Microsoft tekið fram yfir Amazon um milljarða dollara varnarsamning Kjartan Kjartansson skrifar 26. október 2019 17:24 Varnarsamningurinn sem Microsoft hlaut nefnist JEDI og gengur út á að nútímavæða tölvukerfi bandaríska varnarmálaráðuneytisins. AP/Michel Euler Bandaríska varnarmálaráðuneytið veitti tæknirisanum Microsoft samning um tölvuskýþjónustu að andvirði um tíu milljarða dollara í gær. Amazon hafði lengi verið talið líklegast til að hreppa hnossið en Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur haft horn í síðu fyrirtækisins vegna umfjöllunar Washington Post um hann. Trump hefur ítrekað vegið að Jeff Bezos, eiganda Amazon og Washington Post, en forsetinn hefur sakað dagblaðið um „falsfréttir“ þegar umfjöllun þess kemur honum illa. Útboðsferlið fyrir skýþjónustu varnarmálaráðuneytisins hefur því einkennst af ásökunum um hagsmunaárekstra. Í yfirlýsingu lýsti talsmaður vefþjónustu Amazon undrun sinni á niðurstöðu útboðsins. Fyrirtækið íhuga nú hvernig það geti mótmælt henni, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Fleiri mögulegir hagsmunaárekstrar hafa komið upp í útboðsferlinu. Mark Esper, varnarmálaráðherra, lýsti sig vanhæfan til að fjalla um það vegna þess að sonur hans vinnur hjá IBM sem sótti um að fá samninginn í upphafi. Þá lýsti fyrrverandi starfsmaður Amazon sem vann að útboðinu fyrir varnarmálaráðuneytið sig vanhæfan en hóf síðan aftur störf fyrir Amazon. Amazon Bandaríkin Donald Trump Microsoft Mest lesið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bandaríska varnarmálaráðuneytið veitti tæknirisanum Microsoft samning um tölvuskýþjónustu að andvirði um tíu milljarða dollara í gær. Amazon hafði lengi verið talið líklegast til að hreppa hnossið en Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur haft horn í síðu fyrirtækisins vegna umfjöllunar Washington Post um hann. Trump hefur ítrekað vegið að Jeff Bezos, eiganda Amazon og Washington Post, en forsetinn hefur sakað dagblaðið um „falsfréttir“ þegar umfjöllun þess kemur honum illa. Útboðsferlið fyrir skýþjónustu varnarmálaráðuneytisins hefur því einkennst af ásökunum um hagsmunaárekstra. Í yfirlýsingu lýsti talsmaður vefþjónustu Amazon undrun sinni á niðurstöðu útboðsins. Fyrirtækið íhuga nú hvernig það geti mótmælt henni, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Fleiri mögulegir hagsmunaárekstrar hafa komið upp í útboðsferlinu. Mark Esper, varnarmálaráðherra, lýsti sig vanhæfan til að fjalla um það vegna þess að sonur hans vinnur hjá IBM sem sótti um að fá samninginn í upphafi. Þá lýsti fyrrverandi starfsmaður Amazon sem vann að útboðinu fyrir varnarmálaráðuneytið sig vanhæfan en hóf síðan aftur störf fyrir Amazon.
Amazon Bandaríkin Donald Trump Microsoft Mest lesið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent