Breytingar á VAR um jólin á öllum völlum nema hjá Liverpool og Man. United Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. desember 2019 14:00 Tilkynning um VAR á heimavelli Tottenham. Getty/Ivan Yordanov Enska úrvalsdeildin hefur svarað mikilli gagnrýni á útfærslu sína á Varsjánni á þessu tímabili með því að auka upplýsingaflæði til áhorfenda á leikvöllum ensku úrvalsdeildarinnar frá og með hátíðarleikjunum. Áhorfendur heima í stofu hafa fengið að sjá af hverju mörk eru dæmd af eða víti eru dæmd út frá VAR en þeir sem er á vellinum hafa hingað til ekki fengið að sjá neitt nema sjálfa niðurstöðuna. The Premier League hopes supporters will receive more information about VAR decisions on giant screens in time for the festive fixtures.— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) December 9, 2019 Þetta mun nú breytast frá og með jólaleikjunum í ensku úrvalsdeildinni samkvæmt frétt á Sky Sports. Frá og með leikjum 21. desember eða leikjunum á öðrum degi jóla þá munu koma fram meiri upplýsingar á skjánum. Hverjar þær verða nákvæmlega og hver endanlega útfærsla verður kemur ekki endanlega í ljós fyrr en á fundi á föstudaginn. Félögin í ensku úrvalsdeildinni hafa þegar samþykkt það að auka upplýsingaflæðið þegar atvik eru í skoðun hjá VAR. Sem dæmi má nefna að áður stóð á skjánum: „Möguleg vítaspyrna skoðuð“ en hér eftir gæti staðið „Möguleg vítaspyrna vegna hendi skoðuð“. Um leið og atvik er farið í skoðun úi VAR-herberginu í Stockley Park þá fá áhorfendur á vellinum að vita hvað sé verið að skoða. Enska úrvalsdeildin mun halda áfram að skoða myndbönd af atvikum sem er breytt í VAR en aðeins eftir að dómarinn hefur tekið endanlega niðurstöðu. Premier League to roll out new changes to how VAR is shown in stadiums over Christmas https://t.co/mooMjq0gz1— Sun Sport (@SunSport) December 11, 2019 Þetta snýr hins vegar aðeins að átján af tuttugu liðum ensku úrvalsdeildarinnar eða þeim liðum sem hafa risaskjá á sínum leikvöngum. Það eru nefnilega engir skjáir á Old Trafford og Anfield. Liverpool og Manchester United þurfa ekki að setja upp slíka skjái samkvæmt reglum leiksins. Arsene Wenger, nýr yfirmaður þróunarmála fótboltans hjá FIFA, er einn af þeim sem hefur gagnrýnt þetta ástand á Old Trafford og Anfield og segir að þessi tvö risafélög þurfi að breyta því hið fyrsta. Enski boltinn Mest lesið Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Enski boltinn Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Körfubolti Amorim segir leikmenn sína hrædda Enski boltinn Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Handbolti „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Enski boltinn „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Körfubolti Fleiri fréttir „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Sjá meira
Enska úrvalsdeildin hefur svarað mikilli gagnrýni á útfærslu sína á Varsjánni á þessu tímabili með því að auka upplýsingaflæði til áhorfenda á leikvöllum ensku úrvalsdeildarinnar frá og með hátíðarleikjunum. Áhorfendur heima í stofu hafa fengið að sjá af hverju mörk eru dæmd af eða víti eru dæmd út frá VAR en þeir sem er á vellinum hafa hingað til ekki fengið að sjá neitt nema sjálfa niðurstöðuna. The Premier League hopes supporters will receive more information about VAR decisions on giant screens in time for the festive fixtures.— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) December 9, 2019 Þetta mun nú breytast frá og með jólaleikjunum í ensku úrvalsdeildinni samkvæmt frétt á Sky Sports. Frá og með leikjum 21. desember eða leikjunum á öðrum degi jóla þá munu koma fram meiri upplýsingar á skjánum. Hverjar þær verða nákvæmlega og hver endanlega útfærsla verður kemur ekki endanlega í ljós fyrr en á fundi á föstudaginn. Félögin í ensku úrvalsdeildinni hafa þegar samþykkt það að auka upplýsingaflæðið þegar atvik eru í skoðun hjá VAR. Sem dæmi má nefna að áður stóð á skjánum: „Möguleg vítaspyrna skoðuð“ en hér eftir gæti staðið „Möguleg vítaspyrna vegna hendi skoðuð“. Um leið og atvik er farið í skoðun úi VAR-herberginu í Stockley Park þá fá áhorfendur á vellinum að vita hvað sé verið að skoða. Enska úrvalsdeildin mun halda áfram að skoða myndbönd af atvikum sem er breytt í VAR en aðeins eftir að dómarinn hefur tekið endanlega niðurstöðu. Premier League to roll out new changes to how VAR is shown in stadiums over Christmas https://t.co/mooMjq0gz1— Sun Sport (@SunSport) December 11, 2019 Þetta snýr hins vegar aðeins að átján af tuttugu liðum ensku úrvalsdeildarinnar eða þeim liðum sem hafa risaskjá á sínum leikvöngum. Það eru nefnilega engir skjáir á Old Trafford og Anfield. Liverpool og Manchester United þurfa ekki að setja upp slíka skjái samkvæmt reglum leiksins. Arsene Wenger, nýr yfirmaður þróunarmála fótboltans hjá FIFA, er einn af þeim sem hefur gagnrýnt þetta ástand á Old Trafford og Anfield og segir að þessi tvö risafélög þurfi að breyta því hið fyrsta.
Enski boltinn Mest lesið Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Enski boltinn Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Körfubolti Amorim segir leikmenn sína hrædda Enski boltinn Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Handbolti „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Enski boltinn „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Körfubolti Fleiri fréttir „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Sjá meira