Eignaði sér heiðurinn af opnun verksmiðju sem hefur verið opin frá 2013 Samúel Karl Ólason skrifar 21. nóvember 2019 15:03 Tim Cook sýnir Donald Trump verksmiðjuna. AP/Evan Vucci Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, heimsótti verksmiðju þar sem Apple tölvur eru framleiddar í Texas í gær. Með honum var Tim Cook, forstjóri Apple. Það þykir svo sem ekki merkilegt fyrir utan það að Trump eignaði sér heiðurinn af því að verksmiðjan hafi verið opnuð og virtist hann halda því fram að hún hafi verið opnuð í gær. Hið rétt er að verksmiðjan opnaði árið 2013. Þetta mun vera í þriðja sinn á þessu ári, sem Trump skoðar gamlar verksmiðjur og eignar sér heiðurinn af því að þær hafi verið opnaðar. Hefur hann notað umræddar verksmiðjur til að halda því fram að efnahagsstefna hans hafi skilað árangri. „Fyrir mér, er þetta mjög mikilvægur dagur,“ sagði Trump í gær. Þá tók Cook til máls og leiðrétti hann forsetann ekki. Hann þakkaði Trump og starfsmönnum hans fyrir stuðninginn og sagði að dagurinn hefði ekki gengið eftir án hans. Trump ítrekaði það svo á Twitter að hann hefði opnað verksmiðjuna. Eins og áður segir var verksmiðjan opnuð árið 2013. Hún er í eigu fyrirtækis sem nefnist Flex og hefur framleitt Mac Pro tölvur frá því hún opnaði. Nánast öll framleiðsla Apple gerist í Kína.Today I opened a major Apple Manufacturing plant in Texas that will bring high paying jobs back to America. Today Nancy Pelosi closed Congress because she doesn’t care about American Workers! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 20, 2019 Blaðamaðurinn Daniel Dale, sem ver miklum tíma í að fylgjast með og greina sannleiksgildi ummæla og yfirlýsinga Trump, segir að þetta sé í þriðja sinn á þessu ári sem forsetinn eignar sér ranglega heiðurinn af opnun verksmiðja sem hann hefur heimsótt. Hann geri það iðulega þegar hann skoðar verksmiðjur.Trump has now falsely taken credit for the existence of three plants he has visited this year: one in Texas, one in Louisiana, one in Pennsylvania. It's his standard bit when he visits a manufacturing facility. — Daniel Dale (@ddale8) November 20, 2019 Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, heimsótti verksmiðju þar sem Apple tölvur eru framleiddar í Texas í gær. Með honum var Tim Cook, forstjóri Apple. Það þykir svo sem ekki merkilegt fyrir utan það að Trump eignaði sér heiðurinn af því að verksmiðjan hafi verið opnuð og virtist hann halda því fram að hún hafi verið opnuð í gær. Hið rétt er að verksmiðjan opnaði árið 2013. Þetta mun vera í þriðja sinn á þessu ári, sem Trump skoðar gamlar verksmiðjur og eignar sér heiðurinn af því að þær hafi verið opnaðar. Hefur hann notað umræddar verksmiðjur til að halda því fram að efnahagsstefna hans hafi skilað árangri. „Fyrir mér, er þetta mjög mikilvægur dagur,“ sagði Trump í gær. Þá tók Cook til máls og leiðrétti hann forsetann ekki. Hann þakkaði Trump og starfsmönnum hans fyrir stuðninginn og sagði að dagurinn hefði ekki gengið eftir án hans. Trump ítrekaði það svo á Twitter að hann hefði opnað verksmiðjuna. Eins og áður segir var verksmiðjan opnuð árið 2013. Hún er í eigu fyrirtækis sem nefnist Flex og hefur framleitt Mac Pro tölvur frá því hún opnaði. Nánast öll framleiðsla Apple gerist í Kína.Today I opened a major Apple Manufacturing plant in Texas that will bring high paying jobs back to America. Today Nancy Pelosi closed Congress because she doesn’t care about American Workers! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 20, 2019 Blaðamaðurinn Daniel Dale, sem ver miklum tíma í að fylgjast með og greina sannleiksgildi ummæla og yfirlýsinga Trump, segir að þetta sé í þriðja sinn á þessu ári sem forsetinn eignar sér ranglega heiðurinn af opnun verksmiðja sem hann hefur heimsótt. Hann geri það iðulega þegar hann skoðar verksmiðjur.Trump has now falsely taken credit for the existence of three plants he has visited this year: one in Texas, one in Louisiana, one in Pennsylvania. It's his standard bit when he visits a manufacturing facility. — Daniel Dale (@ddale8) November 20, 2019
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira