Tyrkir ætla að senda hundruð ISIS-liða til Evrópu Samúel Karl Ólason skrifar 11. nóvember 2019 11:45 Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands. Vísir/AP Ríkisstjórn Tyrklands hefur sent bandarískan vígamann Íslamska ríkisins til Bandaríkjanna og einn þýskan vígamann til Þýskalands. Það var gert í dag. Þá stendur til að senda 23 vígamenn úr landi á næstu dögum. Einn þeirra er frá Danmörku, tveir frá Írlandi, níu frá Þýskalandi og ellefu frá Frakklandi. Tyrkir ætla sér að senda mun fleiri erlenda vígamenn aftur til síns heima á næstunni, sama þó einhverjir þeirra hafi verið sviptir ríkisborgararétti í heimaríkjum þeirra. Þetta kemur fram í tyrkneskum fjölmiðlum í dag. Samkvæmt frétt Reuters stendur til að senda um 2.500 erlenda vígamenn til heimalanda þeirra. Meirihluti þeirra er frá Evrópu.Sýrlenskir Kúrdar segjast vera með um tíu þúsund vígamenn í haldi og um tvö þúsund þeirra séu frá Evrópu. Kúrdar hafa lengi kallað eftir því að heimaríki þeirra taki við þeim en án árangurs. Þeir hafa ekki burði til að halda öllum þessum mönnum föngum og innrás Tyrkja í Sýrland, sem beinist að mestu gegn sýrlenskum Kúrdum, hefur gert stöðu Kúrda mun erfiðari. Ekki liggur þó fyrir hvað verður um þá vígamenn sem eru í haldi þeirra. Samkomulag á milli Kúrda og Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, gæti falið í sér að þeir verði færðir í hald stjórnarhersins. Fjölmargir erlendir vígamenn ISIS hafa lýst því yfir að þeir vilji alls ekki lenda í haldi hersins.Suleyman Soylu, innanríkisráðherra Tyrklands.AP/Burhan OzbiliciÞað eru ýmsar ástæður fyrir því að forsvarsmenn ríkja Evrópu og annarra vilja ekki fá vígamenn aftur heim. Taki þeir á móti þeim þarf að rétta yfir þeim og þá virðast meiri líkur en minni á því að yfirvöld þurfi að sleppa þeim úr haldi. Reynslan sýnir að mjög erfitt er að sakfella menn fyrir voðaverk sem þeir frömdu mögulega í Sýrlandi og Írak og jafnvel er erfitt að sanna að þeir hafi í raun gengið til liðs við hryðjuverkasamtök. Þó þeir verði sakfelldir er ekki mikill vilji til að halda þeim í almennum fangelsum þar sem þeir gætu dreift boðskap sínum og jafnvel fengið aðra fanga til að aðhyllast samtök eins ISIS.Sjá einnig: Mennirnir sem enginn vill fá heimMálið snýr ekki eingöngu að vígamönnum hryðjuverkasamtakanna heldur einnig að fjölskyldumeðlimum þeirra og annarra sem hafa fallið í átökum. Kúrdar halda tugi þúsunda þeirra í sérstökum búðum í Sýrlandi. Þar eru meðal annars konur og börn frá Evrópu og Norður-Ameríku. Reynslan hefur þó sýnt að margar kvenna ISIS eru þó ekki minni öfgamenn en vígamenn samtakanna.Sjá einnig: Kalífadæmið lifir áfram meðal kvenna ISISEftir að innanríkisráðherra Tyrklands sagði í síðustu viku að til stæði að flytja vígamenn til heimalanda sinna hefur verið leitast eftir upplýsingum um hvernig þeir flutningar muni fara fram. Sérstaklega með tilliti til þess að lönd þessi vilja ef til vill ekki fá þessa aðila.Samkvæmt umfjöllun Guardian þykir ólíklegt að Tyrkir geti yfir höfuð sent ríkisfangslausa aðila til annarra ríkja, sama þó þeir segist ætla að gera það.Í síðasta mánuði tókst tveimur konum til dæmis að flýja úr búðum ISIS-kvenna í Sýrlandi og ferðast til Tyrklands. Þær fóru báðar með börn þeirra í sendiráð Hollands í Ankara og fóru fram á að vera send til Hollands. Báðar konurnar voru með ríkisborgararétt í Hollandi en önnur þeirra var einnig með ríkisborgararétt í Morokkó. Konurnar voru báðar handteknar af lögreglunni í Ankara og Hollendingar tilkynntu Tyrkjum hið snarasta að seinni konan hefði verið svipt ríkisborgararétti sínum. Í samtali við Reuters segir talsmaður Utanríkisráðuneytis Þýskalands að yfirvöld þar í landi viti ekki enn hverjir þeir meintu vígamenn sem Tyrkir segjast ætla að senda til Þýskalands séu. Reynt verði að komast á snoðir um það þegar sótt verður um nauðsynlegt gögn fyrir þá. Hann segir að ekki verði mögulegt að neita að taka á móti þeim, reynist þeir vera með þýsk ríkisföng. Sýrland Tyrkland Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Sjá meira
Ríkisstjórn Tyrklands hefur sent bandarískan vígamann Íslamska ríkisins til Bandaríkjanna og einn þýskan vígamann til Þýskalands. Það var gert í dag. Þá stendur til að senda 23 vígamenn úr landi á næstu dögum. Einn þeirra er frá Danmörku, tveir frá Írlandi, níu frá Þýskalandi og ellefu frá Frakklandi. Tyrkir ætla sér að senda mun fleiri erlenda vígamenn aftur til síns heima á næstunni, sama þó einhverjir þeirra hafi verið sviptir ríkisborgararétti í heimaríkjum þeirra. Þetta kemur fram í tyrkneskum fjölmiðlum í dag. Samkvæmt frétt Reuters stendur til að senda um 2.500 erlenda vígamenn til heimalanda þeirra. Meirihluti þeirra er frá Evrópu.Sýrlenskir Kúrdar segjast vera með um tíu þúsund vígamenn í haldi og um tvö þúsund þeirra séu frá Evrópu. Kúrdar hafa lengi kallað eftir því að heimaríki þeirra taki við þeim en án árangurs. Þeir hafa ekki burði til að halda öllum þessum mönnum föngum og innrás Tyrkja í Sýrland, sem beinist að mestu gegn sýrlenskum Kúrdum, hefur gert stöðu Kúrda mun erfiðari. Ekki liggur þó fyrir hvað verður um þá vígamenn sem eru í haldi þeirra. Samkomulag á milli Kúrda og Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, gæti falið í sér að þeir verði færðir í hald stjórnarhersins. Fjölmargir erlendir vígamenn ISIS hafa lýst því yfir að þeir vilji alls ekki lenda í haldi hersins.Suleyman Soylu, innanríkisráðherra Tyrklands.AP/Burhan OzbiliciÞað eru ýmsar ástæður fyrir því að forsvarsmenn ríkja Evrópu og annarra vilja ekki fá vígamenn aftur heim. Taki þeir á móti þeim þarf að rétta yfir þeim og þá virðast meiri líkur en minni á því að yfirvöld þurfi að sleppa þeim úr haldi. Reynslan sýnir að mjög erfitt er að sakfella menn fyrir voðaverk sem þeir frömdu mögulega í Sýrlandi og Írak og jafnvel er erfitt að sanna að þeir hafi í raun gengið til liðs við hryðjuverkasamtök. Þó þeir verði sakfelldir er ekki mikill vilji til að halda þeim í almennum fangelsum þar sem þeir gætu dreift boðskap sínum og jafnvel fengið aðra fanga til að aðhyllast samtök eins ISIS.Sjá einnig: Mennirnir sem enginn vill fá heimMálið snýr ekki eingöngu að vígamönnum hryðjuverkasamtakanna heldur einnig að fjölskyldumeðlimum þeirra og annarra sem hafa fallið í átökum. Kúrdar halda tugi þúsunda þeirra í sérstökum búðum í Sýrlandi. Þar eru meðal annars konur og börn frá Evrópu og Norður-Ameríku. Reynslan hefur þó sýnt að margar kvenna ISIS eru þó ekki minni öfgamenn en vígamenn samtakanna.Sjá einnig: Kalífadæmið lifir áfram meðal kvenna ISISEftir að innanríkisráðherra Tyrklands sagði í síðustu viku að til stæði að flytja vígamenn til heimalanda sinna hefur verið leitast eftir upplýsingum um hvernig þeir flutningar muni fara fram. Sérstaklega með tilliti til þess að lönd þessi vilja ef til vill ekki fá þessa aðila.Samkvæmt umfjöllun Guardian þykir ólíklegt að Tyrkir geti yfir höfuð sent ríkisfangslausa aðila til annarra ríkja, sama þó þeir segist ætla að gera það.Í síðasta mánuði tókst tveimur konum til dæmis að flýja úr búðum ISIS-kvenna í Sýrlandi og ferðast til Tyrklands. Þær fóru báðar með börn þeirra í sendiráð Hollands í Ankara og fóru fram á að vera send til Hollands. Báðar konurnar voru með ríkisborgararétt í Hollandi en önnur þeirra var einnig með ríkisborgararétt í Morokkó. Konurnar voru báðar handteknar af lögreglunni í Ankara og Hollendingar tilkynntu Tyrkjum hið snarasta að seinni konan hefði verið svipt ríkisborgararétti sínum. Í samtali við Reuters segir talsmaður Utanríkisráðuneytis Þýskalands að yfirvöld þar í landi viti ekki enn hverjir þeir meintu vígamenn sem Tyrkir segjast ætla að senda til Þýskalands séu. Reynt verði að komast á snoðir um það þegar sótt verður um nauðsynlegt gögn fyrir þá. Hann segir að ekki verði mögulegt að neita að taka á móti þeim, reynist þeir vera með þýsk ríkisföng.
Sýrland Tyrkland Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent