Tillerson og Kelly reyndu að fá Haley til að „bjarga landinu“ Samúel Karl Ólason skrifar 11. nóvember 2019 10:18 Nikki Haley, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Sameinuðu þjóðunum. AP/Seth Wenig Nikki Haley, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Sameinuðu þjóðunum, segir tvo háttsetta meðlimi ríkisstjórnar Donald Trump, forseta, hafa reynt að fá sig í lið með þeim með því markmiði að „bjarga landinu“. Þeir hafi grafið undan forsetanum og hunsað hann. Um er að ræða þá Rex Tillerson, fyrrverandi utanríkisráðherra Trump, og John Kelly, fyrrverandi starfsmannastjóra Hvíta hússins. Í nýrri bók segir Haley að þeir hafi sagst vera að streitast gegn Trump. Þeir væru ekki óhlýðnir, heldur væru þeir að reyna að bjarga landinu. „Þeirra ákvarðanir, ekki forsetans, voru í hag Bandaríkjanna, sögðu þeir. Forsetinn vissi ekki hvað hann væri að gera,“ sagði Haley um samskiptin við Tillerson og Kelly. Þeir sögðu henni að fólk myndi deyja ef enginn héldi aftur af Trump. Hún neitaði að vinna með þeim. Í stað þess að segja það við mig, hefðu þeir átt að segja þetta við forsetann. Ekki biðja mig um að ganga til liðs við þá,“ sagði Haley í viðtali á CBS. Hún sagði einnig að þeir hefðu frekar átt að hætta en að reyna að grafa undan forsetanum.Í samtali við Washington Post segir Haley að henni hafi verið verulega brugðið eftir samskiptin og þau hafi verið hneykslanleg. Trump hafi verið kjörinn til að framfylgja stefnumálum sínum. Það hafi þeir Tillerson og Kelly ekki verið. Tillerson hefur ekki svarað fyrirspurnum blaðamanna um ummælin en Kelly sagði Washington Post að ef það að veita forsetanum þá bestu ráðgjöf sem hægt væri, væri að vinna gegn honum, þá væri hann sekur.Samband Trump við bæði Tillerson og Kelly var erfitt á köflum. Meðal annars hafa borist fregnir af því að báðir hafi talað illa um forsetann.Kelly er sagður hafa ítrekað kallað Trump „fífl“ svo starfsmenn Hvíta hússins hafi heyrt til. Þá á Tillerson að hafa kallað forsetann „helvítis fávita“. Trump rak svo Tillerson með tísti.Haley, sem Repúblikanar telja góðan kost í framboð til forseta árið 2024, gagnrýndi Trump iðulega í kosningabaráttunni en hún studdi Marco Rubio. Meðal annars gagnrýndi hún forsetann vegna skapgerðar hans og sagði hann geta dregið Bandaríkin inn í stríð vegna þess að hann yrði svo reiður í hvert sinn sem hann væri gagnrýndur. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira
Nikki Haley, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Sameinuðu þjóðunum, segir tvo háttsetta meðlimi ríkisstjórnar Donald Trump, forseta, hafa reynt að fá sig í lið með þeim með því markmiði að „bjarga landinu“. Þeir hafi grafið undan forsetanum og hunsað hann. Um er að ræða þá Rex Tillerson, fyrrverandi utanríkisráðherra Trump, og John Kelly, fyrrverandi starfsmannastjóra Hvíta hússins. Í nýrri bók segir Haley að þeir hafi sagst vera að streitast gegn Trump. Þeir væru ekki óhlýðnir, heldur væru þeir að reyna að bjarga landinu. „Þeirra ákvarðanir, ekki forsetans, voru í hag Bandaríkjanna, sögðu þeir. Forsetinn vissi ekki hvað hann væri að gera,“ sagði Haley um samskiptin við Tillerson og Kelly. Þeir sögðu henni að fólk myndi deyja ef enginn héldi aftur af Trump. Hún neitaði að vinna með þeim. Í stað þess að segja það við mig, hefðu þeir átt að segja þetta við forsetann. Ekki biðja mig um að ganga til liðs við þá,“ sagði Haley í viðtali á CBS. Hún sagði einnig að þeir hefðu frekar átt að hætta en að reyna að grafa undan forsetanum.Í samtali við Washington Post segir Haley að henni hafi verið verulega brugðið eftir samskiptin og þau hafi verið hneykslanleg. Trump hafi verið kjörinn til að framfylgja stefnumálum sínum. Það hafi þeir Tillerson og Kelly ekki verið. Tillerson hefur ekki svarað fyrirspurnum blaðamanna um ummælin en Kelly sagði Washington Post að ef það að veita forsetanum þá bestu ráðgjöf sem hægt væri, væri að vinna gegn honum, þá væri hann sekur.Samband Trump við bæði Tillerson og Kelly var erfitt á köflum. Meðal annars hafa borist fregnir af því að báðir hafi talað illa um forsetann.Kelly er sagður hafa ítrekað kallað Trump „fífl“ svo starfsmenn Hvíta hússins hafi heyrt til. Þá á Tillerson að hafa kallað forsetann „helvítis fávita“. Trump rak svo Tillerson með tísti.Haley, sem Repúblikanar telja góðan kost í framboð til forseta árið 2024, gagnrýndi Trump iðulega í kosningabaráttunni en hún studdi Marco Rubio. Meðal annars gagnrýndi hún forsetann vegna skapgerðar hans og sagði hann geta dregið Bandaríkin inn í stríð vegna þess að hann yrði svo reiður í hvert sinn sem hann væri gagnrýndur.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira