Sakaði eiginkonu dáins þingmanns um vanþakklæti og ýjaði að veru hans í helvíti Samúel Karl Ólason skrifar 19. desember 2019 12:15 Donald Trump á kosningafundinum í gær. AP/Paul Sancya Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fór um víðan völl á kosningafundi sínum í Michigan í gær. Fundurinn var á sama tíma og umræður á fulltrúadeildinni um hvort ákæra ætti Trump til embættismissis og spilaði það nokkuð stóra rullu á fundi Trump, sem stóð yfir í rúmar tvær klukkustundir. Umdeildasta atvik fundarins var þó þegar Trump gaf í skyn að lengst sitjandi þingmaður Bandaríkjanna John Dingell, sem dó fyrr á árinu, væri í helvíti, því Debbie Dingell, eiginkona hans sem tók við embættinu, greiddi atkvæði með ákærunum gegn Trump. Þá sakaði Trump Debbie Dingell um vanþakklæti því hann hefði látið flagga í hálfa stöng þegar John dó. „Ég gaf honum ekki B-meðferðina. Ég gaf honum ekki C eða D, ég hefði getað það. Enginn hefði…Þið vitið. Ég gaf honum A-Plús-meðferðina. Takið fánana niður!“ sagði Trump. „Ég lét hann hafa allt. Það er allt í lagi. Ég vil ekkert í staðinn. Ég vil ekki neitt fyrir það sem ég geri.“ Því næst leiklas hann símtal frá Debbie þar sem hún á að hafa þakkað honum fyrir meðferðina sem eiginmaður hennar fékk eftir að hann dó.Sjá einnig: Lengst starfandi þingmaður Bandaríkjanna látinnTrump sagði Debbie hafa þakkað sér fyrir og sagt að John hefði verið mjög ánægður með þetta. Hann væri að fylgjast með af himnum. „Kannski er hann að horfa upp,“ sagði Trump og bætti fljótt við: „Ég veit það ekki. Ég veit það ekki. Kannski. En gerum ráð fyrir því að hann sé að horfa niður.“ Sjá má ummæli forsetans hér að neðan. Debbie Dingell svaraði forsetanum fljótt á Twitter. Þar sagði hún meðal annars að hún væri að undirbúa sig fyrir fyrstu jólahátíðina án mannsins sem hún elskar og Trump geti ekki ímyndað sér hve mikið orð hans hafi komið niður á henni. Þá hafi hann gert bataferli hennar mun erfiðara. Mr. President, let’s set politics aside. My husband earned all his accolades after a lifetime of service. I’m preparing for the first holiday season without the man I love. You brought me down in a way you can never imagine and your hurtful words just made my healing much harder.— Rep. Debbie Dingell (@RepDebDingell) December 19, 2019 Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fór um víðan völl á kosningafundi sínum í Michigan í gær. Fundurinn var á sama tíma og umræður á fulltrúadeildinni um hvort ákæra ætti Trump til embættismissis og spilaði það nokkuð stóra rullu á fundi Trump, sem stóð yfir í rúmar tvær klukkustundir. Umdeildasta atvik fundarins var þó þegar Trump gaf í skyn að lengst sitjandi þingmaður Bandaríkjanna John Dingell, sem dó fyrr á árinu, væri í helvíti, því Debbie Dingell, eiginkona hans sem tók við embættinu, greiddi atkvæði með ákærunum gegn Trump. Þá sakaði Trump Debbie Dingell um vanþakklæti því hann hefði látið flagga í hálfa stöng þegar John dó. „Ég gaf honum ekki B-meðferðina. Ég gaf honum ekki C eða D, ég hefði getað það. Enginn hefði…Þið vitið. Ég gaf honum A-Plús-meðferðina. Takið fánana niður!“ sagði Trump. „Ég lét hann hafa allt. Það er allt í lagi. Ég vil ekkert í staðinn. Ég vil ekki neitt fyrir það sem ég geri.“ Því næst leiklas hann símtal frá Debbie þar sem hún á að hafa þakkað honum fyrir meðferðina sem eiginmaður hennar fékk eftir að hann dó.Sjá einnig: Lengst starfandi þingmaður Bandaríkjanna látinnTrump sagði Debbie hafa þakkað sér fyrir og sagt að John hefði verið mjög ánægður með þetta. Hann væri að fylgjast með af himnum. „Kannski er hann að horfa upp,“ sagði Trump og bætti fljótt við: „Ég veit það ekki. Ég veit það ekki. Kannski. En gerum ráð fyrir því að hann sé að horfa niður.“ Sjá má ummæli forsetans hér að neðan. Debbie Dingell svaraði forsetanum fljótt á Twitter. Þar sagði hún meðal annars að hún væri að undirbúa sig fyrir fyrstu jólahátíðina án mannsins sem hún elskar og Trump geti ekki ímyndað sér hve mikið orð hans hafi komið niður á henni. Þá hafi hann gert bataferli hennar mun erfiðara. Mr. President, let’s set politics aside. My husband earned all his accolades after a lifetime of service. I’m preparing for the first holiday season without the man I love. You brought me down in a way you can never imagine and your hurtful words just made my healing much harder.— Rep. Debbie Dingell (@RepDebDingell) December 19, 2019
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila