Tuttugu ár síðan Íslendingalið Stoke vann Framrúðubikarinn á Wembley Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. apríl 2020 11:30 Guðjón Þórðarson ásamt Peter Thorne og Graham Kavanagh sem skoruðu mörk Stoke City í úrslitaleik Framrúðubikarsins gegn Bristol City árið 2000. vísir/getty Á þessum degi, 16. apríl, fyrir tuttugu árum stýrði Guðjón Þórðarson Stoke City til sigurs í Framrúðubikarnum, bikarkeppni neðri deildarliða á Englandi. Þrír Íslendingar komu við sögu í úrslitaleiknum á Wembley þar sem Stoke vann 1-2 sigur á Bristol City. Bæði lið voru í ensku C-deildinni á þessum tíma. 'We've won it two times...'#SCFC https://t.co/NzZsvcThyp— S t o k e C i t y F C (@stokecity) April 16, 2020 Íslenskir fjárfestar keyptu meirihluta í Stoke fyrir 6,6 milljónir punda haustið 1999. Skömmu síðar var Guðjón ráðinn knattspyrnustjóri Stoke og íslenskum leikmenn fjölgaði hratt hjá liðinu. Arnar Gunnlaugsson, Brynjar Björn Gunnarsson og Bjarni Guðjónsson voru í byrjunarliði Stoke í úrslitaleiknum gegn Bristol City. Bjarni kom mikið við sögu í leiknum og átti þátt í báðum mörkum Stoke. Graham Kavanagh kom Stoke í 0-1 á 32. mínútu og þannig var staðan allt fram á 74. mínútu þegar Paul Holland jafnaði fyrir Bristol City. Átta mínútum síðar skoraði Peter Thorne sigurmark Stoke eftir undirbúning Bjarna og Kavanaghs. Guðjón vann fimm bikartitla á árunum 1993-2000 sem þjálfari.vísir/getty Rúmlega 75 þúsund áhorfendur voru á leiknum, þar af fjöldi Íslendinga. Þetta var einn af síðustu leikjunum á gamla Wembley sem var lokað í október 2000. Þetta var annar sigur Stoke í bikarkeppni neðri deildarliða og fimmti bikartitill Guðjóns á þjálfaraferlinum. Hann kvaddi Stoke eftir að hafa komið liðinu upp í B-deildina vorið 2002. Peter Coates keypti meirihluta í Stoke af Íslendingunum fjórum árum síðar. Enski boltinn Einu sinni var... Mest lesið Leik lokið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Í beinni: Breiðablik - ÍBV | Eyjamenn geta komist í efri hlutann Íslenski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Fleiri fréttir Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Sjá meira
Á þessum degi, 16. apríl, fyrir tuttugu árum stýrði Guðjón Þórðarson Stoke City til sigurs í Framrúðubikarnum, bikarkeppni neðri deildarliða á Englandi. Þrír Íslendingar komu við sögu í úrslitaleiknum á Wembley þar sem Stoke vann 1-2 sigur á Bristol City. Bæði lið voru í ensku C-deildinni á þessum tíma. 'We've won it two times...'#SCFC https://t.co/NzZsvcThyp— S t o k e C i t y F C (@stokecity) April 16, 2020 Íslenskir fjárfestar keyptu meirihluta í Stoke fyrir 6,6 milljónir punda haustið 1999. Skömmu síðar var Guðjón ráðinn knattspyrnustjóri Stoke og íslenskum leikmenn fjölgaði hratt hjá liðinu. Arnar Gunnlaugsson, Brynjar Björn Gunnarsson og Bjarni Guðjónsson voru í byrjunarliði Stoke í úrslitaleiknum gegn Bristol City. Bjarni kom mikið við sögu í leiknum og átti þátt í báðum mörkum Stoke. Graham Kavanagh kom Stoke í 0-1 á 32. mínútu og þannig var staðan allt fram á 74. mínútu þegar Paul Holland jafnaði fyrir Bristol City. Átta mínútum síðar skoraði Peter Thorne sigurmark Stoke eftir undirbúning Bjarna og Kavanaghs. Guðjón vann fimm bikartitla á árunum 1993-2000 sem þjálfari.vísir/getty Rúmlega 75 þúsund áhorfendur voru á leiknum, þar af fjöldi Íslendinga. Þetta var einn af síðustu leikjunum á gamla Wembley sem var lokað í október 2000. Þetta var annar sigur Stoke í bikarkeppni neðri deildarliða og fimmti bikartitill Guðjóns á þjálfaraferlinum. Hann kvaddi Stoke eftir að hafa komið liðinu upp í B-deildina vorið 2002. Peter Coates keypti meirihluta í Stoke af Íslendingunum fjórum árum síðar.
Enski boltinn Einu sinni var... Mest lesið Leik lokið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Í beinni: Breiðablik - ÍBV | Eyjamenn geta komist í efri hlutann Íslenski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Fleiri fréttir Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Sjá meira