Dómstóll á Spáni segir töskugjald Ryanair vera „óhóflegt“ Atli Ísleifsson skrifar 21. nóvember 2019 07:06 Ryanair er eitt stærsta lággjaldaflugfélag heims. Getty Dómstóll á Spáni hefur kallað stefnu írska lággjaldaflugfélagsins Ryanair að rukka gjald fyrir handfarangur „óhóflega“, eftir að farþegi var sektaður fyrir að taka handfarangur um borð án sérstaks miða. Farþeginn var skikkaður til að greiða tuttugu evrur, um 2.700 krónur á gengi dagsins í dag, fyrir að taka tíu kílóa tösku með sér um borð. Ryanair heimilar farþegum að taka með sér smærri töskur um borð án þess að greiða þurfi fyrir það sérstaklega. Þurfa töskurnar þó að vera af þeirri stæðargráðu að hægt sé að koma þeim fyrir undir sætinu fyrir framan farþegann. Annars þurfi að greiða sérstakt gjald. Í frétt BBC segir að Ryanair ætli sér ekki að breyta farangursstefnu sinni. Að um einangrað tilvik sé að ræða þar sem frelsi flugfélagsins til að ákvarða farangursstærð í farþegarými sínu hafi verið mistúlkað.GettyFarþeginn var á leið frá Madríd á Spáni til Brussel í Belgíu þegar hann var rukkaður um gjaldið. Farþeginn stefndi flugfélaginu og dæmdi dómstóllinn, sem tekur fyrir neytendamál, að flugfélagið skyldi endurgreiða konunni, auk vaxta. Auðvelt hefði verið fyrir töskuna að komast fyrir í farþegarýminu. Dómstóllinn dæmdi stefnu flugfélagsins jafnframt dauða og ómerka og hefur krafist þess að Ryanair breyti henni. Dómstóllinn sagði þó að Ryanair þyrfti ekki að greiða farþeganum skaðabætur þar sem þótti sannað að farþeginn hafi ekki orðið fyrir nægilega miklu tilfinningalegu tjóni vegna málsins. Fréttir af flugi Spánn Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Dómstóll á Spáni hefur kallað stefnu írska lággjaldaflugfélagsins Ryanair að rukka gjald fyrir handfarangur „óhóflega“, eftir að farþegi var sektaður fyrir að taka handfarangur um borð án sérstaks miða. Farþeginn var skikkaður til að greiða tuttugu evrur, um 2.700 krónur á gengi dagsins í dag, fyrir að taka tíu kílóa tösku með sér um borð. Ryanair heimilar farþegum að taka með sér smærri töskur um borð án þess að greiða þurfi fyrir það sérstaklega. Þurfa töskurnar þó að vera af þeirri stæðargráðu að hægt sé að koma þeim fyrir undir sætinu fyrir framan farþegann. Annars þurfi að greiða sérstakt gjald. Í frétt BBC segir að Ryanair ætli sér ekki að breyta farangursstefnu sinni. Að um einangrað tilvik sé að ræða þar sem frelsi flugfélagsins til að ákvarða farangursstærð í farþegarými sínu hafi verið mistúlkað.GettyFarþeginn var á leið frá Madríd á Spáni til Brussel í Belgíu þegar hann var rukkaður um gjaldið. Farþeginn stefndi flugfélaginu og dæmdi dómstóllinn, sem tekur fyrir neytendamál, að flugfélagið skyldi endurgreiða konunni, auk vaxta. Auðvelt hefði verið fyrir töskuna að komast fyrir í farþegarýminu. Dómstóllinn dæmdi stefnu flugfélagsins jafnframt dauða og ómerka og hefur krafist þess að Ryanair breyti henni. Dómstóllinn sagði þó að Ryanair þyrfti ekki að greiða farþeganum skaðabætur þar sem þótti sannað að farþeginn hafi ekki orðið fyrir nægilega miklu tilfinningalegu tjóni vegna málsins.
Fréttir af flugi Spánn Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira