Vildu 71 milljón úr búi iglo+indi Stefán Ó. Jónsson skrifar 5. desember 2019 09:18 Helga Ólafsdóttir var yfirhönnuður og aðaleigandi verslunarinnar. igloindi.com Engar eignir fundust í búi hönnunarverslunarinnar iglo+indi sem, eins og greint var frá, var tekið til gjaldþrotaskipta um miðjan september síðastliðinn. Lýstar kröfur í búið námu rúmlega 71 milljón króna og lauk gjaldþrotaskiptum í lok nóvember, án þess að greiðsla fengist upp í kröfur. Verslunin var rekin í félaginu Ígló ehf. sem stofnað var af Helgu Ólafsdóttir og Lovísu Ólafsdóttur árið 2008 og sérhæfði sig í hönnun barnafata. Helga, sem titluð var eigandi og yfirhönnuður, tjáði sig um gjaldþrotið á sínum tíma og sagði það hafa verið nokkuð áfall. Það hafi þurft þol og metnað til að hanna og framleiða þær 2500 mismunandi flíkur sem aðstandendur fyrirtækisins gerðu, meðan þess naut við.Sjá einnig: „Erfitt að sætta sig við hvernig fór“ Barnafatamerkið iglo+indi hafði vakið athygli víða um heim og voru fatalínur þeirra meðal sýndar á tískusýningum erlendis. Fyrirtækið byrjaði að leggja meiri áherslu á erlenda markaði árið 2013 og voru vörur þeirra á tímabili seldar í yfir hundrað verslunum. „Það er flókið fyrir lítil hönnunarfyrirtæki á Íslandi að lifa af. Rekstrarumhverfið er ekki bara sveiflukennt heldur er mjög dýrt að þróa, framleiða, markaðssetja og selja íslenska hönnun hérlendis og erlendis,“ skrifaði Helga við fall fyrirtækisins. „Að hafa lifað af í þessu rekstrarumhverfi í ellefu ár er bara nokkuð gott ef miðað er við sambærileg fyrirtæki í þessum bransa. Það er samt engin huggun í því og að þurfa að kveðja á þennan hátt hefur verið ansi erfitt. Það er erfitt að sætta sig við það hvernig fór.“ Gjaldþrot Tíska og hönnun Tengdar fréttir Barnafatamerkið iglo+indi gjaldþrota Hönnunarfyrirtækið Ígló ehf hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta. 27. september 2019 13:00 „Erfitt að sætta sig við það hvernig fór“ Helga Ólafsdóttir eigandi og yfirhönnuður iglo+indi segist sorgmædd yfir endalokum fyrirtækisins. 30. september 2019 09:30 Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Sjá meira
Engar eignir fundust í búi hönnunarverslunarinnar iglo+indi sem, eins og greint var frá, var tekið til gjaldþrotaskipta um miðjan september síðastliðinn. Lýstar kröfur í búið námu rúmlega 71 milljón króna og lauk gjaldþrotaskiptum í lok nóvember, án þess að greiðsla fengist upp í kröfur. Verslunin var rekin í félaginu Ígló ehf. sem stofnað var af Helgu Ólafsdóttir og Lovísu Ólafsdóttur árið 2008 og sérhæfði sig í hönnun barnafata. Helga, sem titluð var eigandi og yfirhönnuður, tjáði sig um gjaldþrotið á sínum tíma og sagði það hafa verið nokkuð áfall. Það hafi þurft þol og metnað til að hanna og framleiða þær 2500 mismunandi flíkur sem aðstandendur fyrirtækisins gerðu, meðan þess naut við.Sjá einnig: „Erfitt að sætta sig við hvernig fór“ Barnafatamerkið iglo+indi hafði vakið athygli víða um heim og voru fatalínur þeirra meðal sýndar á tískusýningum erlendis. Fyrirtækið byrjaði að leggja meiri áherslu á erlenda markaði árið 2013 og voru vörur þeirra á tímabili seldar í yfir hundrað verslunum. „Það er flókið fyrir lítil hönnunarfyrirtæki á Íslandi að lifa af. Rekstrarumhverfið er ekki bara sveiflukennt heldur er mjög dýrt að þróa, framleiða, markaðssetja og selja íslenska hönnun hérlendis og erlendis,“ skrifaði Helga við fall fyrirtækisins. „Að hafa lifað af í þessu rekstrarumhverfi í ellefu ár er bara nokkuð gott ef miðað er við sambærileg fyrirtæki í þessum bransa. Það er samt engin huggun í því og að þurfa að kveðja á þennan hátt hefur verið ansi erfitt. Það er erfitt að sætta sig við það hvernig fór.“
Gjaldþrot Tíska og hönnun Tengdar fréttir Barnafatamerkið iglo+indi gjaldþrota Hönnunarfyrirtækið Ígló ehf hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta. 27. september 2019 13:00 „Erfitt að sætta sig við það hvernig fór“ Helga Ólafsdóttir eigandi og yfirhönnuður iglo+indi segist sorgmædd yfir endalokum fyrirtækisins. 30. september 2019 09:30 Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Sjá meira
Barnafatamerkið iglo+indi gjaldþrota Hönnunarfyrirtækið Ígló ehf hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta. 27. september 2019 13:00
„Erfitt að sætta sig við það hvernig fór“ Helga Ólafsdóttir eigandi og yfirhönnuður iglo+indi segist sorgmædd yfir endalokum fyrirtækisins. 30. september 2019 09:30