Jólakveðja Arnar Sveinn Geirsson skrifar 22. desember 2019 13:35 Pistlahöfundur ársins. Þetta gleður mig mikið og fyrir því eru nokkrar ástæður sem mig langar að fara yfir í stuttu máli. Í fyrsta lagi stendur þetta mér mjög nærri og hafa þessi skrif mín hjálpað mér alveg ótrúlega mikið. Þegar ég lendi á hraðahindrun sem virðist í fyrstu ætla að stöðva mig alveg finnst mér ofboðslega gott að setjast niður og skrifa það sem ég er að hugsa. Skrifa það sem ég finn. Skrifa það sem ég held að sé að gerast innra með mér. Þannig fæ ég skýrari mynd af því sem er að gerast og það gerir mér kleift að sjá hvernig ég held ferðalaginu áfram án þess að þessi hindrun stöðvi mig alveg. Stundum getur það verið mjög krefjandi, en því oftar sem ég geri þetta, því meira sem ég æfi mig, því sjaldnar hægir hindrunin mikið á mér. Það er nefnilega þannig með þessa hluti, alveg eins og alla aðra, að æfingin - og enn frekar aukaæfingin - skapar meistarann. Þetta virkar fyrir mig og gæti virkað fyrir einhverja aðra, en alls ekki alla. Hver og einn þarf að finna sína leið til þess að koma sér yfir hraðahindranirnar í sínu lífi. Hver og einn þarf svo að æfa sig til þess að verða betri, til þess að yfirstíga hindranir sem jafnvel virðast óyfirstíganlegar í fyrstu. Hver og einn þarf svo að halda sér í æfingu með því að hræðast ekki hindranirnar, fara ekki af leiðinni þegar þær mæta manni heldur fara óhræddur yfir þær. Í öðru lagi gleður þetta mig af því að það hafa svo margir talað við mig, sagt mér að pistlarnir hafi komið þeim af stað í sínu ferðalagi og ég get ekki ímyndað mér betri skilaboð að fá. Að vita að einhver sem var stefnulaus í sínu ferðalagi sé búinn að finna leiðina sína. Sé búinn að samþykkja að ferðalagið hættir aldrei og að það tekur mann á alls konar staði. Staði sem valda vanlíðan en enn fleiri staði sem gleðja og ylja. Að tilfinningarnar okkar séu ekki góðar eða vondar, heldur að þær séu bara. Sumar láta okkur líða illa á meðan aðrar láta okkur líða vel. Að engin tilfinning vari að eilífu, hvort sem hún er erfið eða einmitt þvert á móti. Að tilfinningarnar okkar séu eins og öldur, og að aldan fer að lokum alltaf yfir. Að okkur má öllum líða, hvernig sem er. Í þriðja lagi gleður þetta mig af því að ég held að þetta skipti máli. Ég held, út frá minni reynslu, að við þurfum að fara að tala meira saman. Tala um erfiðu hlutina. Tala um óþægilegu hlutina. Tala um það hvernig okkur líður. Vera óhrædd við að líða illa, af því það er partur af þessu, en vita að við komumst á betri stað. Ef við finnum okkar leið. Okkar leið til þess að fara yfir hraðahindranirnar sem verða á vegi okkar. Halda áfram að heimsækja nýja staði á þessu frábæra ferðalagi sem lífið er. Muna að við ein ráðum hvernig við bregðumst við hinum ýmsu aðstæðum sem upp koma í lífi okkar. Að við ein stjórnum því - en stjórnum einmitt litlu öðru. Að það er í okkar vald sett hvernig lífi á endanum við lifum, sama hvaða hindrunum við mætum. Að lokum gleður það mig óstjórnlega mikið að allt þetta fólk hafi gefið sér tíma til að lesa pistlana mína og að mamma hafi fengið afmæliskveðju sem varð að lokum mest lesni pistillinn árið 2019, og þar af leiðandi mest lesna afmæliskveðja ársins 2019. Verum góð við hvort annað. Njótum hátíðanna í faðmi þeirra sem við elskum. Minnum okkur á hvað það er mikilvægt að njóta dagsins í dag. Leyfum okkur að minnast og sakna þeirra sem eru ekki með okkur. En munum hvað við erum heppin. Heppin að fá að sakna. Heppin að minnast einhvers með gleði í hjarta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnar Sveinn Geirsson Jól Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Pistlahöfundur ársins. Þetta gleður mig mikið og fyrir því eru nokkrar ástæður sem mig langar að fara yfir í stuttu máli. Í fyrsta lagi stendur þetta mér mjög nærri og hafa þessi skrif mín hjálpað mér alveg ótrúlega mikið. Þegar ég lendi á hraðahindrun sem virðist í fyrstu ætla að stöðva mig alveg finnst mér ofboðslega gott að setjast niður og skrifa það sem ég er að hugsa. Skrifa það sem ég finn. Skrifa það sem ég held að sé að gerast innra með mér. Þannig fæ ég skýrari mynd af því sem er að gerast og það gerir mér kleift að sjá hvernig ég held ferðalaginu áfram án þess að þessi hindrun stöðvi mig alveg. Stundum getur það verið mjög krefjandi, en því oftar sem ég geri þetta, því meira sem ég æfi mig, því sjaldnar hægir hindrunin mikið á mér. Það er nefnilega þannig með þessa hluti, alveg eins og alla aðra, að æfingin - og enn frekar aukaæfingin - skapar meistarann. Þetta virkar fyrir mig og gæti virkað fyrir einhverja aðra, en alls ekki alla. Hver og einn þarf að finna sína leið til þess að koma sér yfir hraðahindranirnar í sínu lífi. Hver og einn þarf svo að æfa sig til þess að verða betri, til þess að yfirstíga hindranir sem jafnvel virðast óyfirstíganlegar í fyrstu. Hver og einn þarf svo að halda sér í æfingu með því að hræðast ekki hindranirnar, fara ekki af leiðinni þegar þær mæta manni heldur fara óhræddur yfir þær. Í öðru lagi gleður þetta mig af því að það hafa svo margir talað við mig, sagt mér að pistlarnir hafi komið þeim af stað í sínu ferðalagi og ég get ekki ímyndað mér betri skilaboð að fá. Að vita að einhver sem var stefnulaus í sínu ferðalagi sé búinn að finna leiðina sína. Sé búinn að samþykkja að ferðalagið hættir aldrei og að það tekur mann á alls konar staði. Staði sem valda vanlíðan en enn fleiri staði sem gleðja og ylja. Að tilfinningarnar okkar séu ekki góðar eða vondar, heldur að þær séu bara. Sumar láta okkur líða illa á meðan aðrar láta okkur líða vel. Að engin tilfinning vari að eilífu, hvort sem hún er erfið eða einmitt þvert á móti. Að tilfinningarnar okkar séu eins og öldur, og að aldan fer að lokum alltaf yfir. Að okkur má öllum líða, hvernig sem er. Í þriðja lagi gleður þetta mig af því að ég held að þetta skipti máli. Ég held, út frá minni reynslu, að við þurfum að fara að tala meira saman. Tala um erfiðu hlutina. Tala um óþægilegu hlutina. Tala um það hvernig okkur líður. Vera óhrædd við að líða illa, af því það er partur af þessu, en vita að við komumst á betri stað. Ef við finnum okkar leið. Okkar leið til þess að fara yfir hraðahindranirnar sem verða á vegi okkar. Halda áfram að heimsækja nýja staði á þessu frábæra ferðalagi sem lífið er. Muna að við ein ráðum hvernig við bregðumst við hinum ýmsu aðstæðum sem upp koma í lífi okkar. Að við ein stjórnum því - en stjórnum einmitt litlu öðru. Að það er í okkar vald sett hvernig lífi á endanum við lifum, sama hvaða hindrunum við mætum. Að lokum gleður það mig óstjórnlega mikið að allt þetta fólk hafi gefið sér tíma til að lesa pistlana mína og að mamma hafi fengið afmæliskveðju sem varð að lokum mest lesni pistillinn árið 2019, og þar af leiðandi mest lesna afmæliskveðja ársins 2019. Verum góð við hvort annað. Njótum hátíðanna í faðmi þeirra sem við elskum. Minnum okkur á hvað það er mikilvægt að njóta dagsins í dag. Leyfum okkur að minnast og sakna þeirra sem eru ekki með okkur. En munum hvað við erum heppin. Heppin að fá að sakna. Heppin að minnast einhvers með gleði í hjarta.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun