Souness vildi ekki fá Cantona til Liverpool Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. maí 2020 18:00 Eric Cantona fagnar einu þriggja marka sinna í leik Leeds United og Liverpool um Samfélagsskjöldinn 1992. vísir/getty Greame Souness hafnaði því að fá Eric Cantona til Liverpool árið 1991. Skömmu síðar gekk Frakkinn í raðir Leeds United. Eftir 3-0 sigur Liverpool á Auxerre í UEFA-bikarnum í nóvember 1991 kom Michel Platini, þáverandi landsliðsþjálfari Frakka, að máli við Souness og hvatti hann til að semja við Cantona. Hann var þá í tveggja mánaða banni eftir að hafa kastað bolta í dómara í leik með Nimes. „Eftir leikinn gegn Auxerre var maður fyrir utan sem sagðist vera góður félagi minn. Það var Michel Platini. Ég hafði reyndar bara einu sinni hitt hann, þegar ég lék með Sampdoria og hann með Juventus,“ sagði Souness í The Football Show á Sky Sports. „Hann kom inn og sagðist vera með leikmann fyrir mig. Hann væri vandræðagemsi í Frakklandi en gríðarlega hæfileikaríkur og fullkominn fyrir Liverpool.“ Souness, sem var þarna á sínu fyrsta tímabili sem knattspyrnustjóri Liverpool, var ekki tilbúinn að taka áhættuna á Cantona. „Ég sagði við hann ég ætti fullt í fangi með að gera breytingar hjá Liverpool og hreinsa til. Menn streittust á móti og ég væri að reyna að ná klefanum á mitt band. Það síðasta sem ég þyrfti væri annar umdeildur karakter,“ sagði Souness. „Síðan fór Eric á reynslu til Sheffield Wednesday og svo til Leeds United. Framhaldið þekkja svo allir.“ Cantona varð Englandsmeistari með Leeds 1992 en gekk svo í raðir Manchester United þá um haustið. Þar vann hann fjóra Englandsmeistaratitla og tvo bikarmeistaratitla. Souness hætti sem stjóri Liverpool í janúar 1994. Við starfi hans tók Roy Evans. Enski boltinn Mest lesið Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Enski boltinn Í beinni: ÍBV - Valur | Toppliðið í Eyjum Íslenski boltinn Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Enski boltinn Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Aðlögunar krafist eftir U-beygju Íslenski boltinn Í beinni: Stjarnan - Vestri | Ný andlit og hörkuslagur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Manchester United - Arsenal | Stórleikur í Leikhúsi draumanna Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Sjá meira
Greame Souness hafnaði því að fá Eric Cantona til Liverpool árið 1991. Skömmu síðar gekk Frakkinn í raðir Leeds United. Eftir 3-0 sigur Liverpool á Auxerre í UEFA-bikarnum í nóvember 1991 kom Michel Platini, þáverandi landsliðsþjálfari Frakka, að máli við Souness og hvatti hann til að semja við Cantona. Hann var þá í tveggja mánaða banni eftir að hafa kastað bolta í dómara í leik með Nimes. „Eftir leikinn gegn Auxerre var maður fyrir utan sem sagðist vera góður félagi minn. Það var Michel Platini. Ég hafði reyndar bara einu sinni hitt hann, þegar ég lék með Sampdoria og hann með Juventus,“ sagði Souness í The Football Show á Sky Sports. „Hann kom inn og sagðist vera með leikmann fyrir mig. Hann væri vandræðagemsi í Frakklandi en gríðarlega hæfileikaríkur og fullkominn fyrir Liverpool.“ Souness, sem var þarna á sínu fyrsta tímabili sem knattspyrnustjóri Liverpool, var ekki tilbúinn að taka áhættuna á Cantona. „Ég sagði við hann ég ætti fullt í fangi með að gera breytingar hjá Liverpool og hreinsa til. Menn streittust á móti og ég væri að reyna að ná klefanum á mitt band. Það síðasta sem ég þyrfti væri annar umdeildur karakter,“ sagði Souness. „Síðan fór Eric á reynslu til Sheffield Wednesday og svo til Leeds United. Framhaldið þekkja svo allir.“ Cantona varð Englandsmeistari með Leeds 1992 en gekk svo í raðir Manchester United þá um haustið. Þar vann hann fjóra Englandsmeistaratitla og tvo bikarmeistaratitla. Souness hætti sem stjóri Liverpool í janúar 1994. Við starfi hans tók Roy Evans.
Enski boltinn Mest lesið Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Enski boltinn Í beinni: ÍBV - Valur | Toppliðið í Eyjum Íslenski boltinn Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Enski boltinn Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Aðlögunar krafist eftir U-beygju Íslenski boltinn Í beinni: Stjarnan - Vestri | Ný andlit og hörkuslagur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Manchester United - Arsenal | Stórleikur í Leikhúsi draumanna Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Sjá meira