Pogba talar til stuðningsmanna Man Utd: Get ekki beðið eftir að labba aftur út á völl Arnar Geir Halldórsson skrifar 12. apríl 2020 10:45 Paul Pogba í einum af fáum leikjum sínum með Manchester United á leiktíðinni en þarna er hann í leik á móti Arsenal 30. september síðastliðinn. Getty/Ash Donelon Franski miðjumaðurinn Paul Pogba kveðst vera mjög spenntur fyrir því að snúa til baka á fótboltavöllinn eftir að hafa misst af nær öllu tímabilinu vegna meiðsla. Pogba kom aðeins átta sinnum við sögu með Man Utd á leiktíðinni áður en deildin var stöðvuð vegna kórónuveirufaraldursins en endalaust hefur verið rætt og ritað um framtíð kappans á Old Trafford. Voru til að mynda fjöldi samsæriskenninga sem flugu þess efnis að Pogba væri ekki raunverulega meiddur heldur að undirbúa brottför sína frá Man Utd. "I miss it because that s my job, to play football. I really enjoy playing."@PaulPogba reveals the full story behind his injury setback and says he can't wait to return when football recommences #MUFC— Manchester United (@ManUtd) April 11, 2020 Pogba var gestur hlaðvarps Manchester United í gær en því er stýrt af þremur mönnum; einn þeirra er David May, fyrrum leikmaður félagsins. Þeir spurðu Pogba út í meiðslin. „Maður verður að vera mjög þolinmóður. Ég veit ekki hvort fólk viti hvað gerðist raunverulega. Ég varð fyrir meiðslum í fæti í leik gegn Southampton snemma á tímabilinu. Ég hélt áfram að æfa og reyndi að spila í gegnum meiðslin en ég var að glíma við beinbrot,“ segir Pogba. Umræddur leikur gegn Southampton var leikinn þann 31.ágúst. Pogba spilaði næst gegn Arsenal mánuði síðar og sneri svo aftur í jólavertíðinni þar sem hann kom við sögu í tveimur leikjum en svo ekki söguna meir. „Ég var látinn í gifs og á meðan var beinið að stækka. Þegar ég sneri aftur og spilaði leikina gegn Watford og Newcastle fann ég að það var ekki allt í lagi. Ég þurfti á aðgerð að halda og nú er ég að verða búinn að jafna mig eftir hana. Ég finn ekkert og vonandi get ég farið að spila fótbolta aftur mjög fljótt,“ segir Pogba. „Ég get ekki beðið eftir því að labba aftur út á völlinn. Ég hef saknað þess. Þetta er vinnan mín og ég nýt þess í botn að spila fótbolta,“ segir Pogba. Enski boltinn Mest lesið Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Í beinni: FH - Breiðablik | Fer bikarinn til nýliða eða reynslubolta? Íslenski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Markalaust á Villa Park Enski boltinn Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum Fótbolti Í beinni: Wolves - Man. City | Haaland og félagar í hefndarhug eftir síðasta tímabil Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Wolves - Man. City | Haaland og félagar í hefndarhug eftir síðasta tímabil Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjá meira
Franski miðjumaðurinn Paul Pogba kveðst vera mjög spenntur fyrir því að snúa til baka á fótboltavöllinn eftir að hafa misst af nær öllu tímabilinu vegna meiðsla. Pogba kom aðeins átta sinnum við sögu með Man Utd á leiktíðinni áður en deildin var stöðvuð vegna kórónuveirufaraldursins en endalaust hefur verið rætt og ritað um framtíð kappans á Old Trafford. Voru til að mynda fjöldi samsæriskenninga sem flugu þess efnis að Pogba væri ekki raunverulega meiddur heldur að undirbúa brottför sína frá Man Utd. "I miss it because that s my job, to play football. I really enjoy playing."@PaulPogba reveals the full story behind his injury setback and says he can't wait to return when football recommences #MUFC— Manchester United (@ManUtd) April 11, 2020 Pogba var gestur hlaðvarps Manchester United í gær en því er stýrt af þremur mönnum; einn þeirra er David May, fyrrum leikmaður félagsins. Þeir spurðu Pogba út í meiðslin. „Maður verður að vera mjög þolinmóður. Ég veit ekki hvort fólk viti hvað gerðist raunverulega. Ég varð fyrir meiðslum í fæti í leik gegn Southampton snemma á tímabilinu. Ég hélt áfram að æfa og reyndi að spila í gegnum meiðslin en ég var að glíma við beinbrot,“ segir Pogba. Umræddur leikur gegn Southampton var leikinn þann 31.ágúst. Pogba spilaði næst gegn Arsenal mánuði síðar og sneri svo aftur í jólavertíðinni þar sem hann kom við sögu í tveimur leikjum en svo ekki söguna meir. „Ég var látinn í gifs og á meðan var beinið að stækka. Þegar ég sneri aftur og spilaði leikina gegn Watford og Newcastle fann ég að það var ekki allt í lagi. Ég þurfti á aðgerð að halda og nú er ég að verða búinn að jafna mig eftir hana. Ég finn ekkert og vonandi get ég farið að spila fótbolta aftur mjög fljótt,“ segir Pogba. „Ég get ekki beðið eftir því að labba aftur út á völlinn. Ég hef saknað þess. Þetta er vinnan mín og ég nýt þess í botn að spila fótbolta,“ segir Pogba.
Enski boltinn Mest lesið Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Í beinni: FH - Breiðablik | Fer bikarinn til nýliða eða reynslubolta? Íslenski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Markalaust á Villa Park Enski boltinn Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum Fótbolti Í beinni: Wolves - Man. City | Haaland og félagar í hefndarhug eftir síðasta tímabil Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Wolves - Man. City | Haaland og félagar í hefndarhug eftir síðasta tímabil Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjá meira
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn
Í beinni: Wolves - Man. City | Haaland og félagar í hefndarhug eftir síðasta tímabil Enski boltinn
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn
Í beinni: Wolves - Man. City | Haaland og félagar í hefndarhug eftir síðasta tímabil Enski boltinn