á föstudag. Þetta var fyrsti viðskiptadagur með bréfin og hækkaði gengi þeirra um níu prósent frá útboði. 29. mars 2010 04:00 Flokkunartæki selt til Færeyja Marel hefur samið við færeyska laxaframleiðandann Bakkafrost um afhendingu á búnaði í nýja laxavinnslu fyrirtækisins. 17. desember 2014 08:00 Færeyjabanki hagnast um tæpa 9 milljarða Færeyjabanki hefur hagnast um 380 milljónir danskra kr. eða tæpa 9 milljarða kr. á skráningu fiskeldisfélagsins Bakkafrost í kauphöllinni í Osló. 24. mars 2010 15:08 Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Færeyska fyrirtækið Bakkafrost hefur eignast 78 prósenta hlut í næst stærsta fiskeldisfyrirtæki Skotlands, The Scottish Salmon Company. Skoska fyrirtækið er með eldiskvíar á um 60 stöðum í Skotlandi og með yfir 600 starfsmenn. Það framleiddi um 30 þúsund tonn af laxi í fyrra, eða um 22 prósent af heildarframleiðslu Skota á eldislaxi. Aðeins Mowi, áður Marine Harvest, er stærra. Bakkafrost keypti í nýliðinni viku 9 prósenta hlut í skoska fyrirtækinu til viðbótar við 69 prósenta hlut, sem það keypti hálfum mánuði fyrr, en við það myndaðist yfirtökuskylda á öllum hlutabréfum. Heildarkaupverð alls fyrirtækisins er 517 milljónir punda, eða sem svarar 82 milljörðum íslenskra króna. Skoska eldisfyrirtækið, sem er með höfuðstöðvar í Edinborg, státar sig af því að hafa forskot á keppinauta sína með aðgengi sínu að erfðaefni hins staðbundna Suðureyjalax, eða Hebridean-laxinum. Sá stofn er sagður sterkari, grennri og stinnari en Atlantshafslaxinn, sem er algengari í laxeldinu, að því er fram kemur í frétt BBC um kaupin.Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, heimsótti höfuðstöðvar Bakkafrosts vorið 2017. Bæjarstjóri Rúnavíkur, Torbjörn Jacobsen, bauð forsetahjónin velkomin til bæjarins Glyvrar. Forstjóri Bakkafrosts, Regin Jacobsen, stendur vinstramegin við bæjarstjórann.Mynd/Kringvarp Færeyja.Bakkafrost er stærsta fyrirtæki Færeyja, með um eittþúsund starfsmenn. Það byrjaði sem lítið fjölskyldufyrirtæki þriggja bræðra árið 1968 í kringum síldveiðar og síldarvinnslu en sneri sér að sjókvíaeldi árið 1979. Bakkafrost hefur síðan verið leiðandi í því að gera laxeldi að stærsta útflutningsatvinnuvegi Færeyinga og taldist fyrir kaupin á skoska fyrirtækinu vera áttunda stærsta eldisfyrirtæki heims. Fyrirtækið er skráð í kauphöllinni í Osló og eru hluthafar yfir þrjúþúsund talsins í 22 löndum. Stærstu eigendur eru forstjórinn Regin Jacobsen, með 9,2 prósenta hlut, og móðir hans, Oddvør Jacobsen, með 9,4 prósenta hlut, en með eignarhlutum sínum teljast þau vera ríkustu Færeyingar sögunnar. Þess má geta að forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, kynnti sér starfsemi Bakkafrosts í heimsókn sinni til Færeyja vorið 2017, og þá töluðu menn saman á íslensku og færeysku, eins og heyra má í þessari frétt Stöðvar 2:
Fiskeldi Færeyjar Skotland Tengdar fréttir Núna kann ég næstum því að tala færeysku Forseti Íslands heimsótti í dag stærsta fyrirtæki Færeyja og kynntist mikilvægustu útflutningsafurð Færeyinga. 18. maí 2017 21:00 Færeyingar skráðir í Noregi Gengi hlutabréfa færeyska fiskeldisfélagsins Bakkafrosts endaði í 33,8 norskum krónum á hlut í norsku kauphöllinni á föstudag. Þetta var fyrsti viðskiptadagur með bréfin og hækkaði gengi þeirra um níu prósent frá útboði. 29. mars 2010 04:00 Flokkunartæki selt til Færeyja Marel hefur samið við færeyska laxaframleiðandann Bakkafrost um afhendingu á búnaði í nýja laxavinnslu fyrirtækisins. 17. desember 2014 08:00 Færeyjabanki hagnast um tæpa 9 milljarða Færeyjabanki hefur hagnast um 380 milljónir danskra kr. eða tæpa 9 milljarða kr. á skráningu fiskeldisfélagsins Bakkafrost í kauphöllinni í Osló. 24. mars 2010 15:08 Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Núna kann ég næstum því að tala færeysku Forseti Íslands heimsótti í dag stærsta fyrirtæki Færeyja og kynntist mikilvægustu útflutningsafurð Færeyinga. 18. maí 2017 21:00
Færeyingar skráðir í Noregi Gengi hlutabréfa færeyska fiskeldisfélagsins Bakkafrosts endaði í 33,8 norskum krónum á hlut í norsku kauphöllinni á föstudag. Þetta var fyrsti viðskiptadagur með bréfin og hækkaði gengi þeirra um níu prósent frá útboði. 29. mars 2010 04:00
Flokkunartæki selt til Færeyja Marel hefur samið við færeyska laxaframleiðandann Bakkafrost um afhendingu á búnaði í nýja laxavinnslu fyrirtækisins. 17. desember 2014 08:00
Færeyjabanki hagnast um tæpa 9 milljarða Færeyjabanki hefur hagnast um 380 milljónir danskra kr. eða tæpa 9 milljarða kr. á skráningu fiskeldisfélagsins Bakkafrost í kauphöllinni í Osló. 24. mars 2010 15:08