Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, segist vera hættur að fagna því þegar leikmenn hans koma boltanum í mark andstæðinganna vegna VAR myndbandatækninnar.
Tvö atvik komu upp í 2-0 sigri Liverpool á Watford í ensku úrvalsdeildinni í gær. Í fyrra skiptið var mark dæmt af Sadio Mane þar sem hann var rangstæður.
Seinna mark Salah var svo skoðað gaumgæfilega áður en það var látið standa.
„Ég er hættur að fagna mörkum, augljóslega. Af því að við þurfum að bíða þar til einhver segir að það sé mark,“ segir Klopp.
VAR strikes again
— Odds Watch (@Odds_Watch) December 14, 2019
Now that is CLOSE!
Is #LFC's Sadio Mane really offside here?#LIVWAT pic.twitter.com/0daX0J5OyO