Körfubolti

Sýning hjá Hard­en í öruggum sigri og vand­ræði Golden Sta­te halda á­fram | Mynd­bönd

Anton Ingi Leifsson skrifar
James Harden í stuði í nótt.
James Harden í stuði í nótt. vísir/getty
James Harden fór á kostum í nótt er Houston vann öruggan sigur á Chicago, 117-94, er liðin mættust í NBA-körfuboltanum í nótt.

Harden gerði sér lítið fyrir og skoraði 42 stig, tók tíu fráköst og gaf níu stoðsendingar. Magnaðar tölur hjá honum í nótt en Russel Westbrook bætti við 26 stigum.

Houston hefur farið vel af stað á leiktíðinni en liðið er með sex sigra í fyrstu níu leikjunum. Gengið hefur hins vegar verið verra hjá Chicago sem er einungis með þrjá sigra í fyrstu tíu leikjunum.







Annað lið sem er í vandræðum er Golden State Warriors. Í nótt töpuðu töpuðu þeir 114-108 fyrir Oklahoma en þetta var þriðja tap í röð og áttunda á tímabilinu í tíu leikjum.

D'Angelo Russell var stigahæstur hjá Warriors með 30 stig en Ítalinn Danilo Gallinari skoraði 21 stig í jöfnu liði Oklahoma. Oklahoma með fjóra sigra í níu leikjum.







Sigurganga Boston heldur svo áfram en í nótt unnu þeir 20 stiga sigur á San Antonio, 135-115. Þetta var sjöundi sigur Boston í röð.

Öll úrslit næturinnar:

Boston - San Antonio 135-115

New Orleans - Charlotte 115-110

Houston - Chicago 117-94

Golden State - Oklahoma 108-114

Dallas - Memphis 138-122



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×