Finnair og Juneyao í samstarf eftir faraldurinn Stefán Ó. Jónsson skrifar 14. apríl 2020 11:39 Flugfélagið Juneyao Air er ekki af baki dottið þó svo að áform þess um áætlunarflug til Vestur-Evrópu hafi farið úr skorðum vegna kórónuveirunnar. Vísir/EPA Finnska ríkisflugfélagið Finnair hefur undirritað viljayfirlýsingu með hinu kínverska Juneyao Airlines um fyrirhugaða stofnun samáhættufélags. Samstarfinu er ætlað að stórauka möguleika þeirra á að samnýta flugnúmer við áætlunarflug í framtíðinni. Í yfirlýsingu frá Finnair er haft eftir Ole Orver, forstjóra flugfélagsins, að undirritunin muni ekki aðeins efla þjónustu við viðskiptavini Finnair heldur jafnframt leggja grunninn að stórsókn þegar flugbransinn hefur jafnað sig af kórónuveirunni. Samstarf sem þetta þykir algengt í þessum geira. Þegar félög bjóða upp á sammerkt flug felur það jafnan í sér að bæði flugfélögin geta selt og gefið út flugmiða hvort hjá öðru. Með þessu samstarfi vonast Finnair og Juneyao Airlines þannig til að fjölga áfangastöðum sínum, það fyrrnefnda í Asíu og það kínverska í Evrópu. Finnair hefur reitt sig verulega á Asíuflug á síðustu árum. Það, eins og önnur flugfélög, hefur þó þurft að bregðast við kórónuveirufaraldrinum og hefur þegar gefið út afkomuviðvörun fyrir yfirstandandi ár. Finnair hefur að sama skapi dregið úr starfsemi sinni um næstum 90 prósent frá aprílbyrjun vegna veirunnar. Juneyao Airlines hefur einnig þurft að breyta áætlunum sínum fyrir árið. Það gerði félagið til að mynda með því að aflýsa fyrirhuguðu áætlunarflugi til Íslands. Ætlunin var að fljúga til Keflavíkur tvisvar í viku frá og með 31. mars síðastliðnum. Fréttir af flugi Finnland Kína Mest lesið Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Finnska ríkisflugfélagið Finnair hefur undirritað viljayfirlýsingu með hinu kínverska Juneyao Airlines um fyrirhugaða stofnun samáhættufélags. Samstarfinu er ætlað að stórauka möguleika þeirra á að samnýta flugnúmer við áætlunarflug í framtíðinni. Í yfirlýsingu frá Finnair er haft eftir Ole Orver, forstjóra flugfélagsins, að undirritunin muni ekki aðeins efla þjónustu við viðskiptavini Finnair heldur jafnframt leggja grunninn að stórsókn þegar flugbransinn hefur jafnað sig af kórónuveirunni. Samstarf sem þetta þykir algengt í þessum geira. Þegar félög bjóða upp á sammerkt flug felur það jafnan í sér að bæði flugfélögin geta selt og gefið út flugmiða hvort hjá öðru. Með þessu samstarfi vonast Finnair og Juneyao Airlines þannig til að fjölga áfangastöðum sínum, það fyrrnefnda í Asíu og það kínverska í Evrópu. Finnair hefur reitt sig verulega á Asíuflug á síðustu árum. Það, eins og önnur flugfélög, hefur þó þurft að bregðast við kórónuveirufaraldrinum og hefur þegar gefið út afkomuviðvörun fyrir yfirstandandi ár. Finnair hefur að sama skapi dregið úr starfsemi sinni um næstum 90 prósent frá aprílbyrjun vegna veirunnar. Juneyao Airlines hefur einnig þurft að breyta áætlunum sínum fyrir árið. Það gerði félagið til að mynda með því að aflýsa fyrirhuguðu áætlunarflugi til Íslands. Ætlunin var að fljúga til Keflavíkur tvisvar í viku frá og með 31. mars síðastliðnum.
Fréttir af flugi Finnland Kína Mest lesið Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira