Enn tapar Trump fyrir dómi varðandi skattskýrslur Kjartan Kjartansson skrifar 4. nóvember 2019 16:01 Saksóknarar í New York sem rannsaka greiðslur Trump og fyrirtækis hans til kvenna sem segjast hafa átt vingott við hann kröfðust þess að fá skattskýrslur frá endurskoðunarfyrirtæki forsetans. Vísir/EPA Endurskoðunarfyrirtæki Donalds Trump Bandaríkjaforseta þarf að afhenda saksóknurum í New York skattskýrslur forsetans átta ár aftur í tímann samkvæmt niðurstöðu alríkisáfrýjunardómstóls í dag. Dómstóllinn hafnaði þeim rökum Trump að sem forseti nyti hann friðhelgi gegn sakamálarannsóknum. Saksóknararnir gáfu út stefnu á hendur Mazars USA, endurskoðunarfyrirtæki Trump til fjölda ára, um skattskýrslur forsetans í tengslum við rannsókn á þagnargreiðslum hans og fyrirtækis hans til Stephanie Clifford, klámmyndaleikkonu sem er betur þekkt undir sviðsnafninu Stormy Daniels. Trump höfðaði mál til að koma í veg fyrir að skattskýrslurnar yrðu afhentar og byggðu lögmenn hans meðal annars á þeim rökum að sem forseti nyti hann ekki aðeins friðhelgi gegn ákæru heldur einnig hvers kyns sakamálarannsóknum á meðan hann sæti í embætti. Ekki er þó líklegt að saksóknararnir fái skattskýrslur Trump í hendur á næstunni því fastlega er búist við því að hann áfrýi málinu til Hæstaréttar, að sögn New York Times. Trump skipaði tvo dómaranna sem þar sitja og eru íhaldsmenn í meirihluta.Reuters-fréttastofan segir að saksóknararnir í New York hafi fallist á að framfylgja stefnunni ekki fyrr á meðan Trump skýtur málinu til Hæstaréttar svo lengi sem það gerist innan tíu daga frá úrskurðinum í dag. Trump braut áratugalangahefð fyrir því að forsetaframbjóðendur birti fjárhagsupplýsingar um sig, þar á meðal skattskýrslur, þegar hann bauð sig fram árið 2016. Þá sleit hann heldur ekki á öll tengsl við fyrirtækjarekstur sinn þegar hann varð forseti. Hann nýtur enn góðs af rekstri fyrirtækjanna sem synir hans tveir stýra. Forsetinn hefur ennfremur leitað allra leiða til að koma í veg fyrir að skattskýrslur hans verði opinberar. Lögmaður Trump reyndi meðal annars að halda því fram fyrir áfrýjunardómstólnum að ekki væri hægt að sækja Trump til saka þó að hann skyti manneskju til bana úti á miðri götu fyrr en eftir að hann léti af embætti sem forseti. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Saksóknarar krefjast skattagagna Trump Saksóknarar í New York hafa lagt fram stefnu og krefjast þess að fá skattagögn Donald Trump, Bandaríkjaforseta, afhent. 16. september 2019 23:56 Lögmaður Trump segir ekki hægt að ákæra hann fyrir morð Lagakenninguna setti persónulegur lögmaður Bandaríkjaforseta fram í máli sem varðar skattskýrslur hans og þagnargreiðslu til klámmyndaleikkonu. 24. október 2019 10:45 Skattskýrslur Trump skulu afhentar saksóknurum Dómari taldi rök Trump um að hann njóti friðhelgi gegn sakamálarannsókn andstæð stjórnarskipan og gildum Bandaríkjanna. 7. október 2019 13:31 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira
Endurskoðunarfyrirtæki Donalds Trump Bandaríkjaforseta þarf að afhenda saksóknurum í New York skattskýrslur forsetans átta ár aftur í tímann samkvæmt niðurstöðu alríkisáfrýjunardómstóls í dag. Dómstóllinn hafnaði þeim rökum Trump að sem forseti nyti hann friðhelgi gegn sakamálarannsóknum. Saksóknararnir gáfu út stefnu á hendur Mazars USA, endurskoðunarfyrirtæki Trump til fjölda ára, um skattskýrslur forsetans í tengslum við rannsókn á þagnargreiðslum hans og fyrirtækis hans til Stephanie Clifford, klámmyndaleikkonu sem er betur þekkt undir sviðsnafninu Stormy Daniels. Trump höfðaði mál til að koma í veg fyrir að skattskýrslurnar yrðu afhentar og byggðu lögmenn hans meðal annars á þeim rökum að sem forseti nyti hann ekki aðeins friðhelgi gegn ákæru heldur einnig hvers kyns sakamálarannsóknum á meðan hann sæti í embætti. Ekki er þó líklegt að saksóknararnir fái skattskýrslur Trump í hendur á næstunni því fastlega er búist við því að hann áfrýi málinu til Hæstaréttar, að sögn New York Times. Trump skipaði tvo dómaranna sem þar sitja og eru íhaldsmenn í meirihluta.Reuters-fréttastofan segir að saksóknararnir í New York hafi fallist á að framfylgja stefnunni ekki fyrr á meðan Trump skýtur málinu til Hæstaréttar svo lengi sem það gerist innan tíu daga frá úrskurðinum í dag. Trump braut áratugalangahefð fyrir því að forsetaframbjóðendur birti fjárhagsupplýsingar um sig, þar á meðal skattskýrslur, þegar hann bauð sig fram árið 2016. Þá sleit hann heldur ekki á öll tengsl við fyrirtækjarekstur sinn þegar hann varð forseti. Hann nýtur enn góðs af rekstri fyrirtækjanna sem synir hans tveir stýra. Forsetinn hefur ennfremur leitað allra leiða til að koma í veg fyrir að skattskýrslur hans verði opinberar. Lögmaður Trump reyndi meðal annars að halda því fram fyrir áfrýjunardómstólnum að ekki væri hægt að sækja Trump til saka þó að hann skyti manneskju til bana úti á miðri götu fyrr en eftir að hann léti af embætti sem forseti.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Saksóknarar krefjast skattagagna Trump Saksóknarar í New York hafa lagt fram stefnu og krefjast þess að fá skattagögn Donald Trump, Bandaríkjaforseta, afhent. 16. september 2019 23:56 Lögmaður Trump segir ekki hægt að ákæra hann fyrir morð Lagakenninguna setti persónulegur lögmaður Bandaríkjaforseta fram í máli sem varðar skattskýrslur hans og þagnargreiðslu til klámmyndaleikkonu. 24. október 2019 10:45 Skattskýrslur Trump skulu afhentar saksóknurum Dómari taldi rök Trump um að hann njóti friðhelgi gegn sakamálarannsókn andstæð stjórnarskipan og gildum Bandaríkjanna. 7. október 2019 13:31 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira
Saksóknarar krefjast skattagagna Trump Saksóknarar í New York hafa lagt fram stefnu og krefjast þess að fá skattagögn Donald Trump, Bandaríkjaforseta, afhent. 16. september 2019 23:56
Lögmaður Trump segir ekki hægt að ákæra hann fyrir morð Lagakenninguna setti persónulegur lögmaður Bandaríkjaforseta fram í máli sem varðar skattskýrslur hans og þagnargreiðslu til klámmyndaleikkonu. 24. október 2019 10:45
Skattskýrslur Trump skulu afhentar saksóknurum Dómari taldi rök Trump um að hann njóti friðhelgi gegn sakamálarannsókn andstæð stjórnarskipan og gildum Bandaríkjanna. 7. október 2019 13:31