Heimurinn eftir kórónuveiruna Finnur Thorlacius skrifar 5. apríl 2020 15:39 Í grein sem birtist í The New York Times þann 17. mars bendir dálkahöfundurinn Thomas L. Friedman á að greinileg vatnaskil muni verða á milli veruleikans „fyrir kórónuveiruna“ og veruleikans „eftir kórónuveiruna. Þetta er í takt við orðræðuna á þeim þremur vikum sem liðið hafa síðan grein Friedmans var birt. Það bendir flest til þess að faraldurinn muni hafa afdrifaríkari áhrif en bæði hryðjuverkaárásirnar 11. september 2001 og efnahagshrunið 2008. Í heimi sem hefur skyndilega skollið í baklás reynir nú á alla þætti mannlegs samfélags; þá sérstaklega á heilbrigðiskerfi, viðskiptalíf og milliríkjasamskipti. Ástandið kallar á að þau kerfi sem eru þegar til staðar séu nýtt til hins ítrasta. Eitt þessara kerfa eru alþjóðleg landamæri. Ákveðinn hópur Vesturlandabúa – t.d. þeir sem tilheyra „No Borders“ hreyfingunni – hafa alþjóðleg landamæri ekki í hávegum. Sú afstaða er ekki ný af nálinni, en frægir draumóramenn eins og Charles Chaplin og John Lennon voru meðal talsmanna hennar. Þeir sem tilheyra þessum hópi telja landamæri til þeirra þátta sem koma í veg fyrir að mannkynið sameinist. Þeir sem lengst ganga fullyrða jafnvel að landamæri séu uppfinning valdaklíku sem stjórni heimsmálunum og ali á sundrung. En á tímum sem þessum er auðveldara að gera sér grein fyrir því að það eru góðar og gildar ástæður fyrir tilvist verndarveggja þjóða og annara varúðarráðstafana. Það hefði reyndar verið hægt að virkja landamæri Vesturlanda á mun árangursríkari hátt en var gert í upphafi kórónufaraldursins. Hertar ferðatakmarkanir frá byrjun hefðu gert mikið til að stemma stigu við útbreiðslu veirunnar. Þetta má t.d. sjá í því fordæmi sem Singapúr setti, en borgríkið hefur sloppið vel miðað við höfðatölu vegna þeirra yfirgripsmiklu aðgerða sem hófust þar strax í lok janúar. En landamæri ríkja hafa engu að síður undanfarið haft úrslitaþýðingu í að bjarga því sem bjargað verður. Það er erfitt að gera sér í hugarlund óreiðuna sem landamæralaus heimur myndi geta af sér við þessar aðstæður. En landamæri eru ekki einungis gagnleg þegar kemur að sóttvörnum. Þau koma t.d. að gagni við að hefta flutning fórnarlamba mansals og glæpamanna á milli ríkja og heimshluta, og veita yfirvöldum skjól til þess að vernda innlenda framleiðslu. Getan til innlendrar framleiðslu, sérstaklega framleiðslu landbúnaðarafurða, hefur verið vanmetin af ýmsum í íslensku þjóðlífi, en það neyðarástand sem ríkir gæti komið okkur í skilning um mikilvægi ríkisstuðnings við íslenska bændur. Ef flutningsleiðir til landsins lokast til lengri tíma þyrftum við að reiða okkur algjörlega á þessa innviði. Ef þeir væru ekki þegar til staðar tæki við langt og erfitt ferli við að byggja þá upp aftur. Við okkur blasir ókunnur heimur – heimurinn eftir kórónuveiruna. Þótt það sé án vafa jákvætt fyrir ríki heimsins að sameinast í viðskiptatengslum, framförum í vísindum og ýmis konar réttindabaráttu, þá er augljóst að sumum þáttum er skynsamlegt og jafnvel nauðsynlegt að halda aðgreindum. Í hættuástandi er það hluti mannlegs eðlis að huga að því sem stendur manni næst, og við þær aðstæður gerir fólk sér vonandi betur grein fyrir mikilvægi þess að tryggja staðbundna innviði, hvernig sem viðrar, til að geta gripið til þeirra ef alþjóðakerfið bregst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Finnur Thorlacius Eiríksson Mest lesið Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Skoðun Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Sjá meira
Í grein sem birtist í The New York Times þann 17. mars bendir dálkahöfundurinn Thomas L. Friedman á að greinileg vatnaskil muni verða á milli veruleikans „fyrir kórónuveiruna“ og veruleikans „eftir kórónuveiruna. Þetta er í takt við orðræðuna á þeim þremur vikum sem liðið hafa síðan grein Friedmans var birt. Það bendir flest til þess að faraldurinn muni hafa afdrifaríkari áhrif en bæði hryðjuverkaárásirnar 11. september 2001 og efnahagshrunið 2008. Í heimi sem hefur skyndilega skollið í baklás reynir nú á alla þætti mannlegs samfélags; þá sérstaklega á heilbrigðiskerfi, viðskiptalíf og milliríkjasamskipti. Ástandið kallar á að þau kerfi sem eru þegar til staðar séu nýtt til hins ítrasta. Eitt þessara kerfa eru alþjóðleg landamæri. Ákveðinn hópur Vesturlandabúa – t.d. þeir sem tilheyra „No Borders“ hreyfingunni – hafa alþjóðleg landamæri ekki í hávegum. Sú afstaða er ekki ný af nálinni, en frægir draumóramenn eins og Charles Chaplin og John Lennon voru meðal talsmanna hennar. Þeir sem tilheyra þessum hópi telja landamæri til þeirra þátta sem koma í veg fyrir að mannkynið sameinist. Þeir sem lengst ganga fullyrða jafnvel að landamæri séu uppfinning valdaklíku sem stjórni heimsmálunum og ali á sundrung. En á tímum sem þessum er auðveldara að gera sér grein fyrir því að það eru góðar og gildar ástæður fyrir tilvist verndarveggja þjóða og annara varúðarráðstafana. Það hefði reyndar verið hægt að virkja landamæri Vesturlanda á mun árangursríkari hátt en var gert í upphafi kórónufaraldursins. Hertar ferðatakmarkanir frá byrjun hefðu gert mikið til að stemma stigu við útbreiðslu veirunnar. Þetta má t.d. sjá í því fordæmi sem Singapúr setti, en borgríkið hefur sloppið vel miðað við höfðatölu vegna þeirra yfirgripsmiklu aðgerða sem hófust þar strax í lok janúar. En landamæri ríkja hafa engu að síður undanfarið haft úrslitaþýðingu í að bjarga því sem bjargað verður. Það er erfitt að gera sér í hugarlund óreiðuna sem landamæralaus heimur myndi geta af sér við þessar aðstæður. En landamæri eru ekki einungis gagnleg þegar kemur að sóttvörnum. Þau koma t.d. að gagni við að hefta flutning fórnarlamba mansals og glæpamanna á milli ríkja og heimshluta, og veita yfirvöldum skjól til þess að vernda innlenda framleiðslu. Getan til innlendrar framleiðslu, sérstaklega framleiðslu landbúnaðarafurða, hefur verið vanmetin af ýmsum í íslensku þjóðlífi, en það neyðarástand sem ríkir gæti komið okkur í skilning um mikilvægi ríkisstuðnings við íslenska bændur. Ef flutningsleiðir til landsins lokast til lengri tíma þyrftum við að reiða okkur algjörlega á þessa innviði. Ef þeir væru ekki þegar til staðar tæki við langt og erfitt ferli við að byggja þá upp aftur. Við okkur blasir ókunnur heimur – heimurinn eftir kórónuveiruna. Þótt það sé án vafa jákvætt fyrir ríki heimsins að sameinast í viðskiptatengslum, framförum í vísindum og ýmis konar réttindabaráttu, þá er augljóst að sumum þáttum er skynsamlegt og jafnvel nauðsynlegt að halda aðgreindum. Í hættuástandi er það hluti mannlegs eðlis að huga að því sem stendur manni næst, og við þær aðstæður gerir fólk sér vonandi betur grein fyrir mikilvægi þess að tryggja staðbundna innviði, hvernig sem viðrar, til að geta gripið til þeirra ef alþjóðakerfið bregst.
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun