Að erfa hlutabréf Svanur Guðmundsson skrifar 25. maí 2020 16:35 Það er lífsins gangur að ein kynslóð tekur við af annarri. Allt er breytingum undirorpið og flest reynum við að undirbúa okkur sem best, hvort sem við erum að yfirgefa þennan heim eða taka hann í arf. Í því réttarríki sem við lifum núna hefur löggjafinn nokkurn viðbúnað til að tryggja að allt fari eftir settum reglum þó að kaldhæðnir menn hafi stundum á orði að ríkið sé fyrsti syrgjandinn þegar kemur að uppgjöri arfs. Þannig hefur skapast hefð fyrir því að þegar verðmæti fara á milli kynslóða mætir ríkisvaldið og það mun mæta aftur næst þegar sami arfur gengur milli næstu kynslóða. Ef arfurinn ávaxtast lítið þá mun allt að endingu hverfa til ríkisins. Þannig má segja að það sé erfingi allra erfingja enda aðeins tvennt öruggt í lífinu; skatturinn og dauðinn. Við getum haft skoðun á því hve sanngjarnt þetta kerfi er en hér hefur myndast sátt um að hafa lagalega umgjörð um erfðamál sem allir Íslendingar þurfa að gangast undir. Nú hefur verið upplýst að eigendur eins stærsta sjávarútvegsfyrirtækis landsins hafa ákveðið að færa eignarhlut sinn í fyrirtækinu til afkomenda sinna. Það er gert fyrir opnum tjöldum og öllum reglum fylgt þannig að ríkiserfinginn fái nú örugglega sinn hlut, sem hann mun líka fá næst og svo aftur koll af kolli eins og áður var rakið. Sanngjarnt? Já, um það má deila en þeir sem hafa skilað miklu æviverki og farnast vel skila meiri frá sér til næstu kynslóða. Sumir geta glaðst yfir því að skuldir erfast ekki. Eins og skýrt hefur komið fram þá er verið að færa hluti í atvinnufyrirtæki, með öllum réttindum og skyldum, milli kynslóða. Aðgerðin nær eingöngu til hlutabréfa Samherja. Aflamarkskerfið hefur ekkert með þetta fyrirkomulag að gera, fyrirtækið sem hér um ræðir hefur þar réttindi og skyldur eins og á svo mörgum öðrum sviðum og mun uppfylla þau áfram. Fyrir þau veiðiréttindi sem fyrirtækið hefur aðgang að verður að greiða veiðileyfagjald, rétt eins og á við um aðra skatta sem þarf að greiða af starfseminni. Það sem var greitt áður, verður greitt áfram, óháð eignarhaldi. Eina breytingin er að ríkissjóður mun fá mikla fjármuni til sín vegna fyrirframgreidds arfs. Þessi umræða í kjölfar kynslóðaskipta Samherja minnir hins vegar á hve umræðan um sjávarútveginn getur orðið undarleg. Einn aflagður prestur komst í pontu og var útvarpaður. Þar náði hann að fordæma að börn fengju arf eftir foreldra sína. Í ræðu sinni lagði hann áherslu á þá skoðun sína að á alþingi væru þjófar. Hafði presturinn verið virkur í Frjálslinda flokknum svo og í aflögðu stjórnlagaráði. Mér er spurn og það fleirum hvort þjóðkirkjunni finnist það sæmandi að prestar saki samborgara sína um glæpi úr prédikunarstóli. Í síðustu grein minni benti ég á að sjávarútvegsfyrirtækin okkar eru síður en svo stór þegar borið er saman við önnur fyrirtæki sem hafa mikil áhrif á afkomu heimilanna í landinu. Þegar þess er gætt er stundum undarleg hve hávær umræðan um sjávarútveginn er. Þar vitnaði ég til Einars Benediktssonar úr Íslandsljóði hans og er byrjunin þar yfirskrift þessa pistils. Við eigum að vera stolt af okkar sjávarútvegi og eigum að standa saman að því að gera þar enn betur. Hættum að líta til sjávarútvegsins með öfundaraugum og gleðjumt yfir færsæld hans og styrk enda mikilvægt fyrir hag allrar þjóðarinnar að sjávarútvegsfyrirtækin séu vel rekin og haldi áfram að þróast. Hafið þekur ríflega sjö tíundu hluta jarðarinnar og flestar þjóðir sem búa við haf reka sinn sjávarútveg á ófullkominn og ósjálfbæran hátt. Ofveiði, mengun og sóun er oft fylgifiskur þeirra stefnu en hér á landi höfum við forskrift sem getur gagnast vel öðrum þjóðum. Við höfum því öfundsverð tækifæri til þess að stefna útávið með okkar fiskveiðistjórnunarkerfi og okkar reynslu af því að reka sjávarútveg með hagkvæmum hætti. Það er nægt pláss fyrir alla og þeir sem kvarta undan því að komst ekki í útgerð í hinum stóra heimi geta það. Allir þeir sem hingað til hafa viljað breyta einhverju gefst tækifæri núna til að breyta heiminum. Hver er með? Höfundur er Sjávarútvegsfræðingur og framkvæmdastjóri Bláa Hagkerfisins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Markaðir Sjávarútvegur Mest lesið Halldór 13.09.2025 Halldór Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Skoðun Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Það er lífsins gangur að ein kynslóð tekur við af annarri. Allt er breytingum undirorpið og flest reynum við að undirbúa okkur sem best, hvort sem við erum að yfirgefa þennan heim eða taka hann í arf. Í því réttarríki sem við lifum núna hefur löggjafinn nokkurn viðbúnað til að tryggja að allt fari eftir settum reglum þó að kaldhæðnir menn hafi stundum á orði að ríkið sé fyrsti syrgjandinn þegar kemur að uppgjöri arfs. Þannig hefur skapast hefð fyrir því að þegar verðmæti fara á milli kynslóða mætir ríkisvaldið og það mun mæta aftur næst þegar sami arfur gengur milli næstu kynslóða. Ef arfurinn ávaxtast lítið þá mun allt að endingu hverfa til ríkisins. Þannig má segja að það sé erfingi allra erfingja enda aðeins tvennt öruggt í lífinu; skatturinn og dauðinn. Við getum haft skoðun á því hve sanngjarnt þetta kerfi er en hér hefur myndast sátt um að hafa lagalega umgjörð um erfðamál sem allir Íslendingar þurfa að gangast undir. Nú hefur verið upplýst að eigendur eins stærsta sjávarútvegsfyrirtækis landsins hafa ákveðið að færa eignarhlut sinn í fyrirtækinu til afkomenda sinna. Það er gert fyrir opnum tjöldum og öllum reglum fylgt þannig að ríkiserfinginn fái nú örugglega sinn hlut, sem hann mun líka fá næst og svo aftur koll af kolli eins og áður var rakið. Sanngjarnt? Já, um það má deila en þeir sem hafa skilað miklu æviverki og farnast vel skila meiri frá sér til næstu kynslóða. Sumir geta glaðst yfir því að skuldir erfast ekki. Eins og skýrt hefur komið fram þá er verið að færa hluti í atvinnufyrirtæki, með öllum réttindum og skyldum, milli kynslóða. Aðgerðin nær eingöngu til hlutabréfa Samherja. Aflamarkskerfið hefur ekkert með þetta fyrirkomulag að gera, fyrirtækið sem hér um ræðir hefur þar réttindi og skyldur eins og á svo mörgum öðrum sviðum og mun uppfylla þau áfram. Fyrir þau veiðiréttindi sem fyrirtækið hefur aðgang að verður að greiða veiðileyfagjald, rétt eins og á við um aðra skatta sem þarf að greiða af starfseminni. Það sem var greitt áður, verður greitt áfram, óháð eignarhaldi. Eina breytingin er að ríkissjóður mun fá mikla fjármuni til sín vegna fyrirframgreidds arfs. Þessi umræða í kjölfar kynslóðaskipta Samherja minnir hins vegar á hve umræðan um sjávarútveginn getur orðið undarleg. Einn aflagður prestur komst í pontu og var útvarpaður. Þar náði hann að fordæma að börn fengju arf eftir foreldra sína. Í ræðu sinni lagði hann áherslu á þá skoðun sína að á alþingi væru þjófar. Hafði presturinn verið virkur í Frjálslinda flokknum svo og í aflögðu stjórnlagaráði. Mér er spurn og það fleirum hvort þjóðkirkjunni finnist það sæmandi að prestar saki samborgara sína um glæpi úr prédikunarstóli. Í síðustu grein minni benti ég á að sjávarútvegsfyrirtækin okkar eru síður en svo stór þegar borið er saman við önnur fyrirtæki sem hafa mikil áhrif á afkomu heimilanna í landinu. Þegar þess er gætt er stundum undarleg hve hávær umræðan um sjávarútveginn er. Þar vitnaði ég til Einars Benediktssonar úr Íslandsljóði hans og er byrjunin þar yfirskrift þessa pistils. Við eigum að vera stolt af okkar sjávarútvegi og eigum að standa saman að því að gera þar enn betur. Hættum að líta til sjávarútvegsins með öfundaraugum og gleðjumt yfir færsæld hans og styrk enda mikilvægt fyrir hag allrar þjóðarinnar að sjávarútvegsfyrirtækin séu vel rekin og haldi áfram að þróast. Hafið þekur ríflega sjö tíundu hluta jarðarinnar og flestar þjóðir sem búa við haf reka sinn sjávarútveg á ófullkominn og ósjálfbæran hátt. Ofveiði, mengun og sóun er oft fylgifiskur þeirra stefnu en hér á landi höfum við forskrift sem getur gagnast vel öðrum þjóðum. Við höfum því öfundsverð tækifæri til þess að stefna útávið með okkar fiskveiðistjórnunarkerfi og okkar reynslu af því að reka sjávarútveg með hagkvæmum hætti. Það er nægt pláss fyrir alla og þeir sem kvarta undan því að komst ekki í útgerð í hinum stóra heimi geta það. Allir þeir sem hingað til hafa viljað breyta einhverju gefst tækifæri núna til að breyta heiminum. Hver er með? Höfundur er Sjávarútvegsfræðingur og framkvæmdastjóri Bláa Hagkerfisins
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar