Hetjurnar í framlínunni Stefán Pétursson skrifar 4. apríl 2020 19:00 Þær stórkostlegu hetjur, sem nú standa í fremstu víglínu baráttunnar við hinn útsmogna og lævísa óþokka Covid-19, eru svo sannarlega skjöldur okkar og sverð. Með æðruleysi og fórnfýsi leggja þau allt í sölurnar fyrir samfélagið og leggja heilsu sína og velferð í hættu allan sólarhringinn í þeirri vissu og trú, að sigur muni vinnast að lokum. Heilbrigðisstéttirnar sem nú berjast sem aldrei fyrr við þennan vágest eiga svo sannarlega skilið þakkir okkar. Mig langar að koma því á framfæri hér, um leið og ég þakka öllu starfsfólki heilbrigðiskerfisins fyrir þeirra ómetanlega starf, að sú starfstétt sem ég tilheyri fær mínar allra bestu kveðjur fyrir það gríðarlega mikilvæga og fórnfúsa starf sem hún sinnir. Fólkinu í utanspítalaþjónustu á Íslandi, sem sinnir veikum og slösuðum allan sólarhringinn alla daga ársins, færi ég mínar innilegustu þakkir og heillaóskir. Ef ykkar nyti ekki við núna, sem endranær, er hætt við að allt önnur sviðsmynd væri uppi á teningnum. Slökkviliðs og sjúkraflutningamenn eru oftar en ekki fyrsta snerting veikra og slasaðra við heilbrigðiskerfið og fyrstu samskipti við fagaðila innan þess kerfis. Gríðarlegt álag er á slökkviliðs og sjúkraflutningamönnum um þessar mundir, eins og öðrum í heilbrigðiskerfinu, og því vil ég ítreka þakkir mínar, ykkur öllum til handa, fyrir að standa vaktina og hrósa ykkur fyrir fagleg og fumlaus vinnubrögð. Takk fyrir að standa í broddi fylkingar og mæta vágestinum af einurð, ákveðni og fagmennsku. Þið eruð hetjurnar og fagfólkið sem takið fyrsta höggið. Án ykkar væri heilbrigðiskerfið og utanspítalaþjónusta á Íslandi mun verr statt. Nú ríður á að klára sem fyrst kjarasamninga við þær heilbrigðisstéttir sem enn er ósamið við og má þar fyrst nefna hjúkrunarfræðinga, sem standa í eldlínunni nú sem fyrr. Eins er vert að minnast á að enn er ósamið við sjúkraflutningamenn sem starfa hjá ríkinu, en þó virðist sem eitthvað sé að rofa til á þeim vettvangi, sem betur fer. Að öllum öðrum heilbrigðisstéttum ólöstuðum er það fólkið í utanspítalaþjónustunni, fólkið á sjúkrabílunum, slökkviliðs og sjúkraflutningamenn þessa lands sem eru í fremstu víglínu baráttunnar og í afar mikilli nálægð við ógnvaldinn Covid-19. Þessu fólki megum við ekki gleyma því án þeirra værum við mun verr stödd í baráttunni. Kæru félagar í Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, takk fyrir ykkar framlag og takk fyrir að vera til staðar fyrir okkur öll. Rétt er að taka fram að eftir að þessi grein var skrifuð var samið við sjúkraflutningamenn hjá ríkinu. Fer samningurinn nú í kynningu meðal félagsmanna og í framhaldinu verður kosið um hann. Höfundur er sjúkraflutningamaður og fyrrverandi formaður Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Slökkvilið Sjúkraflutningar Kjaramál Mest lesið Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Sjá meira
Þær stórkostlegu hetjur, sem nú standa í fremstu víglínu baráttunnar við hinn útsmogna og lævísa óþokka Covid-19, eru svo sannarlega skjöldur okkar og sverð. Með æðruleysi og fórnfýsi leggja þau allt í sölurnar fyrir samfélagið og leggja heilsu sína og velferð í hættu allan sólarhringinn í þeirri vissu og trú, að sigur muni vinnast að lokum. Heilbrigðisstéttirnar sem nú berjast sem aldrei fyrr við þennan vágest eiga svo sannarlega skilið þakkir okkar. Mig langar að koma því á framfæri hér, um leið og ég þakka öllu starfsfólki heilbrigðiskerfisins fyrir þeirra ómetanlega starf, að sú starfstétt sem ég tilheyri fær mínar allra bestu kveðjur fyrir það gríðarlega mikilvæga og fórnfúsa starf sem hún sinnir. Fólkinu í utanspítalaþjónustu á Íslandi, sem sinnir veikum og slösuðum allan sólarhringinn alla daga ársins, færi ég mínar innilegustu þakkir og heillaóskir. Ef ykkar nyti ekki við núna, sem endranær, er hætt við að allt önnur sviðsmynd væri uppi á teningnum. Slökkviliðs og sjúkraflutningamenn eru oftar en ekki fyrsta snerting veikra og slasaðra við heilbrigðiskerfið og fyrstu samskipti við fagaðila innan þess kerfis. Gríðarlegt álag er á slökkviliðs og sjúkraflutningamönnum um þessar mundir, eins og öðrum í heilbrigðiskerfinu, og því vil ég ítreka þakkir mínar, ykkur öllum til handa, fyrir að standa vaktina og hrósa ykkur fyrir fagleg og fumlaus vinnubrögð. Takk fyrir að standa í broddi fylkingar og mæta vágestinum af einurð, ákveðni og fagmennsku. Þið eruð hetjurnar og fagfólkið sem takið fyrsta höggið. Án ykkar væri heilbrigðiskerfið og utanspítalaþjónusta á Íslandi mun verr statt. Nú ríður á að klára sem fyrst kjarasamninga við þær heilbrigðisstéttir sem enn er ósamið við og má þar fyrst nefna hjúkrunarfræðinga, sem standa í eldlínunni nú sem fyrr. Eins er vert að minnast á að enn er ósamið við sjúkraflutningamenn sem starfa hjá ríkinu, en þó virðist sem eitthvað sé að rofa til á þeim vettvangi, sem betur fer. Að öllum öðrum heilbrigðisstéttum ólöstuðum er það fólkið í utanspítalaþjónustunni, fólkið á sjúkrabílunum, slökkviliðs og sjúkraflutningamenn þessa lands sem eru í fremstu víglínu baráttunnar og í afar mikilli nálægð við ógnvaldinn Covid-19. Þessu fólki megum við ekki gleyma því án þeirra værum við mun verr stödd í baráttunni. Kæru félagar í Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, takk fyrir ykkar framlag og takk fyrir að vera til staðar fyrir okkur öll. Rétt er að taka fram að eftir að þessi grein var skrifuð var samið við sjúkraflutningamenn hjá ríkinu. Fer samningurinn nú í kynningu meðal félagsmanna og í framhaldinu verður kosið um hann. Höfundur er sjúkraflutningamaður og fyrrverandi formaður Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna.
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar