Lausnir fyrir gerendur Ólöf Skaftadóttir skrifar 10. október 2019 07:00 Karlmaður var í vikunni dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir að níðast kynferðislega á syni sínum frá fjögurra til ellefu ára aldurs. Ofbeldið hefur haft víðtæk áhrif á drenginn, segir í dómi, og engan skal undra. Óhjákvæmilega hugsar fólk að dómurinn sé ekki í samhengi við óhugnanleg brotin. Dómurinn er þó níðþungur sé miðað við aðra dóma sem fallið hafa í sambærilegum málum. Ef refsingin ætti að samræmast brotunum væri erfitt að réttlæta minna en hámarksrefsingu, sextán ár. Rannsóknir sýna að 6 prósent íslenskra drengja og 18 prósent stúlkna verði fyrir kynferðisofbeldi fyrir 16 ára aldur. Afleiðingar níðingsverkanna eru þekktar. Grafalvarlegar. En rannsóknir sem snúa að níðingunum sjálfum skortir. Þar liggur ef til vill meinið. Markmiðið, um leið og við gerum allt sem í okkar valdi stendur til að hjálpa þolendum, hlýtur að vera að koma böndum á hvatirnar, sem að baki liggja, sé það gerlegt. Koma í veg fyrir voðaverkin. Sú hugsun að þá sem brjóti á börnum megi læsa í fangelsi til eilífðar og henda lyklunum er skiljanleg. En hún er óraunsæ í réttarríki. Þrátt fyrir allt gerum við ráð fyrir, að jafnvel þeir sem drýgja ljótustu glæpi fái að takast á við lífið á ný eftir að hafa tekið út sinn dóm. Þeir sem brjóta gegn börnum eru oft ólíkir öðrum brotamönnum, ef marka má sérfræðinga. Þeir eiga sjaldnast af brotasögu og fíknivandi í þeirra röðum er fátíður, öfugt við ýmsa aðra sem villast af braut réttvísinnar. Þeir eru sjaldnar með vanþroskatengd vandamál sem oft tengjast föngum. Margir fangar eru með ADHD, en þeir sem brjóta gegn börnum síður. Í þeirra hópi er meira um persónuleikavandamál. Þeir eiga erfitt í hópi, teljast einfarar. Minni líkur eru á endurkomu þeirra í fangelsi en flestra annarra sem taka út refsivist. Fagmannleg meðferð getur þar skipt sköpum. Víða er unnið markvisst að því að koma föngum út í samfélagið á ný. Opinberir aðilar, samtök og aðstandendur taka á móti kynferðisafbrotamönnum eftir fangavist og reyna að hnýta net í kringum þá. Þeir fá stuðning enda þrautin þyngri að horfast í augu við umheiminn með þann ömurlega stimpil að vera barnaníðingur. Brýnt er að þeir upplifi sig sem hluta af heildinni. Útskúfun eykur nefnilega líkur á frekari brotum. Samfélagið hefur, skiljanlega, ríka tilhneigingu til að ýta barnaníðingum út í horn. Sú aðferð er ekki vænleg. Á vandanum þarf að taka. Brotamennirnir þurfa aðstoð, hvort sem okkur líkar betur eða verr. Kallað er eftir lausnum fyrir gerendur þeirrar tegundar ofbeldis sem dregur hvað stærstan dilk á eftir sér fyrir þá sem fyrir því verða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Ólöf Skaftadóttir Mest lesið Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Ólafur Björn Sverrisson Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Ólafur Björn Sverrisson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Karlmaður var í vikunni dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir að níðast kynferðislega á syni sínum frá fjögurra til ellefu ára aldurs. Ofbeldið hefur haft víðtæk áhrif á drenginn, segir í dómi, og engan skal undra. Óhjákvæmilega hugsar fólk að dómurinn sé ekki í samhengi við óhugnanleg brotin. Dómurinn er þó níðþungur sé miðað við aðra dóma sem fallið hafa í sambærilegum málum. Ef refsingin ætti að samræmast brotunum væri erfitt að réttlæta minna en hámarksrefsingu, sextán ár. Rannsóknir sýna að 6 prósent íslenskra drengja og 18 prósent stúlkna verði fyrir kynferðisofbeldi fyrir 16 ára aldur. Afleiðingar níðingsverkanna eru þekktar. Grafalvarlegar. En rannsóknir sem snúa að níðingunum sjálfum skortir. Þar liggur ef til vill meinið. Markmiðið, um leið og við gerum allt sem í okkar valdi stendur til að hjálpa þolendum, hlýtur að vera að koma böndum á hvatirnar, sem að baki liggja, sé það gerlegt. Koma í veg fyrir voðaverkin. Sú hugsun að þá sem brjóti á börnum megi læsa í fangelsi til eilífðar og henda lyklunum er skiljanleg. En hún er óraunsæ í réttarríki. Þrátt fyrir allt gerum við ráð fyrir, að jafnvel þeir sem drýgja ljótustu glæpi fái að takast á við lífið á ný eftir að hafa tekið út sinn dóm. Þeir sem brjóta gegn börnum eru oft ólíkir öðrum brotamönnum, ef marka má sérfræðinga. Þeir eiga sjaldnast af brotasögu og fíknivandi í þeirra röðum er fátíður, öfugt við ýmsa aðra sem villast af braut réttvísinnar. Þeir eru sjaldnar með vanþroskatengd vandamál sem oft tengjast föngum. Margir fangar eru með ADHD, en þeir sem brjóta gegn börnum síður. Í þeirra hópi er meira um persónuleikavandamál. Þeir eiga erfitt í hópi, teljast einfarar. Minni líkur eru á endurkomu þeirra í fangelsi en flestra annarra sem taka út refsivist. Fagmannleg meðferð getur þar skipt sköpum. Víða er unnið markvisst að því að koma föngum út í samfélagið á ný. Opinberir aðilar, samtök og aðstandendur taka á móti kynferðisafbrotamönnum eftir fangavist og reyna að hnýta net í kringum þá. Þeir fá stuðning enda þrautin þyngri að horfast í augu við umheiminn með þann ömurlega stimpil að vera barnaníðingur. Brýnt er að þeir upplifi sig sem hluta af heildinni. Útskúfun eykur nefnilega líkur á frekari brotum. Samfélagið hefur, skiljanlega, ríka tilhneigingu til að ýta barnaníðingum út í horn. Sú aðferð er ekki vænleg. Á vandanum þarf að taka. Brotamennirnir þurfa aðstoð, hvort sem okkur líkar betur eða verr. Kallað er eftir lausnum fyrir gerendur þeirrar tegundar ofbeldis sem dregur hvað stærstan dilk á eftir sér fyrir þá sem fyrir því verða.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun