Tekjuhæsta YouTube-stjarnan er átta ára og þénaði þrjá milljarða á árinu Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. desember 2019 20:51 Ryan Kaji sést hér í einu myndbanda sinna. Skjáskot/youtube Átta ára YouTube-stjarna, sem heldur úti gríðarvinsælli leikfangarás á miðlinum, er sá hæst launaði í stéttinni, samkvæmt nýrri úttekt Forbes fyrir árið 2019. Ryan Kaji var fjögurra ára þegar hann hóf, í samráði við foreldra sína, að birta myndbönd á YouTube undir merkjum Ryan‘s Toys Review. Þar tók Kaji leikföng úr pakkningunum, sagði frá þeim og gagnrýndi þau. Rásin, sem nú heitir Ryan‘s World, eða Heimur Ryans, öðlaðist gríðarmiklar vinsældir á skömmum tíma og státar nú af um 23 milljónum áskrifenda. Kaji er talinn hafa þénað um 26 milljónir Bandaríkjadala á árinu, eða um 3,2 milljarða íslenskra króna. Það er fjórum milljónum Bandaríkjadala meira en tekjur hans árið áður. Aðrir sem komust á lista Forbes yfir þær YouTube-stjörnur sem þénuðu mest árið 2019 voru m.a. Dude Perfect, vinahópur sem framkvæmir lygileg, og oft íþróttatengd, áhættuatriði, með 20 milljónir Bandaríkjadala og hinn sænski Felix Kjellberg, eða PewDiePie, með þrettán milljónir.Hér að neðan má sjá myndband úr smiðju Ryan's World. Samfélagsmiðlar Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Átta ára YouTube-stjarna, sem heldur úti gríðarvinsælli leikfangarás á miðlinum, er sá hæst launaði í stéttinni, samkvæmt nýrri úttekt Forbes fyrir árið 2019. Ryan Kaji var fjögurra ára þegar hann hóf, í samráði við foreldra sína, að birta myndbönd á YouTube undir merkjum Ryan‘s Toys Review. Þar tók Kaji leikföng úr pakkningunum, sagði frá þeim og gagnrýndi þau. Rásin, sem nú heitir Ryan‘s World, eða Heimur Ryans, öðlaðist gríðarmiklar vinsældir á skömmum tíma og státar nú af um 23 milljónum áskrifenda. Kaji er talinn hafa þénað um 26 milljónir Bandaríkjadala á árinu, eða um 3,2 milljarða íslenskra króna. Það er fjórum milljónum Bandaríkjadala meira en tekjur hans árið áður. Aðrir sem komust á lista Forbes yfir þær YouTube-stjörnur sem þénuðu mest árið 2019 voru m.a. Dude Perfect, vinahópur sem framkvæmir lygileg, og oft íþróttatengd, áhættuatriði, með 20 milljónir Bandaríkjadala og hinn sænski Felix Kjellberg, eða PewDiePie, með þrettán milljónir.Hér að neðan má sjá myndband úr smiðju Ryan's World.
Samfélagsmiðlar Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira