Taktu þetta með á koddann þinn í kvöld Hans Steinar Bjarnason skrifar 20. nóvember 2019 08:00 Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna er 30 ára í dag, 20. nóvember. Þennan dag árið 1989 var þessi samningur um réttindi barna samþykktur á allsherjarþingi SÞ, þremur árum síðar var hann fullgiltur fyrir hönd Íslands og lögfestur á Alþingi árið 2013. Þetta er sá mannréttindasamningur sem hefur verið staðfestur af flestum þjóðum, 194 talsins. Lífskjör barna hafa stórbatnað í heiminum á þessum tíma og það á að hvetja okkur til dáða. En ég fæ stundum á tilfinninguna að aðild Íslands að Barnasáttmálanum sé til skrauts, þá sérstaklega þegar kemur að framkomu gagnvart flóttafjölskyldum. Í samningnum felst alþjóðleg viðurkenning á að börn „þarfnist sérstakrar verndar umfram þá fullorðnu og að þess skuli alltaf gætt að allar ákvarðanir yfirvalda sem varða börn skuli byggðar á því sem er börnunum fyrir bestu.“ Reglulega eru okkur sagðar fréttir af flóttafjölskyldum með ung börn sem eru sendar úr landi þrátt fyrir að þær hafi skotið hér niður rótum. Börnin eru komin í skóla og farin að eignast vini þegar þær er skyndilega rifnar upp með rótum og vísað á brott út í óvissuna. Af því að kerfið segir það. Það er eins og það vanti skynsemiákvæði (common sense) í reglugerðir og fyrir vikið verða aðfarir yfirvalda oft klaufalegar. Yfirleitt er vísað í Dyflinnarreglugerðina. Er hún óvinur Barnasáttmálans?Börn í áfalli Í Barnasáttmálanum segir m.a. „Börn sem eru skilgreind sem flóttamenn eiga skilið vernd og stuðning..“ og „Börn eiga rétt á að búa við aðstæður sem stuðla að líkamlegum, andlegum og félagslegum þroska...“. Við sem störfum fyrir SOS Barnaþorpin þekkjum því miður mörg dæmi um börn í andlegu ójafnvægi. Um 74 þúsund börn búa í 559 SOS barnaþorpum í 126 löndum, þangað sem þau koma eftir að hafa misst foreldraumsjón. Sum barnanna eru umkomulaus eftir að hafa lent í hremmingum og koma í miklu áfalli í barnaþorpin. Þar fá þau faglega aðstoð, fjölskyldu, heimili, menntun og öllum grunnþörfum sínum mætt. Börn eru brothætt og við verðum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að stuðla að heilbrigðri andlegri líðan þeirra.Vilji Íslendinga er að hjálpa Ég trúi því að það sé einlægur vilji ráðafólks að viðhafa hér mannúðlegt kerfi og að yfirvöld telji sig vera að gera sitt besta. Ég skil líka að þetta er erfiður og viðkvæmur málaflokkur en ég vil þó hvetja yfirvöld á þessum 30 ára afmælisdegi Barnasáttmálans að gera betur. Sú staða ætti ekki að geta komið upp að barnafjölskyldur séu reknar á brott eftir að hafa náð að skjóta hér rótum. Það verður í það minnsta að bæta úrvinnsluhraða mála þeirra. Ég hef skilning á því að það eru takmörk fyrir því hvað lítið land eins og Ísland getur tekið á móti mörgu flóttafólki en við getum alla vega gert miklu betur í framkomu okkar gagnvart því. Við Íslendingar viljum hjálpa þeim sem minna mega sín og við höfum sem betur fer nokkrar leiðir til þess. Það bera t.d. 29 þúsund Íslendingar vott um í formi framlaga til SOS Barnaþorpanna. Þannig hefur okkur ekki bara tekist að koma umkomulausum börnum til bjargar heldur einnig að hjálpa sárafátækum barnafjölskyldum að standa á eigin fótum og koma þannig í veg fyrir aðskilnað barna við foreldra sína. SOS Barnaþorpin fagna 70 ára afmæli á þessu ári og á þeim tíma hefur líka áunnist mikil reynsla og þekking á sviði neyðarhjálpar sem fjölmargt flóttafólk nýtur, m.a. með fjárstuðningi SOS á Íslandi.Eitt af hverjum tíu barna án foreldraumsjár Árlega leggja Sameinuðu þjóðirnar sérstaka áherslu á atriði úr Barnasáttmálanum og í vikunni var gefið út formlegt áhersluatriði þessa árs, réttindi foreldralausra barna (Children without parental care). Þetta eru stórtíðindi fyrir SOS Barnaþorpin sem sérhæfa sig einmitt í að hjálpa þessum börnum. Innleiðsla þessarar ályktunar SÞ þýðir á mannamáli að aðildarríki Barnasáttmálans, Ísland þar á meðal, skuldbinda sig til að hjálpa þessum berskjaldaða þjóðfélagshópi sem umkomulaus börn eru. Það er langt frá því að vera sjálfgefið að börn eigi foreldra. Áætlað er að um 220 milljónir barna alist upp ein, hafi misst foreldra sína eða eigi á hættu að missa þá. Þetta er eitt af hverjum tíu börnum í heiminum. Tökum það með okkur á koddann á upphituðum heimilum okkar í kvöld.Höfundur er upplýsingafulltrúi SOS Barnaþorpanna á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen Skoðun Skoðun Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Sjá meira
Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna er 30 ára í dag, 20. nóvember. Þennan dag árið 1989 var þessi samningur um réttindi barna samþykktur á allsherjarþingi SÞ, þremur árum síðar var hann fullgiltur fyrir hönd Íslands og lögfestur á Alþingi árið 2013. Þetta er sá mannréttindasamningur sem hefur verið staðfestur af flestum þjóðum, 194 talsins. Lífskjör barna hafa stórbatnað í heiminum á þessum tíma og það á að hvetja okkur til dáða. En ég fæ stundum á tilfinninguna að aðild Íslands að Barnasáttmálanum sé til skrauts, þá sérstaklega þegar kemur að framkomu gagnvart flóttafjölskyldum. Í samningnum felst alþjóðleg viðurkenning á að börn „þarfnist sérstakrar verndar umfram þá fullorðnu og að þess skuli alltaf gætt að allar ákvarðanir yfirvalda sem varða börn skuli byggðar á því sem er börnunum fyrir bestu.“ Reglulega eru okkur sagðar fréttir af flóttafjölskyldum með ung börn sem eru sendar úr landi þrátt fyrir að þær hafi skotið hér niður rótum. Börnin eru komin í skóla og farin að eignast vini þegar þær er skyndilega rifnar upp með rótum og vísað á brott út í óvissuna. Af því að kerfið segir það. Það er eins og það vanti skynsemiákvæði (common sense) í reglugerðir og fyrir vikið verða aðfarir yfirvalda oft klaufalegar. Yfirleitt er vísað í Dyflinnarreglugerðina. Er hún óvinur Barnasáttmálans?Börn í áfalli Í Barnasáttmálanum segir m.a. „Börn sem eru skilgreind sem flóttamenn eiga skilið vernd og stuðning..“ og „Börn eiga rétt á að búa við aðstæður sem stuðla að líkamlegum, andlegum og félagslegum þroska...“. Við sem störfum fyrir SOS Barnaþorpin þekkjum því miður mörg dæmi um börn í andlegu ójafnvægi. Um 74 þúsund börn búa í 559 SOS barnaþorpum í 126 löndum, þangað sem þau koma eftir að hafa misst foreldraumsjón. Sum barnanna eru umkomulaus eftir að hafa lent í hremmingum og koma í miklu áfalli í barnaþorpin. Þar fá þau faglega aðstoð, fjölskyldu, heimili, menntun og öllum grunnþörfum sínum mætt. Börn eru brothætt og við verðum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að stuðla að heilbrigðri andlegri líðan þeirra.Vilji Íslendinga er að hjálpa Ég trúi því að það sé einlægur vilji ráðafólks að viðhafa hér mannúðlegt kerfi og að yfirvöld telji sig vera að gera sitt besta. Ég skil líka að þetta er erfiður og viðkvæmur málaflokkur en ég vil þó hvetja yfirvöld á þessum 30 ára afmælisdegi Barnasáttmálans að gera betur. Sú staða ætti ekki að geta komið upp að barnafjölskyldur séu reknar á brott eftir að hafa náð að skjóta hér rótum. Það verður í það minnsta að bæta úrvinnsluhraða mála þeirra. Ég hef skilning á því að það eru takmörk fyrir því hvað lítið land eins og Ísland getur tekið á móti mörgu flóttafólki en við getum alla vega gert miklu betur í framkomu okkar gagnvart því. Við Íslendingar viljum hjálpa þeim sem minna mega sín og við höfum sem betur fer nokkrar leiðir til þess. Það bera t.d. 29 þúsund Íslendingar vott um í formi framlaga til SOS Barnaþorpanna. Þannig hefur okkur ekki bara tekist að koma umkomulausum börnum til bjargar heldur einnig að hjálpa sárafátækum barnafjölskyldum að standa á eigin fótum og koma þannig í veg fyrir aðskilnað barna við foreldra sína. SOS Barnaþorpin fagna 70 ára afmæli á þessu ári og á þeim tíma hefur líka áunnist mikil reynsla og þekking á sviði neyðarhjálpar sem fjölmargt flóttafólk nýtur, m.a. með fjárstuðningi SOS á Íslandi.Eitt af hverjum tíu barna án foreldraumsjár Árlega leggja Sameinuðu þjóðirnar sérstaka áherslu á atriði úr Barnasáttmálanum og í vikunni var gefið út formlegt áhersluatriði þessa árs, réttindi foreldralausra barna (Children without parental care). Þetta eru stórtíðindi fyrir SOS Barnaþorpin sem sérhæfa sig einmitt í að hjálpa þessum börnum. Innleiðsla þessarar ályktunar SÞ þýðir á mannamáli að aðildarríki Barnasáttmálans, Ísland þar á meðal, skuldbinda sig til að hjálpa þessum berskjaldaða þjóðfélagshópi sem umkomulaus börn eru. Það er langt frá því að vera sjálfgefið að börn eigi foreldra. Áætlað er að um 220 milljónir barna alist upp ein, hafi misst foreldra sína eða eigi á hættu að missa þá. Þetta er eitt af hverjum tíu börnum í heiminum. Tökum það með okkur á koddann á upphituðum heimilum okkar í kvöld.Höfundur er upplýsingafulltrúi SOS Barnaþorpanna á Íslandi.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun