Segir ráðamenn og stjórnendur orkufyrirtækja á flótta undan ábyrgðinni Birgir Olgeirsson skrifar 14. desember 2019 18:30 Landvernd segir yfirvöld og orkufyrirtækin hafa brugðist almenningi við uppbyggingu raforkuinnviða en skella sökinni á aðra. Ekki sé hægt að kenna kærum landeigenda eða náttúruverndarsinna um rafmagnsleysið í vikunni. Þjóðaröryggi var ógnað þegar fjarskipti rofnuðu og rafkynding ekki til staðar vegna rafmagnsleysis. Byggðalínan varð fyrir miklu tjóni. Hún er komin til ára sinna og kallað eftir úrbætum á henni. Forsvarsmenn orkufyrirtækja sögðu það ferli tímafrekt og landeigendur, sem ekki eiga fasta búsetu þar, marga hverja trega til að hleypa innviðum í gegnum sína jörð. Samgönguráðherra sagði í fréttum í gær að þjóðaröryggi ætti að vega þyngra en réttur landeigenda. Þannig væri það á Norðurlöndunum. Á flótta undan eigin ábyrgð Framkvæmdastjóri Landverndar segir forsvarsmenn orkufyrirtækjanna hengja bakara fyrir smið. „Mér finnst þetta mjög skrýtin umræða komandi frá risastórum ríkisfyrirtækjum sem eiga að sjá til að innviðirnir séu í lagi, en virðast bara benda á einhverja aðra. Þeir hafa verið mjög virkir í því að leggja línur og láta allt ganga upp fyrir stóriðjuna. Svo þegar þeir eiga sinna þjónustuhlutverki sínu fyrir almenning og byggja upp innviði, þá er það einhverjum öðrum að kenna,“ segir Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar. „Það sem okkur sýnist hafa gerst er ekkert af þeim línum sem hafa í raun og veru verið umdeildar, heldur eru þetta staðir sem fyrirtæki hafa ekki staðið sig í þjónustu við.“ Vilja raflínur í jörð Hún segir Landvernd hafa bent á kosti þess að leggja raflínur í jörð. „Við höfum bent á það árum saman. Landsnet hefur bara núna á allra síðustu árum tekið það til greina. Við höfum farið í mjög mikla vinnu til að fá Landsnet og önnur raforkufyrirtæki til að skoða það yfir höfuð. Þau segja að jarðstrengir séu svo dýrir og komi ekki til greina. Við ætlum að þakka okkur pínulítið fyrir það að Landsnet er farið að skoða jarðstrengi fyrir alvöru.“ Landvernd hafi einungis farið í málaferli vegna raflína sem eiga að þjónusta stóriðju, þar á meðal vegna Bakkalínu og á Suðurnesjum. Umhverfismál þjóðaröryggismál Samtökin myndu mótmæla því harðlega ef gengið yrði kærurétt varðandi lagningu raflína, rétturinn standi ekki í vegi fyrir innviðauppbyggingu. Landvernd setji raunverulegt þjóðaröryggi ofar umhverfismálum. „Ef um raunverulegt þjóðaröryggi er að ræða er það eitthvað sem þarf að skoða heildstætt. Landsnet fór út í kringum ársfund sinn á þessu ári að rafmagnsskortur væri yfirvofandi í landinu og þetta væri þjóðaröryggismál. Þegar við erum að horfa á að 80 prósent af því rafmagni sem við erum að framleiða á Íslandi fer til stóriðju þá er þetta algjörlega út í hött að vera tala um þjóðaröryggismál út af rafmagnsskorti þegar við erum að selja alla raforkuna okkar til erlendra stórfyrirtækja. Eins og ástandið er í heiminum í dag, þá eru umhverfismál þjóðaröryggismál.“ Orkumál Óveður 10. og 11. desember 2019 Umhverfismál Tengdar fréttir Þjóðaröryggi þurfi að vega þyngra en hagsmunir landeigenda Ráðherrar segja ljóst að tjónið á Norðurlandi sé mikið og forgangsraða þurfi kerfinu svo þjóðaröryggi vegi þyngra heldur en hagsmunir einstaklinga til að tryggja innviði landsins. Þetta sögðu ráðherrarnir eftir að hafa kynnt sér aðstæður í dag. 13. desember 2019 21:43 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Sjá meira
Landvernd segir yfirvöld og orkufyrirtækin hafa brugðist almenningi við uppbyggingu raforkuinnviða en skella sökinni á aðra. Ekki sé hægt að kenna kærum landeigenda eða náttúruverndarsinna um rafmagnsleysið í vikunni. Þjóðaröryggi var ógnað þegar fjarskipti rofnuðu og rafkynding ekki til staðar vegna rafmagnsleysis. Byggðalínan varð fyrir miklu tjóni. Hún er komin til ára sinna og kallað eftir úrbætum á henni. Forsvarsmenn orkufyrirtækja sögðu það ferli tímafrekt og landeigendur, sem ekki eiga fasta búsetu þar, marga hverja trega til að hleypa innviðum í gegnum sína jörð. Samgönguráðherra sagði í fréttum í gær að þjóðaröryggi ætti að vega þyngra en réttur landeigenda. Þannig væri það á Norðurlöndunum. Á flótta undan eigin ábyrgð Framkvæmdastjóri Landverndar segir forsvarsmenn orkufyrirtækjanna hengja bakara fyrir smið. „Mér finnst þetta mjög skrýtin umræða komandi frá risastórum ríkisfyrirtækjum sem eiga að sjá til að innviðirnir séu í lagi, en virðast bara benda á einhverja aðra. Þeir hafa verið mjög virkir í því að leggja línur og láta allt ganga upp fyrir stóriðjuna. Svo þegar þeir eiga sinna þjónustuhlutverki sínu fyrir almenning og byggja upp innviði, þá er það einhverjum öðrum að kenna,“ segir Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar. „Það sem okkur sýnist hafa gerst er ekkert af þeim línum sem hafa í raun og veru verið umdeildar, heldur eru þetta staðir sem fyrirtæki hafa ekki staðið sig í þjónustu við.“ Vilja raflínur í jörð Hún segir Landvernd hafa bent á kosti þess að leggja raflínur í jörð. „Við höfum bent á það árum saman. Landsnet hefur bara núna á allra síðustu árum tekið það til greina. Við höfum farið í mjög mikla vinnu til að fá Landsnet og önnur raforkufyrirtæki til að skoða það yfir höfuð. Þau segja að jarðstrengir séu svo dýrir og komi ekki til greina. Við ætlum að þakka okkur pínulítið fyrir það að Landsnet er farið að skoða jarðstrengi fyrir alvöru.“ Landvernd hafi einungis farið í málaferli vegna raflína sem eiga að þjónusta stóriðju, þar á meðal vegna Bakkalínu og á Suðurnesjum. Umhverfismál þjóðaröryggismál Samtökin myndu mótmæla því harðlega ef gengið yrði kærurétt varðandi lagningu raflína, rétturinn standi ekki í vegi fyrir innviðauppbyggingu. Landvernd setji raunverulegt þjóðaröryggi ofar umhverfismálum. „Ef um raunverulegt þjóðaröryggi er að ræða er það eitthvað sem þarf að skoða heildstætt. Landsnet fór út í kringum ársfund sinn á þessu ári að rafmagnsskortur væri yfirvofandi í landinu og þetta væri þjóðaröryggismál. Þegar við erum að horfa á að 80 prósent af því rafmagni sem við erum að framleiða á Íslandi fer til stóriðju þá er þetta algjörlega út í hött að vera tala um þjóðaröryggismál út af rafmagnsskorti þegar við erum að selja alla raforkuna okkar til erlendra stórfyrirtækja. Eins og ástandið er í heiminum í dag, þá eru umhverfismál þjóðaröryggismál.“
Orkumál Óveður 10. og 11. desember 2019 Umhverfismál Tengdar fréttir Þjóðaröryggi þurfi að vega þyngra en hagsmunir landeigenda Ráðherrar segja ljóst að tjónið á Norðurlandi sé mikið og forgangsraða þurfi kerfinu svo þjóðaröryggi vegi þyngra heldur en hagsmunir einstaklinga til að tryggja innviði landsins. Þetta sögðu ráðherrarnir eftir að hafa kynnt sér aðstæður í dag. 13. desember 2019 21:43 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Sjá meira
Þjóðaröryggi þurfi að vega þyngra en hagsmunir landeigenda Ráðherrar segja ljóst að tjónið á Norðurlandi sé mikið og forgangsraða þurfi kerfinu svo þjóðaröryggi vegi þyngra heldur en hagsmunir einstaklinga til að tryggja innviði landsins. Þetta sögðu ráðherrarnir eftir að hafa kynnt sér aðstæður í dag. 13. desember 2019 21:43