Tafir á rannsókn barnaklámsmáls „óafsakanlegar“ Kjartan Kjartansson skrifar 28. október 2019 07:30 Karl Steinar Valsson yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Sigurjón Endurskipulagning á rannsókn kynferðisbrotamála hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sem nú er á lokastigum á að koma í veg fyrir óhóflegar tafir eins og urðu á máli manns sem var dæmdur fyrir vörslu á barnaklámi í þessum mánuði. Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn og yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar, segir fjögurra ára drátt á því máli „óafsakanlegan“. Karlmaður á sextugsaldri var tekinn með töluvert magn barnaklámsefnis í Hafnarfirði árið 2015. Hann játaði strax í upphafi en engu að síður liðu fjögur ár þar til ákæra var gefin út á hendur honum, þá fyrir vörslu á um þúsund ljósmyndum og öðru eins af myndskeiðum sem sýndu börn á kynferðislegan eða klámfenginn hátt á tveimur tölvum. Héraðsdómur Reykjaness dæmdi manninn í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi um miðjan október, meðal annars vegna tafar á meðferð málsins sem maðurinn hafi ekki borið ábyrgð á og hafi ekki verið „réttlætt á annan hátt“. Karl Steinar segir við Vísi að óafsakanlegar tafir hafi orðið á málinu. Bæði hafi ferlar innan lögreglunnar ekki virkað sem skyldi en auk þess sé myndskoðunarhluti mála af þessu tagi tímafrekur þó að hann eigi ekki að taka eins langan tíma og rauninn varð í fyrrnefndu máli. „Við getum ekki annað en beðist afsökunar á hversu langan tíma þetta tók. Þarna er bara eitthvað ferli sem á ekki að eiga sér stað,“ segir hann.Maðurinn var dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness 11. október.Fréttablaðið/GVALeita leiða til að flýta rannsóknum Málinu lauk þó ekki við það að maðurinn játaði hluta af brotinu í upphafi, að sögn Karls Steinars. Lögregla hafi þurft að ljúka rannsókn og leggja fyrir dómara sem taki endanlega ákvörðun um eðli brotsins. „Játning sem slík hjálpar upp að ákveðnu marki en hún ein og sér er ekki endalok málsins,“ segir hann. Þannig hafi enn þurft að rannsaka umfang brota mannsins, hvaðan hann hafi fengið efnið, hvort hann stæði í framleiðslu á því og hvers eðlis efnið væri. Þá þurfi að kanna hvort myndirnar séu þekktar í gagnagrunnum samstarfsaðila lögreglunnar svo hægt sé að reyna að stöðva framleiðslu og dreifingu á þeim. Myndflokkunarferlið við rannsóknir á málum af þessu tagi segir Karl Steinar sérstaklega tímafrekt þar sem alltaf þurfi tvo aðila til að sammælast um hvernig myndefni sé skilgreint. Lögreglan leiti nú leiða til að flýta ferlinu í tengslum við gagngera endurskipulagningu á meðferð kynferðisbrota sem hefur staðið yfir. Lokahnykkur í þeirri endurskoðun séu tillögur sem lögreglan hafi sent til dómsmálaráðuneytisins í haust um breytingar sem Karl Steinar segist vonast til að tryggi að tafir af þessu tagi endurtaki sig ekki. Að honum vitandi séu engin önnur mál á borði lögreglunnar þar sem viðlíka tafir hafa orðið á rannsókn. „Ég hef ekki ástæðu til að halda að þetta komi fyrir aftur,“ segir hann. Dómsmál Lögreglan Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Gripinn með mikið magn barnakláms í Hafnarfirði en sleppur við fangelsi Karlmaður á sextugsaldri hefur verið dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðisbrot. Var hann ákærður fyrir að hafa haft í vörslum sínum um þúsund ljósmyndir og annað eins af myndskeiðum sem sýndu börn á kynferðislegan eða klámfenginn hátt. 23. október 2019 15:49 Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Endurskipulagning á rannsókn kynferðisbrotamála hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sem nú er á lokastigum á að koma í veg fyrir óhóflegar tafir eins og urðu á máli manns sem var dæmdur fyrir vörslu á barnaklámi í þessum mánuði. Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn og yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar, segir fjögurra ára drátt á því máli „óafsakanlegan“. Karlmaður á sextugsaldri var tekinn með töluvert magn barnaklámsefnis í Hafnarfirði árið 2015. Hann játaði strax í upphafi en engu að síður liðu fjögur ár þar til ákæra var gefin út á hendur honum, þá fyrir vörslu á um þúsund ljósmyndum og öðru eins af myndskeiðum sem sýndu börn á kynferðislegan eða klámfenginn hátt á tveimur tölvum. Héraðsdómur Reykjaness dæmdi manninn í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi um miðjan október, meðal annars vegna tafar á meðferð málsins sem maðurinn hafi ekki borið ábyrgð á og hafi ekki verið „réttlætt á annan hátt“. Karl Steinar segir við Vísi að óafsakanlegar tafir hafi orðið á málinu. Bæði hafi ferlar innan lögreglunnar ekki virkað sem skyldi en auk þess sé myndskoðunarhluti mála af þessu tagi tímafrekur þó að hann eigi ekki að taka eins langan tíma og rauninn varð í fyrrnefndu máli. „Við getum ekki annað en beðist afsökunar á hversu langan tíma þetta tók. Þarna er bara eitthvað ferli sem á ekki að eiga sér stað,“ segir hann.Maðurinn var dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness 11. október.Fréttablaðið/GVALeita leiða til að flýta rannsóknum Málinu lauk þó ekki við það að maðurinn játaði hluta af brotinu í upphafi, að sögn Karls Steinars. Lögregla hafi þurft að ljúka rannsókn og leggja fyrir dómara sem taki endanlega ákvörðun um eðli brotsins. „Játning sem slík hjálpar upp að ákveðnu marki en hún ein og sér er ekki endalok málsins,“ segir hann. Þannig hafi enn þurft að rannsaka umfang brota mannsins, hvaðan hann hafi fengið efnið, hvort hann stæði í framleiðslu á því og hvers eðlis efnið væri. Þá þurfi að kanna hvort myndirnar séu þekktar í gagnagrunnum samstarfsaðila lögreglunnar svo hægt sé að reyna að stöðva framleiðslu og dreifingu á þeim. Myndflokkunarferlið við rannsóknir á málum af þessu tagi segir Karl Steinar sérstaklega tímafrekt þar sem alltaf þurfi tvo aðila til að sammælast um hvernig myndefni sé skilgreint. Lögreglan leiti nú leiða til að flýta ferlinu í tengslum við gagngera endurskipulagningu á meðferð kynferðisbrota sem hefur staðið yfir. Lokahnykkur í þeirri endurskoðun séu tillögur sem lögreglan hafi sent til dómsmálaráðuneytisins í haust um breytingar sem Karl Steinar segist vonast til að tryggi að tafir af þessu tagi endurtaki sig ekki. Að honum vitandi séu engin önnur mál á borði lögreglunnar þar sem viðlíka tafir hafa orðið á rannsókn. „Ég hef ekki ástæðu til að halda að þetta komi fyrir aftur,“ segir hann.
Dómsmál Lögreglan Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Gripinn með mikið magn barnakláms í Hafnarfirði en sleppur við fangelsi Karlmaður á sextugsaldri hefur verið dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðisbrot. Var hann ákærður fyrir að hafa haft í vörslum sínum um þúsund ljósmyndir og annað eins af myndskeiðum sem sýndu börn á kynferðislegan eða klámfenginn hátt. 23. október 2019 15:49 Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Gripinn með mikið magn barnakláms í Hafnarfirði en sleppur við fangelsi Karlmaður á sextugsaldri hefur verið dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðisbrot. Var hann ákærður fyrir að hafa haft í vörslum sínum um þúsund ljósmyndir og annað eins af myndskeiðum sem sýndu börn á kynferðislegan eða klámfenginn hátt. 23. október 2019 15:49