NPA-aðstoðin orðin hindrun Lovísa Arnardóttir skrifar 24. október 2019 06:00 Það var þétt setið við aðalmeðferð í Hæstarétti í gær. Fréttablaðið/Anton Brink Aðalmeðferð fór fram í máli Freyju Haraldsdóttur gegn Barnaverndarstofu í Hæstarétti í gær. Í málinu er tekist á um rétt Freyju til að sitja námskeið þar sem hæfni umsækjenda um fósturforeldri er metin. Lögmaður Freyju, Sigurður Örn Hilmarsson, var í málflutningi sínum mjög gagnrýninn á að vegna þess að Freyja njóti NPA-aðstoðar þá muni hún ekki sinna barninu sjálf. Hann sagði að í lögum um NPA væri sérstaklega fjallað um þetta og hvernig aðstoðin miði að því að aðstoða fólk við foreldrahlutverk. Gert sé ráð fyrir því að NPA sé notuð svo fólk geti uppfyllt skyldur sínar sem uppalendur. Þannig sé aðstoðin tryggð í lögum, en á sama tíma útiloki hún Freyju frá fósturhlutverkinu. Að segja að hún geti ekki gert eitthvað sjálf, þegar hún nýtur slíkrar aðstoðar, sé dæmi um óbeina mismunun. Hann velti því einnig fram hvað það sé nákvæmlega sem Barnaverndarstofa meini þegar talað er um að Freyja geri eitthvað sjálf. Hún hafi verið með NPA í 12 ár, hún hafi lokið tveimur háskólagráðum, setið á þingi og sinnt fjölbreyttum störfum. „Gerði hún þetta ekki sjálf? Og ef ekki, hver þá?“ spurði Sigurður í málflutningi sínum í Hæstarétti.Stuðningsfólk Freyju Haraldsdóttur fjölmennti í sal Hæstaréttar Íslands í gærmorgun fréttablaðið/Anton BrinkHann sagði orðalag um að hún geri ekki hlutina sjálf ekki heppilegt því þá væri áhersla færð á að yfir heimili hennar væri einhver stofnanabragur. NPA hafi verið lögfest svo fatlaðir einstaklingar gætu búið sjálfstætt og sagði Sigurður það því einkennilegt að stjórnvaldið stæði í dómsmáli þar sem því er haldið fram að fatlað fólk sem býr við slíka aðstoð búi við stofnanabrag. „Í grunninn eru þetta viðhorf sem hefði mátt gera ráð fyrir fyrir 30 árum, en virðast koma fram hér og þar í andstöðu við nútímaviðhorf til þessara mála, sem og lagasetningar um notendastýrða persónulega aðstoð. Sem á að tryggja fólki sjálfstætt líf, sjálfstæða búsetu, gera því kleift að taka þátt í samfélaginu og komast yfir þær hindranir sem fylgja fötluninni. En allt er þetta túlkað gegn þeim og gegn Freyju, þannig að aðstoðin sem er ætlað að yfirvinna fötlunina er orðin að hindrun,“ segir Sigurður í samtali við Fréttablaðið. Sigurður segir málið eitt skýrasta dæmið úr stjórnsýslunni þar sem fatlað fólk mætir fordómum. „Í tilfelli Freyju leiddu fordómarnir til þess að hún fékk ekki tækifæri til að vera metin á eigin verðleikum lögum samkvæmt á matsnámskeiðinu,“ segir Sigurður. Hann segir að kjarni málsins snúist um rétt Freyju til sömu málsmeðferðar og aðrir og að hún fái þannig að sitja námskeiðið og vera metin, en að ekki verði litið fram hjá því að ástæðan fyrir því að hún fékk ekki að sitja námskeiðið sé mismunun sem sé byggð á fordómum um hvað hún geti og geti ekki gert. Barnavernd Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Dómsmál Félagsmál Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli Innlent Fleiri fréttir Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Sjá meira
Aðalmeðferð fór fram í máli Freyju Haraldsdóttur gegn Barnaverndarstofu í Hæstarétti í gær. Í málinu er tekist á um rétt Freyju til að sitja námskeið þar sem hæfni umsækjenda um fósturforeldri er metin. Lögmaður Freyju, Sigurður Örn Hilmarsson, var í málflutningi sínum mjög gagnrýninn á að vegna þess að Freyja njóti NPA-aðstoðar þá muni hún ekki sinna barninu sjálf. Hann sagði að í lögum um NPA væri sérstaklega fjallað um þetta og hvernig aðstoðin miði að því að aðstoða fólk við foreldrahlutverk. Gert sé ráð fyrir því að NPA sé notuð svo fólk geti uppfyllt skyldur sínar sem uppalendur. Þannig sé aðstoðin tryggð í lögum, en á sama tíma útiloki hún Freyju frá fósturhlutverkinu. Að segja að hún geti ekki gert eitthvað sjálf, þegar hún nýtur slíkrar aðstoðar, sé dæmi um óbeina mismunun. Hann velti því einnig fram hvað það sé nákvæmlega sem Barnaverndarstofa meini þegar talað er um að Freyja geri eitthvað sjálf. Hún hafi verið með NPA í 12 ár, hún hafi lokið tveimur háskólagráðum, setið á þingi og sinnt fjölbreyttum störfum. „Gerði hún þetta ekki sjálf? Og ef ekki, hver þá?“ spurði Sigurður í málflutningi sínum í Hæstarétti.Stuðningsfólk Freyju Haraldsdóttur fjölmennti í sal Hæstaréttar Íslands í gærmorgun fréttablaðið/Anton BrinkHann sagði orðalag um að hún geri ekki hlutina sjálf ekki heppilegt því þá væri áhersla færð á að yfir heimili hennar væri einhver stofnanabragur. NPA hafi verið lögfest svo fatlaðir einstaklingar gætu búið sjálfstætt og sagði Sigurður það því einkennilegt að stjórnvaldið stæði í dómsmáli þar sem því er haldið fram að fatlað fólk sem býr við slíka aðstoð búi við stofnanabrag. „Í grunninn eru þetta viðhorf sem hefði mátt gera ráð fyrir fyrir 30 árum, en virðast koma fram hér og þar í andstöðu við nútímaviðhorf til þessara mála, sem og lagasetningar um notendastýrða persónulega aðstoð. Sem á að tryggja fólki sjálfstætt líf, sjálfstæða búsetu, gera því kleift að taka þátt í samfélaginu og komast yfir þær hindranir sem fylgja fötluninni. En allt er þetta túlkað gegn þeim og gegn Freyju, þannig að aðstoðin sem er ætlað að yfirvinna fötlunina er orðin að hindrun,“ segir Sigurður í samtali við Fréttablaðið. Sigurður segir málið eitt skýrasta dæmið úr stjórnsýslunni þar sem fatlað fólk mætir fordómum. „Í tilfelli Freyju leiddu fordómarnir til þess að hún fékk ekki tækifæri til að vera metin á eigin verðleikum lögum samkvæmt á matsnámskeiðinu,“ segir Sigurður. Hann segir að kjarni málsins snúist um rétt Freyju til sömu málsmeðferðar og aðrir og að hún fái þannig að sitja námskeiðið og vera metin, en að ekki verði litið fram hjá því að ástæðan fyrir því að hún fékk ekki að sitja námskeiðið sé mismunun sem sé byggð á fordómum um hvað hún geti og geti ekki gert.
Barnavernd Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Dómsmál Félagsmál Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli Innlent Fleiri fréttir Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Sjá meira