Trump líkir sér við skipstjórann á Bounty í deilum við ríkisstjóra Kjartan Kjartansson skrifar 14. apríl 2020 22:45 Trump hélt því fram að hann hefði öll völd á hendi sér hvað varðar afléttingu aðgerða gegn kórónuveirunni á upplýsingafundi í Hvíta húsinu í gær. Hann hefur ítrekað magnað upp deilur við ríkisstjóra úr Demókrataflokknum í miðjum faraldrinum. Vísir/EPA Deilur Donalds Trump Bandaríkjaforseta við ríkisstjóra sem hafa tekið upp samráð um viðbrögð við kórónuveirufaraldurinn héldu áfram í dag. Líkti forsetinn sér meðal annars við skipstjórann á bresku skútunni Bounty sem var settur af í uppreisn skipverja. Ríkisstjórar nokkurra ríkja, þar á meðal New York, ræða nú saman um hvernig aðgerðum til að hefta útbreiðslu faraldursins verður aflétt. Trump brást illa við þeim umleitunum ríkisstjóranna í gær og hélt því fram rakalaust að hann hefði sjálfur „algert“ vald til að ákveða hvenær aðgerðunum verður aflétt á blaðamannafundi þar sem forsetinn skeytti skapi sínu á fréttamönnum. Stjórnarskrá Bandaríkjanna felur einstökum ríkjum að tryggja allsherjarreglu og öryggi íbúa sinna, þvert á yfirlýsingar Trump um allsherjarvöld forsetans. Áður hefur Trump sagt ríkisstjórum að bjarga sér sjálfum með neyðarbúnað vegna faraldursins og skipað Mike Pence, varaforseta sem hefur stýrt viðbragðsteymi Hvíta hússins, að tala ekki við ríkisstjóra sem Trump finnst ekki sýna sér nægilega mikið þakklæti. Trump hélt áfram að troða illsakir við ríkisstjórana í dag og líkti þeim við skipverja á bresku skútunni HMS Bounty sem gerðu uppreisn gegn skipstjóranum William Bligh árið 1789. Forsetinn sagði í tísti að kvikmyndin „Uppreisnin á Bounty“ væri ein uppáhaldsmyndin sín. „Gömul og góð uppreisn við og við er spennandi og endurnærandi að fylgjast með, sérstaklega þegar uppreisnarmennirnir þurfa svo mikið frá skipstjóranum. Of auðvelt!“ tísti Trump og virtist þar með líkja sjálfum sér við skipstjórann sem var illmennið í þremur Hollywood-myndum sem voru gerðar um uppreisnina á Bounty á síðustu öld. Tell the Democrat Governors that Mutiny On The Bounty was one of my all time favorite movies. A good old fashioned mutiny every now and then is an exciting and invigorating thing to watch, especially when the mutineers need so much from the Captain. Too easy!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 14, 2020 Tímaritið Vanity Fair bendir á að Bligh skipstjóri hafi jafnframt verið talinn hrokafullur, illkvittinn, vænisjúkur og hrottafenginn. Trump hafi annað hvort ruglast á kvikmyndum eða hann þekki hreinlega ekki til myndarinnar. Segir forsetann snapa slag Sérstaklega beindi Trump þó spjótum sínum að Andrew Cuomo, ríkisstjóra New York, sem er demókrati. Fullyrti forsetinn að Cuomo hringdi í sig daglega eða jafnvel á hverri klukkustund til þess að „grátbiðja um allt“, þar á meðal sjúkrahús, rúm, öndunarvélar fyrir New York sem er miðpunktur faraldursins. Cuomo gaf lítið fyrir fullyrðingar Trump á blaðamannafundi í dag. Hann taldi Trump reyna að kynda undir átökum við ríkisstjórana en sjálfur hefði hann ekki áhuga á að taka þátt í þeim. Sjá einnig: Trump-stjórnin sögð hafa vanrækt undirbúning um mánaðaskeið Á upplýsingafundi í Hvíta húsinu í kvöld reyndi Trump enn að láta sem að það væri í hans höndum á ákveða hvenær einstök ríki afléttu aðgerðum sínum. Sagðist hann ætla að „leyfa“ hverjum og einum ríkisstjóra að aflétta höftum þegar þeir vildu. Hann ætlaði að gera ríkisstjórana „ábyrga“ og fylgjast grannt með þeim. Alríkisstjórn Trump forseta hefur verið sökuð um að hafa trassað undirbúning fyrir faraldur í Bandaríkjunum. Trump hefur hreykt sér af því að hafa takmarkað ferðalög frá Kína snemma en ríkisstjórn hans nýtti ekki tímann sem sú aðgerð keypti henni til þess að birgja sig upp af nauðsynlegum búnaði eða hefja víðtæka skimun fyrir veirunni. Trump hefur hafnað því alfarið að axla ábyrgð á viðbrögðum alríkisstjórnar. „Ég tek alls enga ábyrgð,“ sagði Trump á blaðamannafundi í síðasta mánuði. Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Tengdar fréttir Trump gefur í skyn að brottrekstur sóttvarnasérfræðings sé yfirvofandi Donald Trump Bandaríkjaforseti deildi í gær tísti á Twitter-síðu sinni þar sem kallað var eftir brottrekstri Anthonys Fauci, forstöðumanns Ofnæmis- og smitsjúkdómastofnunar Bandaríkjanna. 13. apríl 2020 10:57 Trump-stjórnin sögð hafa vanrækt undirbúning um mánaðaskeið Um tveir mánuðir liðu frá því að Bandaríkjastjórn fékk fyrstu upplýsingarnar um kórónuveirufaraldurinn í Kína þar til alríkisstjórnin greip til umtalsverðra aðgerða til að hefta útbreiðsluna. Afneitun og vanvirkni í röðum æðstu ráðamanna er sögð hafa átt þátt í að tímanum sem hefði getað nýst í undirbúning var kastað á glæ. 9. apríl 2020 10:00 Trump segir völd sín vera „alger“ þegar kemur að afléttingu takmarkana Donald Trump segir völd sín sem Bandaríkjaforseti vera „alger“ þegar kemur að afléttingu þeirra takmarkana sem hafa verið settar á bandarískan almenning og atvinnulíf vegna faraldurs kórónuveirunnar. 14. apríl 2020 06:49 Níu ríki Bandaríkjanna undirbúa afléttingu hafta Níu ríki Bandaríkjanna tilkynntu í dag að vinna sé hafin við að undirbúa afléttingu þeirra hafta sem sett hafa verið til að koma í veg fyrir útbreiðslu kórónuveirufaraldursins. 13. apríl 2020 23:11 Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Sjá meira
Deilur Donalds Trump Bandaríkjaforseta við ríkisstjóra sem hafa tekið upp samráð um viðbrögð við kórónuveirufaraldurinn héldu áfram í dag. Líkti forsetinn sér meðal annars við skipstjórann á bresku skútunni Bounty sem var settur af í uppreisn skipverja. Ríkisstjórar nokkurra ríkja, þar á meðal New York, ræða nú saman um hvernig aðgerðum til að hefta útbreiðslu faraldursins verður aflétt. Trump brást illa við þeim umleitunum ríkisstjóranna í gær og hélt því fram rakalaust að hann hefði sjálfur „algert“ vald til að ákveða hvenær aðgerðunum verður aflétt á blaðamannafundi þar sem forsetinn skeytti skapi sínu á fréttamönnum. Stjórnarskrá Bandaríkjanna felur einstökum ríkjum að tryggja allsherjarreglu og öryggi íbúa sinna, þvert á yfirlýsingar Trump um allsherjarvöld forsetans. Áður hefur Trump sagt ríkisstjórum að bjarga sér sjálfum með neyðarbúnað vegna faraldursins og skipað Mike Pence, varaforseta sem hefur stýrt viðbragðsteymi Hvíta hússins, að tala ekki við ríkisstjóra sem Trump finnst ekki sýna sér nægilega mikið þakklæti. Trump hélt áfram að troða illsakir við ríkisstjórana í dag og líkti þeim við skipverja á bresku skútunni HMS Bounty sem gerðu uppreisn gegn skipstjóranum William Bligh árið 1789. Forsetinn sagði í tísti að kvikmyndin „Uppreisnin á Bounty“ væri ein uppáhaldsmyndin sín. „Gömul og góð uppreisn við og við er spennandi og endurnærandi að fylgjast með, sérstaklega þegar uppreisnarmennirnir þurfa svo mikið frá skipstjóranum. Of auðvelt!“ tísti Trump og virtist þar með líkja sjálfum sér við skipstjórann sem var illmennið í þremur Hollywood-myndum sem voru gerðar um uppreisnina á Bounty á síðustu öld. Tell the Democrat Governors that Mutiny On The Bounty was one of my all time favorite movies. A good old fashioned mutiny every now and then is an exciting and invigorating thing to watch, especially when the mutineers need so much from the Captain. Too easy!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 14, 2020 Tímaritið Vanity Fair bendir á að Bligh skipstjóri hafi jafnframt verið talinn hrokafullur, illkvittinn, vænisjúkur og hrottafenginn. Trump hafi annað hvort ruglast á kvikmyndum eða hann þekki hreinlega ekki til myndarinnar. Segir forsetann snapa slag Sérstaklega beindi Trump þó spjótum sínum að Andrew Cuomo, ríkisstjóra New York, sem er demókrati. Fullyrti forsetinn að Cuomo hringdi í sig daglega eða jafnvel á hverri klukkustund til þess að „grátbiðja um allt“, þar á meðal sjúkrahús, rúm, öndunarvélar fyrir New York sem er miðpunktur faraldursins. Cuomo gaf lítið fyrir fullyrðingar Trump á blaðamannafundi í dag. Hann taldi Trump reyna að kynda undir átökum við ríkisstjórana en sjálfur hefði hann ekki áhuga á að taka þátt í þeim. Sjá einnig: Trump-stjórnin sögð hafa vanrækt undirbúning um mánaðaskeið Á upplýsingafundi í Hvíta húsinu í kvöld reyndi Trump enn að láta sem að það væri í hans höndum á ákveða hvenær einstök ríki afléttu aðgerðum sínum. Sagðist hann ætla að „leyfa“ hverjum og einum ríkisstjóra að aflétta höftum þegar þeir vildu. Hann ætlaði að gera ríkisstjórana „ábyrga“ og fylgjast grannt með þeim. Alríkisstjórn Trump forseta hefur verið sökuð um að hafa trassað undirbúning fyrir faraldur í Bandaríkjunum. Trump hefur hreykt sér af því að hafa takmarkað ferðalög frá Kína snemma en ríkisstjórn hans nýtti ekki tímann sem sú aðgerð keypti henni til þess að birgja sig upp af nauðsynlegum búnaði eða hefja víðtæka skimun fyrir veirunni. Trump hefur hafnað því alfarið að axla ábyrgð á viðbrögðum alríkisstjórnar. „Ég tek alls enga ábyrgð,“ sagði Trump á blaðamannafundi í síðasta mánuði.
Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Tengdar fréttir Trump gefur í skyn að brottrekstur sóttvarnasérfræðings sé yfirvofandi Donald Trump Bandaríkjaforseti deildi í gær tísti á Twitter-síðu sinni þar sem kallað var eftir brottrekstri Anthonys Fauci, forstöðumanns Ofnæmis- og smitsjúkdómastofnunar Bandaríkjanna. 13. apríl 2020 10:57 Trump-stjórnin sögð hafa vanrækt undirbúning um mánaðaskeið Um tveir mánuðir liðu frá því að Bandaríkjastjórn fékk fyrstu upplýsingarnar um kórónuveirufaraldurinn í Kína þar til alríkisstjórnin greip til umtalsverðra aðgerða til að hefta útbreiðsluna. Afneitun og vanvirkni í röðum æðstu ráðamanna er sögð hafa átt þátt í að tímanum sem hefði getað nýst í undirbúning var kastað á glæ. 9. apríl 2020 10:00 Trump segir völd sín vera „alger“ þegar kemur að afléttingu takmarkana Donald Trump segir völd sín sem Bandaríkjaforseti vera „alger“ þegar kemur að afléttingu þeirra takmarkana sem hafa verið settar á bandarískan almenning og atvinnulíf vegna faraldurs kórónuveirunnar. 14. apríl 2020 06:49 Níu ríki Bandaríkjanna undirbúa afléttingu hafta Níu ríki Bandaríkjanna tilkynntu í dag að vinna sé hafin við að undirbúa afléttingu þeirra hafta sem sett hafa verið til að koma í veg fyrir útbreiðslu kórónuveirufaraldursins. 13. apríl 2020 23:11 Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Sjá meira
Trump gefur í skyn að brottrekstur sóttvarnasérfræðings sé yfirvofandi Donald Trump Bandaríkjaforseti deildi í gær tísti á Twitter-síðu sinni þar sem kallað var eftir brottrekstri Anthonys Fauci, forstöðumanns Ofnæmis- og smitsjúkdómastofnunar Bandaríkjanna. 13. apríl 2020 10:57
Trump-stjórnin sögð hafa vanrækt undirbúning um mánaðaskeið Um tveir mánuðir liðu frá því að Bandaríkjastjórn fékk fyrstu upplýsingarnar um kórónuveirufaraldurinn í Kína þar til alríkisstjórnin greip til umtalsverðra aðgerða til að hefta útbreiðsluna. Afneitun og vanvirkni í röðum æðstu ráðamanna er sögð hafa átt þátt í að tímanum sem hefði getað nýst í undirbúning var kastað á glæ. 9. apríl 2020 10:00
Trump segir völd sín vera „alger“ þegar kemur að afléttingu takmarkana Donald Trump segir völd sín sem Bandaríkjaforseti vera „alger“ þegar kemur að afléttingu þeirra takmarkana sem hafa verið settar á bandarískan almenning og atvinnulíf vegna faraldurs kórónuveirunnar. 14. apríl 2020 06:49
Níu ríki Bandaríkjanna undirbúa afléttingu hafta Níu ríki Bandaríkjanna tilkynntu í dag að vinna sé hafin við að undirbúa afléttingu þeirra hafta sem sett hafa verið til að koma í veg fyrir útbreiðslu kórónuveirufaraldursins. 13. apríl 2020 23:11