Lýsa yfir neyðarástandi vegna flóðanna í Feneyjum Kjartan Kjartansson skrifar 14. nóvember 2019 14:07 Ferðakona fleytir ferðatöskunni sinni á Markúsartorgi í Feneyjum á miðvikudag. Torgið er einn lægsti punktur borgarinnar og því hafa flóðin verið sérstaklega slæm þar. AP/Luca Bruno Ítölsk stjórnvöld eru sögð ætla að lýsa yfir neyðarástandi í Feneyjum vegna flóðanna þar. Meira en 80% borgarinnar fer nú undir vatn á háflóði og fjöldi íbúa án rafmagns vegna þess. Borgarstjórinn hefur kennt loftslagsbreytingum af völdum manna um háa sjávarstöðu og óttast varanlegar skemmdir á borginni sögufrægu. Vatnshæðin hefur náð 1.87 metrum í Feneyjum undanfarna daga og flætt hefur inn í Markúsarkirkju. Áfram er varað við mikilli vatnshæð en hún á þó ekki að verða meiri en 1.30 metrar yfir sjávarmáli, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Guiseppe Conte, forsætisráðherra, segir flóðin mikið áfall og að ríkisstjórnin ætli að grípa snögglega til aðgerða til að leggja fram fé og efni til að borða menningarminjum sem borgin er þekkt fyrir. „Það tekur á að sjá borgina svo skemmda og menningararfleið hennar í hættu,“ segir Conte sem er sagður ætla að lýsa yfir neyðarástandi í dag. Luigi Brugnaro, borgarstjóri Feneyja, segir að Markúsarkirkjan hafi orðið fyrir alvarlegum skemmdum. Hún er á einum lægsta punkti borgarinnar og hafa flóðin valdið sérstaklega miklum usla þar. Grafhýsi undir kirkjunni fylltist alveg af vatni og óttast er að súlur í kirkjunni hafi orðið fyrir skemmdum. Borgin stendur á fleiri en hundrað eyjum í lóni við norðausturströnd Ítalíu og þar verða reglulega flóð. Flóðin nú eru þó ein þau mestu frá því að skipulagðar mælingar hófust. Vatnshæðin hefur aðeins einu sinni mælst hærri, árið 1966 þegar hún náði 1.94 metrum. Flóðin nú eru rakin til mikils stórstreymis og veðuraðstæðna á Adríahafi. Brugnaro hefur sagt loftslagsbreytingar af völdum manna leika hlutverk í flóðunum. Með hlýnandi loftslagi og bráðnun jökla hefur sjávarstaða á jörðinni hækkað. Ítalía Loftslagsmál Tengdar fréttir Allt á floti í Feneyjum Á myndum sést hvernig sjór þekur Markúsartorg og íbúar og ferðamenn þurfa að vaða til að komast á milli staða. 13. nóvember 2019 08:49 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sjá meira
Ítölsk stjórnvöld eru sögð ætla að lýsa yfir neyðarástandi í Feneyjum vegna flóðanna þar. Meira en 80% borgarinnar fer nú undir vatn á háflóði og fjöldi íbúa án rafmagns vegna þess. Borgarstjórinn hefur kennt loftslagsbreytingum af völdum manna um háa sjávarstöðu og óttast varanlegar skemmdir á borginni sögufrægu. Vatnshæðin hefur náð 1.87 metrum í Feneyjum undanfarna daga og flætt hefur inn í Markúsarkirkju. Áfram er varað við mikilli vatnshæð en hún á þó ekki að verða meiri en 1.30 metrar yfir sjávarmáli, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Guiseppe Conte, forsætisráðherra, segir flóðin mikið áfall og að ríkisstjórnin ætli að grípa snögglega til aðgerða til að leggja fram fé og efni til að borða menningarminjum sem borgin er þekkt fyrir. „Það tekur á að sjá borgina svo skemmda og menningararfleið hennar í hættu,“ segir Conte sem er sagður ætla að lýsa yfir neyðarástandi í dag. Luigi Brugnaro, borgarstjóri Feneyja, segir að Markúsarkirkjan hafi orðið fyrir alvarlegum skemmdum. Hún er á einum lægsta punkti borgarinnar og hafa flóðin valdið sérstaklega miklum usla þar. Grafhýsi undir kirkjunni fylltist alveg af vatni og óttast er að súlur í kirkjunni hafi orðið fyrir skemmdum. Borgin stendur á fleiri en hundrað eyjum í lóni við norðausturströnd Ítalíu og þar verða reglulega flóð. Flóðin nú eru þó ein þau mestu frá því að skipulagðar mælingar hófust. Vatnshæðin hefur aðeins einu sinni mælst hærri, árið 1966 þegar hún náði 1.94 metrum. Flóðin nú eru rakin til mikils stórstreymis og veðuraðstæðna á Adríahafi. Brugnaro hefur sagt loftslagsbreytingar af völdum manna leika hlutverk í flóðunum. Með hlýnandi loftslagi og bráðnun jökla hefur sjávarstaða á jörðinni hækkað.
Ítalía Loftslagsmál Tengdar fréttir Allt á floti í Feneyjum Á myndum sést hvernig sjór þekur Markúsartorg og íbúar og ferðamenn þurfa að vaða til að komast á milli staða. 13. nóvember 2019 08:49 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sjá meira
Allt á floti í Feneyjum Á myndum sést hvernig sjór þekur Markúsartorg og íbúar og ferðamenn þurfa að vaða til að komast á milli staða. 13. nóvember 2019 08:49