„Eins og 12 ára gamalt barn í flugturni“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. nóvember 2019 08:48 Donald Trump Bandaríkjaforseta er lýst sem grimmum og hættulegum í nýrri bók. vísir/getty Nafnlaus höfundur bókar sem fjallar um Donald Trump Bandaríkjaforseta og embættistíð hans hingað til í Hvíta húsinu sparar ekki stóru orðin ef marka má umfjallanir Washington Post og New York Times um bókina. Höfundurinn, sem er sá sami og skrifaði nafnlausan pistil í New York Times í fyrra um Trump, segir forsetann takast á við hvert vandamálið á fætur öðru „eins og 12 ára gamalt barn í flugturni sem ýti handahófskennt á takka stjórnvalda, taki ekkert tillit til flugvélanna sem renna yfir flugbrautina og flugvélanna sem koma sér burt frá flugvellinum í óðagoti.“ Vandamálin kalli hann yfir sig sjálfur. Þá segir höfundurinn Trump grimman, óhæfan og hættulegan bandarísku þjóðinni. Bókin heitir A Warning og kemur út þann 19. nóvember næstkomandi. Hennar er beðið með mikilli eftirvæntingu en fyrrnefndir fjölmiðlar hafa fengið bókina afhenta.Höfundurinn segir umræðuna ekki eiga að snúast um hann Höfundinum er aðeins lýst sem háttsettum embættismanni í ríkisstjórn Trump. Í umfjöllun Washington Post er bókin sögð óvægð lýsing á karakter Trump, þar sem siðferði hans og gáfnafar er meðal annars tekið fyrir. Bókina byggir höfundur á eigin reynslu auk þess sem hann segir að ýmsir aðrir embættismenn í ríkisstjórn Trump, núverandi eða fyrrverandi, hafi deilt reynslu sinni. „Ég hef ákveðið að gefa þessa bók út nafnlaust því umræðan á ekki að snúast um mig. Þessi bók er um okkur. Hún fjallar um það hvernig við viljum að forsetinn endurspegli þjóð okkar og það er það sem umræðan ætti að snúast um. Einhverjir munu kalla þetta heigulshátt og það særir mig ekki. Ég er undir það búin/n að tengja nafn mitt við á gagnrýni á Trump. Ég gæti gert það í framtíðinni,“ segir höfundurinn. Fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, Stephanie Grisham, kallaði bókina „skáldskap“ og nafnlausan höfundinn „heigul.“ „Alvöru höfundar nálgast umfjöllunarefni sitt til þess að fá staðreyndirnar á hreint en þessi einstaklingur er í felum, þannig að ómögulegt er fyrir hann að vera alvöru rithöfundur. Blaðamenn sem skrifa um þessa bók ættu að hafa heiðarleika blaðamennskunnar í hávegum og fjalla um hana eins og hún er; sem skáldskap,“ segir Grisham í tölvupósti til Washington Post. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Taldi Úkraínu ekki fá aðstoð nema að fallist yrði á kröfur Trump Að minnsta kosti þrír embættismenn ríkisstjórnar Trump forseta hafa nú borið vitni um að hernaðaraðstoð við Úkraínu hafi verið skilyrt við rannsóknir sem Trump krafðist frá stjórnvöldum í Kænugarði. 7. nóvember 2019 09:30 Segir NATO „heiladautt“ vegna Bandaríkjanna Emmanuel Macron, forseti Frakklands, segir Evrópu ekki lengur geta treyst á Bandaríkin. 7. nóvember 2019 20:50 Önnur ríki harma uppsögn Bandaríkjanna á Parísarsamkomulaginu Bandaríkin eru einn stærsti losandi gróðurhúsalofttegunda í heiminum og fór losun þar vaxandi í fyrra. 5. nóvember 2019 12:42 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Sjá meira
Nafnlaus höfundur bókar sem fjallar um Donald Trump Bandaríkjaforseta og embættistíð hans hingað til í Hvíta húsinu sparar ekki stóru orðin ef marka má umfjallanir Washington Post og New York Times um bókina. Höfundurinn, sem er sá sami og skrifaði nafnlausan pistil í New York Times í fyrra um Trump, segir forsetann takast á við hvert vandamálið á fætur öðru „eins og 12 ára gamalt barn í flugturni sem ýti handahófskennt á takka stjórnvalda, taki ekkert tillit til flugvélanna sem renna yfir flugbrautina og flugvélanna sem koma sér burt frá flugvellinum í óðagoti.“ Vandamálin kalli hann yfir sig sjálfur. Þá segir höfundurinn Trump grimman, óhæfan og hættulegan bandarísku þjóðinni. Bókin heitir A Warning og kemur út þann 19. nóvember næstkomandi. Hennar er beðið með mikilli eftirvæntingu en fyrrnefndir fjölmiðlar hafa fengið bókina afhenta.Höfundurinn segir umræðuna ekki eiga að snúast um hann Höfundinum er aðeins lýst sem háttsettum embættismanni í ríkisstjórn Trump. Í umfjöllun Washington Post er bókin sögð óvægð lýsing á karakter Trump, þar sem siðferði hans og gáfnafar er meðal annars tekið fyrir. Bókina byggir höfundur á eigin reynslu auk þess sem hann segir að ýmsir aðrir embættismenn í ríkisstjórn Trump, núverandi eða fyrrverandi, hafi deilt reynslu sinni. „Ég hef ákveðið að gefa þessa bók út nafnlaust því umræðan á ekki að snúast um mig. Þessi bók er um okkur. Hún fjallar um það hvernig við viljum að forsetinn endurspegli þjóð okkar og það er það sem umræðan ætti að snúast um. Einhverjir munu kalla þetta heigulshátt og það særir mig ekki. Ég er undir það búin/n að tengja nafn mitt við á gagnrýni á Trump. Ég gæti gert það í framtíðinni,“ segir höfundurinn. Fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, Stephanie Grisham, kallaði bókina „skáldskap“ og nafnlausan höfundinn „heigul.“ „Alvöru höfundar nálgast umfjöllunarefni sitt til þess að fá staðreyndirnar á hreint en þessi einstaklingur er í felum, þannig að ómögulegt er fyrir hann að vera alvöru rithöfundur. Blaðamenn sem skrifa um þessa bók ættu að hafa heiðarleika blaðamennskunnar í hávegum og fjalla um hana eins og hún er; sem skáldskap,“ segir Grisham í tölvupósti til Washington Post.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Taldi Úkraínu ekki fá aðstoð nema að fallist yrði á kröfur Trump Að minnsta kosti þrír embættismenn ríkisstjórnar Trump forseta hafa nú borið vitni um að hernaðaraðstoð við Úkraínu hafi verið skilyrt við rannsóknir sem Trump krafðist frá stjórnvöldum í Kænugarði. 7. nóvember 2019 09:30 Segir NATO „heiladautt“ vegna Bandaríkjanna Emmanuel Macron, forseti Frakklands, segir Evrópu ekki lengur geta treyst á Bandaríkin. 7. nóvember 2019 20:50 Önnur ríki harma uppsögn Bandaríkjanna á Parísarsamkomulaginu Bandaríkin eru einn stærsti losandi gróðurhúsalofttegunda í heiminum og fór losun þar vaxandi í fyrra. 5. nóvember 2019 12:42 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Sjá meira
Taldi Úkraínu ekki fá aðstoð nema að fallist yrði á kröfur Trump Að minnsta kosti þrír embættismenn ríkisstjórnar Trump forseta hafa nú borið vitni um að hernaðaraðstoð við Úkraínu hafi verið skilyrt við rannsóknir sem Trump krafðist frá stjórnvöldum í Kænugarði. 7. nóvember 2019 09:30
Segir NATO „heiladautt“ vegna Bandaríkjanna Emmanuel Macron, forseti Frakklands, segir Evrópu ekki lengur geta treyst á Bandaríkin. 7. nóvember 2019 20:50
Önnur ríki harma uppsögn Bandaríkjanna á Parísarsamkomulaginu Bandaríkin eru einn stærsti losandi gróðurhúsalofttegunda í heiminum og fór losun þar vaxandi í fyrra. 5. nóvember 2019 12:42
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila