Með samflugi er hugmyndin að nýta orku sem tapast vegna loftmótsstöðu og vængendahvirfla. Flugvélin sem flygi á eftir myndi nýta sér kjölfar fyrri vélarinnar og njóta þannig aukins lyftikrafts, rétt eins og fuglar gera í náttúrunni. Airbus áætlar að með þessu sé unnt að draga úr eldsneytisnotkun um 5-10 prósent í hverri ferð.

Franskir vísindamenn sýndu fram á það með rannsókn á flugi pelikana árið 2001 að með oddaflugi eyði fuglar 14 prósentum minni orku en ella.
Samflug flugvéla er raunar vel þekkt, áður fyrr úr sprengjuárásum í síðari heimsstyrjöld en í seinni tíð einkum tengt flugsýningum. Hérlendis minnast margir samflugs tveggja þrista yfir Reykjavík og Vesturlandi sumarið 2017, sem sjá má hér: