Finnair og Juneyao í samstarf eftir faraldurinn Stefán Ó. Jónsson skrifar 14. apríl 2020 11:39 Flugfélagið Juneyao Air er ekki af baki dottið þó svo að áform þess um áætlunarflug til Vestur-Evrópu hafi farið úr skorðum vegna kórónuveirunnar. Vísir/EPA Finnska ríkisflugfélagið Finnair hefur undirritað viljayfirlýsingu með hinu kínverska Juneyao Airlines um fyrirhugaða stofnun samáhættufélags. Samstarfinu er ætlað að stórauka möguleika þeirra á að samnýta flugnúmer við áætlunarflug í framtíðinni. Í yfirlýsingu frá Finnair er haft eftir Ole Orver, forstjóra flugfélagsins, að undirritunin muni ekki aðeins efla þjónustu við viðskiptavini Finnair heldur jafnframt leggja grunninn að stórsókn þegar flugbransinn hefur jafnað sig af kórónuveirunni. Samstarf sem þetta þykir algengt í þessum geira. Þegar félög bjóða upp á sammerkt flug felur það jafnan í sér að bæði flugfélögin geta selt og gefið út flugmiða hvort hjá öðru. Með þessu samstarfi vonast Finnair og Juneyao Airlines þannig til að fjölga áfangastöðum sínum, það fyrrnefnda í Asíu og það kínverska í Evrópu. Finnair hefur reitt sig verulega á Asíuflug á síðustu árum. Það, eins og önnur flugfélög, hefur þó þurft að bregðast við kórónuveirufaraldrinum og hefur þegar gefið út afkomuviðvörun fyrir yfirstandandi ár. Finnair hefur að sama skapi dregið úr starfsemi sinni um næstum 90 prósent frá aprílbyrjun vegna veirunnar. Juneyao Airlines hefur einnig þurft að breyta áætlunum sínum fyrir árið. Það gerði félagið til að mynda með því að aflýsa fyrirhuguðu áætlunarflugi til Íslands. Ætlunin var að fljúga til Keflavíkur tvisvar í viku frá og með 31. mars síðastliðnum. Fréttir af flugi Finnland Kína Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Finnska ríkisflugfélagið Finnair hefur undirritað viljayfirlýsingu með hinu kínverska Juneyao Airlines um fyrirhugaða stofnun samáhættufélags. Samstarfinu er ætlað að stórauka möguleika þeirra á að samnýta flugnúmer við áætlunarflug í framtíðinni. Í yfirlýsingu frá Finnair er haft eftir Ole Orver, forstjóra flugfélagsins, að undirritunin muni ekki aðeins efla þjónustu við viðskiptavini Finnair heldur jafnframt leggja grunninn að stórsókn þegar flugbransinn hefur jafnað sig af kórónuveirunni. Samstarf sem þetta þykir algengt í þessum geira. Þegar félög bjóða upp á sammerkt flug felur það jafnan í sér að bæði flugfélögin geta selt og gefið út flugmiða hvort hjá öðru. Með þessu samstarfi vonast Finnair og Juneyao Airlines þannig til að fjölga áfangastöðum sínum, það fyrrnefnda í Asíu og það kínverska í Evrópu. Finnair hefur reitt sig verulega á Asíuflug á síðustu árum. Það, eins og önnur flugfélög, hefur þó þurft að bregðast við kórónuveirufaraldrinum og hefur þegar gefið út afkomuviðvörun fyrir yfirstandandi ár. Finnair hefur að sama skapi dregið úr starfsemi sinni um næstum 90 prósent frá aprílbyrjun vegna veirunnar. Juneyao Airlines hefur einnig þurft að breyta áætlunum sínum fyrir árið. Það gerði félagið til að mynda með því að aflýsa fyrirhuguðu áætlunarflugi til Íslands. Ætlunin var að fljúga til Keflavíkur tvisvar í viku frá og með 31. mars síðastliðnum.
Fréttir af flugi Finnland Kína Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira