Sumarstörf fyrir námsmenn Ásmundur Einar Daðason skrifar 14. maí 2020 14:30 Vegna Covid-19 faraldursins stendur ferðaþjónusta á Íslandi frammi fyrir algjöru hruni, að minnsta kosti tímabundið. Áhrifa faraldursins gætir einnig í öðrum atvinnugreinum og við stöndum frammi fyrir dýpstu kreppu sem við höfum séð í langan tíma. Fjöldi fólks á atvinnuleysisskrá hefur aukist mikið undanfarið, margir eru á hlutabótum en einnig er nokkur fjöldi atvinnulaus. Í slíku árferði er ljóst að minna verður um tímabundin störf í sumar, störf sem námsmenn hafa leitað í á sumrin. Stjórnvöld hafa undanfarnar vikur unnið að aðgerðum til þess að koma til móts við námsmenn, annars vegar með úrræðum tengdum menntakerfinu en einnig með því að skapa störf fyrir námsmenn yfir sumartímann. Lærum af reynslunni Við þurfum að læra af reynslunni og nýta þær lausnir sem hafa reynst okkur vel áður. Eftir efnahagshrunið árið 2008 varð ljóst að skynsamleg nýting fjármagns væri að skapa grundvöll til virkni fyrir námsmenn. Samkvæmt könnun Stúdentaráðs Háskóla Íslands, sem var framkvæmd dagana 6.-8. apríl, var staða stúdenta þá með þeim hætti að útlit var fyrir að um 7.000 stúdentar hefðu ekki tryggt sér atvinnu yfir sumartímann. Verkefni stjórnvalda er að taka þessa stöðu til greina og leysa úr henni á sem skynsamlegastan hátt. 3.400 sumarstörf fyrir námsmenn í fyrstu lotu Við höfum því farið af stað með átaksverkefni til þess að fjölga störfum fyrir námsmenn yfir sumartímann. Alþingi hefur samþykkt veitingu fjármagns til verkefnisins upp á 2,2 milljarða króna og markmiðið er að skapa 3.400 störf fyrir námsmenn, 18 ára og eldri, í fyrstu lotu. Átakið er unnið í samvinnu við stofnanir ríkisins og sveitarfélög og er undirbúningur þegar vel á veg kominn. Sveitarfélögin munu sjálf auglýsa störfin en Vinnumálastofnun mun auglýsa störf á vegum stofnana ríkisins. Störfin verða auglýst opinberlega á næstu dögum og þurfa stofnanir og sveitarfélög að skapa ný störf í tengslum við átakið. Miðað er við ráðningartímabilið frá 1. júní til 31. ágúst. Þegar hafa verið staðfest rúmlega 1.700 störf við sveitarfélögin, sem þau geta auglýst strax og stofnanir ríkisins hafa skilað inn tillögum að störfum til Vinnumálastofnunar. Í byrjun næstu viku gerum við svo ráð fyrir að Vinnumálastofnun staðfesti allt að 1.700 störf við stofnanir ríkisins sem verða auglýst í kjölfarið. Ef stofnanir ríkisins skila inn færri tillögum en 1.700, mun samsvarandi fjöldi tillagna frá sveitarfélögunum verða samþykktur, svo heildarfjöldinn mun alltaf nema 3.400 störfum í þessari atrennu. Í byrjun júní mun væntanlega liggja fyrir hversu margir námsmenn hafi sótt um störf bæði hjá ríki og sveitarfélögum og hversu marga námsmenn verður hægt að koma til móts við með þeim úrræðum sem við höfum kynnt. Við teljum mjög mikilvægt að koma sem flestum námsmönnum í störf þar sem þeir fá bæði reynslu og virkni, ásamt því að skila verðmætum inn í hagkerfið. Ef þau úrræði sem við höfum þegar kynnt duga ekki til við að grípa námsmenn sem eru í vanda yfir sumartímann munum við hiklaust kanna hvort ekki verði hægt að veita meira fjármagni til þess að skapa enn fleiri störf eða finna aðrar leiðir til þess að tryggja framfærslu þessa hóps. Höfundur er félags- og barnamálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásmundur Einar Daðason Hagsmunir stúdenta Vinnumarkaður Mest lesið Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Vegna Covid-19 faraldursins stendur ferðaþjónusta á Íslandi frammi fyrir algjöru hruni, að minnsta kosti tímabundið. Áhrifa faraldursins gætir einnig í öðrum atvinnugreinum og við stöndum frammi fyrir dýpstu kreppu sem við höfum séð í langan tíma. Fjöldi fólks á atvinnuleysisskrá hefur aukist mikið undanfarið, margir eru á hlutabótum en einnig er nokkur fjöldi atvinnulaus. Í slíku árferði er ljóst að minna verður um tímabundin störf í sumar, störf sem námsmenn hafa leitað í á sumrin. Stjórnvöld hafa undanfarnar vikur unnið að aðgerðum til þess að koma til móts við námsmenn, annars vegar með úrræðum tengdum menntakerfinu en einnig með því að skapa störf fyrir námsmenn yfir sumartímann. Lærum af reynslunni Við þurfum að læra af reynslunni og nýta þær lausnir sem hafa reynst okkur vel áður. Eftir efnahagshrunið árið 2008 varð ljóst að skynsamleg nýting fjármagns væri að skapa grundvöll til virkni fyrir námsmenn. Samkvæmt könnun Stúdentaráðs Háskóla Íslands, sem var framkvæmd dagana 6.-8. apríl, var staða stúdenta þá með þeim hætti að útlit var fyrir að um 7.000 stúdentar hefðu ekki tryggt sér atvinnu yfir sumartímann. Verkefni stjórnvalda er að taka þessa stöðu til greina og leysa úr henni á sem skynsamlegastan hátt. 3.400 sumarstörf fyrir námsmenn í fyrstu lotu Við höfum því farið af stað með átaksverkefni til þess að fjölga störfum fyrir námsmenn yfir sumartímann. Alþingi hefur samþykkt veitingu fjármagns til verkefnisins upp á 2,2 milljarða króna og markmiðið er að skapa 3.400 störf fyrir námsmenn, 18 ára og eldri, í fyrstu lotu. Átakið er unnið í samvinnu við stofnanir ríkisins og sveitarfélög og er undirbúningur þegar vel á veg kominn. Sveitarfélögin munu sjálf auglýsa störfin en Vinnumálastofnun mun auglýsa störf á vegum stofnana ríkisins. Störfin verða auglýst opinberlega á næstu dögum og þurfa stofnanir og sveitarfélög að skapa ný störf í tengslum við átakið. Miðað er við ráðningartímabilið frá 1. júní til 31. ágúst. Þegar hafa verið staðfest rúmlega 1.700 störf við sveitarfélögin, sem þau geta auglýst strax og stofnanir ríkisins hafa skilað inn tillögum að störfum til Vinnumálastofnunar. Í byrjun næstu viku gerum við svo ráð fyrir að Vinnumálastofnun staðfesti allt að 1.700 störf við stofnanir ríkisins sem verða auglýst í kjölfarið. Ef stofnanir ríkisins skila inn færri tillögum en 1.700, mun samsvarandi fjöldi tillagna frá sveitarfélögunum verða samþykktur, svo heildarfjöldinn mun alltaf nema 3.400 störfum í þessari atrennu. Í byrjun júní mun væntanlega liggja fyrir hversu margir námsmenn hafi sótt um störf bæði hjá ríki og sveitarfélögum og hversu marga námsmenn verður hægt að koma til móts við með þeim úrræðum sem við höfum kynnt. Við teljum mjög mikilvægt að koma sem flestum námsmönnum í störf þar sem þeir fá bæði reynslu og virkni, ásamt því að skila verðmætum inn í hagkerfið. Ef þau úrræði sem við höfum þegar kynnt duga ekki til við að grípa námsmenn sem eru í vanda yfir sumartímann munum við hiklaust kanna hvort ekki verði hægt að veita meira fjármagni til þess að skapa enn fleiri störf eða finna aðrar leiðir til þess að tryggja framfærslu þessa hóps. Höfundur er félags- og barnamálaráðherra.
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun