Heilsulaus í boði Reykjavíkurborgar Jónína Sigurðardóttir skrifar 27. maí 2020 09:01 Í kvöldfréttum Stöðvar 2 síðastliðið sunnudagskvöld birtist viðtal við dóttur mína, þar ræddi hún um bréf sem hún sendi nýverið til umboðsmanns barna. Ástæðan fyrir bréfinu til umboðsmanns barna er sú að dóttir mín hefur fundið fyrir miklum einkennum sem rekja má til raka- og loftgæðaskemmda í húsnæði Fossvogsskóla. Einkennin lýsa sér helst í þrálátum höfuðverkjum. Afleiðingarnar koma oft á tíðum í veg fyrir að hún geti stundað tómstundir og verið með vinum eftir skóla. Einkennin hafa þar að auki leitt til minni áhuga á mætingu í skólann af ótta við að fá mikla verki. Þessi staða hefur haft slæm áhrif á líðan hennar, andlega og líkamlega. Ég er orðin gjörsamlega ráðþrota. Við höfum leitað til lækna, sjúkraþjálfara, augnlæknis, leitað álits hjá sálfræðingi og sérfræðings í tannréttingum til þess að reyna að komast til botns í því hvað veldur verkjunum. Ekkert hefur komið út úr heimsóknum til fjölda ólíkra sérfræðinga. Að eiga barn sem glímir við slæm einkenni sem þessi er íþyngjandi og erfitt. Hins vegar er sú glíma sem við foreldrar höfum þurft að eiga við Reykjavíkurborg ekkert minna íþyngjandi ofan á allt. Okkur var lofað að húsnæðið yrði ekki opnað að nýju fyrr en fram hefði farið heildstæð úttekt á skólanum eftir að fyrst var farið í framkvæmdir vegna myglu og rakaskemmda. Sú sjálfsagða úttekt á húsnæðinu sem lofað var hefur enn ekki verið gerð og skólinn verið opinn síðan sl. haust. Þrátt fyrir fögur fyrirheit í fyrstu er staðan orðin sú að fulltrúar borgarinnar sjá sér ekki einu sinni lengur fært að svara áhyggjufullum foreldrum sem óttast um heilsu barna sinna. Málið er mjög alvarlegt. Börnin sem hafa veikst munu bera merki þess alla æfi og með vanhæfni borgarinnar í málinu er þeim sýnd vanvirðing. Foreldrafélag Fossvogsskóla hefur ráðið sér lögfræðing til þess að reyna að knýja fram svör við spurningum sem fulltrúum borgarinnar ber skylda að svara. Enginn samráðsvettvangur hefur verið settur á laggirnar milli foreldra barna í Fossvogsskóla og yfirvalda. Að foreldrafélag grunnskóla þurfi að ráða sér lögfræðing sýnir kannski í hvaða hnút Reykjavíkurborg er komin með málið. Kröfur foreldra skólans eru sjálfsagðar en meðal annars hefur verið fram á að: fram fari úttekt á húsnæði skólans af óháðum sérfræðingi, öðrum en Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur að fá staðfestingu á því að allt rakaskemmt efni hafi verið fjarlægt úr húsnæðinu að stofnaður verði samráðsvettvangur fyrir foreldra, starfsfólk og borgina að unnin verði viðbragðsáætlun vegna veikinda og barna og starfsfólks Fyrir rúmu ári skrifaði ég grein sem birtist á vísi.is um málið. Þar fór ég yfir ástandið og hversu gáttuð ég var og er enn á stöðunni. Ég hef enn ekki fengið svör við spurningum sem ég spurði að þá og er enn gáttuð á pólitískum útúrsnúningi borgaryfirvalda. Ég veit ekki hvort beðið sé eftir að málið fjari út eins og oft verður með mál sem koma á borð borgarinnar, ljóst er að borgin þarf að fara í sjálfsskoðun og skoða vandlega alla þá þætti sem hefðu betur mátt fara. Reykjavíkurborg hefur brugðist börnunum og starfsfólki í Fossvogsskóla. Viðbrögð vegna viðtalsins hafa verið hvetjandi og jákvæð. Einhugur virðist vera um þá einkennilegu staðreynd að 11 ára gamalt barn sjái sig knúið til þess að skrifa umboðsmanni barna bréf og koma fram í fréttum því fullorðna fólkið vinnur ekki vinnuna sína. Hvernig væri staðan í dag hefði verið farið strax í óháða úttekt á skólahúsnæðinu eftir síðustu framkvæmdir? Hvernig væri staðan í dag hefðu foreldrar, starfsmenn og börn samráðsvettvang við borgina um málið? Hvernig væri ef borgaryfirvöld leyfðu heilsu barna að njóta vafans? Höfundur er meistaranemi í uppeldis- og menntunarfræðum og ráðgjafi hjá Reykjavíkurborg. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Rómur Mygla í Fossvogsskóla Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Eftir Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 síðastliðið sunnudagskvöld birtist viðtal við dóttur mína, þar ræddi hún um bréf sem hún sendi nýverið til umboðsmanns barna. Ástæðan fyrir bréfinu til umboðsmanns barna er sú að dóttir mín hefur fundið fyrir miklum einkennum sem rekja má til raka- og loftgæðaskemmda í húsnæði Fossvogsskóla. Einkennin lýsa sér helst í þrálátum höfuðverkjum. Afleiðingarnar koma oft á tíðum í veg fyrir að hún geti stundað tómstundir og verið með vinum eftir skóla. Einkennin hafa þar að auki leitt til minni áhuga á mætingu í skólann af ótta við að fá mikla verki. Þessi staða hefur haft slæm áhrif á líðan hennar, andlega og líkamlega. Ég er orðin gjörsamlega ráðþrota. Við höfum leitað til lækna, sjúkraþjálfara, augnlæknis, leitað álits hjá sálfræðingi og sérfræðings í tannréttingum til þess að reyna að komast til botns í því hvað veldur verkjunum. Ekkert hefur komið út úr heimsóknum til fjölda ólíkra sérfræðinga. Að eiga barn sem glímir við slæm einkenni sem þessi er íþyngjandi og erfitt. Hins vegar er sú glíma sem við foreldrar höfum þurft að eiga við Reykjavíkurborg ekkert minna íþyngjandi ofan á allt. Okkur var lofað að húsnæðið yrði ekki opnað að nýju fyrr en fram hefði farið heildstæð úttekt á skólanum eftir að fyrst var farið í framkvæmdir vegna myglu og rakaskemmda. Sú sjálfsagða úttekt á húsnæðinu sem lofað var hefur enn ekki verið gerð og skólinn verið opinn síðan sl. haust. Þrátt fyrir fögur fyrirheit í fyrstu er staðan orðin sú að fulltrúar borgarinnar sjá sér ekki einu sinni lengur fært að svara áhyggjufullum foreldrum sem óttast um heilsu barna sinna. Málið er mjög alvarlegt. Börnin sem hafa veikst munu bera merki þess alla æfi og með vanhæfni borgarinnar í málinu er þeim sýnd vanvirðing. Foreldrafélag Fossvogsskóla hefur ráðið sér lögfræðing til þess að reyna að knýja fram svör við spurningum sem fulltrúum borgarinnar ber skylda að svara. Enginn samráðsvettvangur hefur verið settur á laggirnar milli foreldra barna í Fossvogsskóla og yfirvalda. Að foreldrafélag grunnskóla þurfi að ráða sér lögfræðing sýnir kannski í hvaða hnút Reykjavíkurborg er komin með málið. Kröfur foreldra skólans eru sjálfsagðar en meðal annars hefur verið fram á að: fram fari úttekt á húsnæði skólans af óháðum sérfræðingi, öðrum en Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur að fá staðfestingu á því að allt rakaskemmt efni hafi verið fjarlægt úr húsnæðinu að stofnaður verði samráðsvettvangur fyrir foreldra, starfsfólk og borgina að unnin verði viðbragðsáætlun vegna veikinda og barna og starfsfólks Fyrir rúmu ári skrifaði ég grein sem birtist á vísi.is um málið. Þar fór ég yfir ástandið og hversu gáttuð ég var og er enn á stöðunni. Ég hef enn ekki fengið svör við spurningum sem ég spurði að þá og er enn gáttuð á pólitískum útúrsnúningi borgaryfirvalda. Ég veit ekki hvort beðið sé eftir að málið fjari út eins og oft verður með mál sem koma á borð borgarinnar, ljóst er að borgin þarf að fara í sjálfsskoðun og skoða vandlega alla þá þætti sem hefðu betur mátt fara. Reykjavíkurborg hefur brugðist börnunum og starfsfólki í Fossvogsskóla. Viðbrögð vegna viðtalsins hafa verið hvetjandi og jákvæð. Einhugur virðist vera um þá einkennilegu staðreynd að 11 ára gamalt barn sjái sig knúið til þess að skrifa umboðsmanni barna bréf og koma fram í fréttum því fullorðna fólkið vinnur ekki vinnuna sína. Hvernig væri staðan í dag hefði verið farið strax í óháða úttekt á skólahúsnæðinu eftir síðustu framkvæmdir? Hvernig væri staðan í dag hefðu foreldrar, starfsmenn og börn samráðsvettvang við borgina um málið? Hvernig væri ef borgaryfirvöld leyfðu heilsu barna að njóta vafans? Höfundur er meistaranemi í uppeldis- og menntunarfræðum og ráðgjafi hjá Reykjavíkurborg. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun