United Airlines snýr baki við Boeing og kaupir fimmtíu Airbus-þotur Atli Ísleifsson skrifar 4. desember 2019 08:13 United Airlines er nú þegar með nokkrar Airbus-vélar í flota sínum. Getty Bandaríska flugfélagið United Airlines hefur fest kaup á fimmtíu Airbus-þotum til að fylla skarð eldri Boeing-þota félagsins. United Airlines greindi frá þessu í morgun og er þetta nýjasta áfallið fyrir bandaríska flugvélaframleiðandann Boeing sem hefur átt sérstaklega erfitt ár eftir að 737 MAX-vélar þess voru kyrrsettar í kjölfar tveggja mannskæðra flugslysa. Nýju Airbus-þoturnar eru langdrægar og af gerðinni Airbus A321XLR og er þeim ætlað að koma í stað 53 Boeing 757-200 véla flugfélagsins. Er talið að Airbus-vélarnar eyði um 30 prósent minna af eldsneyti en gömlu Boeing-vélarnar. United Airlines bætist með þessu í hóp bandarískra flugfélaga sem hafa að undanförnu frekar kosið að leita til evrópska flugvélaframleiðandans Airbus í stað Boeing. Nýju Airbus-vélar United munu bætast í flotann árið 2024. Áætlað er að samningur United Airlines og Airbus hljóði upp á 7,1 milljarða Bandaríkjadala, ef frá er talinn mögulegur afsláttur. Airbus Bandaríkin Boeing Fréttir af flugi Mest lesið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bandaríska flugfélagið United Airlines hefur fest kaup á fimmtíu Airbus-þotum til að fylla skarð eldri Boeing-þota félagsins. United Airlines greindi frá þessu í morgun og er þetta nýjasta áfallið fyrir bandaríska flugvélaframleiðandann Boeing sem hefur átt sérstaklega erfitt ár eftir að 737 MAX-vélar þess voru kyrrsettar í kjölfar tveggja mannskæðra flugslysa. Nýju Airbus-þoturnar eru langdrægar og af gerðinni Airbus A321XLR og er þeim ætlað að koma í stað 53 Boeing 757-200 véla flugfélagsins. Er talið að Airbus-vélarnar eyði um 30 prósent minna af eldsneyti en gömlu Boeing-vélarnar. United Airlines bætist með þessu í hóp bandarískra flugfélaga sem hafa að undanförnu frekar kosið að leita til evrópska flugvélaframleiðandans Airbus í stað Boeing. Nýju Airbus-vélar United munu bætast í flotann árið 2024. Áætlað er að samningur United Airlines og Airbus hljóði upp á 7,1 milljarða Bandaríkjadala, ef frá er talinn mögulegur afsláttur.
Airbus Bandaríkin Boeing Fréttir af flugi Mest lesið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent